Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.09.1927, Síða 4

Vesturland - 09.09.1927, Síða 4
4 VESTURLAND. Freyp Nr. 7—8 er nýkomiö. Hefir marg- ar gagnlegar bendingar að flytja bændum. Er þetta hefti að mestu leyti skrifað aí Sig. Sigurðssyni búnaðarmálastjóra og Jóni H. Þor- bergssyni á Bessastöðum. Vesturland hefir ekki rúm til að taka upp mikið af efni Freys, en vill hvetja bændur til að kaupa hann. T. d. skulu birtar hér tvær þarflegar og vekjandi smágreinar úr þessu hefti: „Ormaveikin í sauðfe. Enn hefir hún höggvið stórt skarð í fjárstofn bænda á síðast- liðnu vori. Munu það einkum orm- ar í meltingarfærum sem valda tjórii. Það er alkunnugt, að eftir úrkomusumur er féð mjög smitt- að af haganum. Það er því mjög aðkallandi, að bændur gefi fénu að haustitiu, áður en fóðurtími byrjar, hreinsandi og ormadrep- andi meðul. Þarf endilega að gera Jrekari tilraunir með lækningu, ef finna mætti handhægara og ódýr- ara meðal, en það, sem nú er not- að, er einkum mun vera tóbak. Síðasta Búnaðarþing heimilaði 500 krónur í þessu skyni og með það fyrir augum að dýralæknar eða dýralæknir notaði þessa litlu fjár- hæð til þessara tilrauna. Orma- veikin hefir legið mjög í landi hér hjá mér, en eg þykist nú geta nokkuð boðið henni birginn. Á síðasta hausti var féð mjög orma- fult, gaf eg þá öllu yngra fé inn tóbak, 6 þuml. spotta af munn- tóbaki hverri kind. En svo er ann- að ráð, sem ekki er lítils um vert, að eg reyni aldrei að fóðra féð á léttu eða liröktu lieyi, án þess að gefa einhvern fóðurbæti með. Það er atriði, sem bændur verða að taka til alvarlegrar íhugunar. Það er betra að farga nokkrum kindum að hausti fyrir fóðurbæti, en missa margar að vorinu. J. H. Þ,“ „Bráðapestin. Hún virðist færast mjög í auk- ana hin síðustu árin. Á síðasta hausti fanst talsvert af lömbum dautt úr pest í fyrstu göngum, mun það fáheyrt áður. Mér hefir reynst hiti besta vörn við bráða- pesl að gefa lýsi. Eg hefi liagað því þannig, að eg rek inn lömb og veturgamalt, annan hvern dag og gef þá inn, hverri kind, tvær matskeiðar (linfullar). Eg hefi enn ekki mist kind úr pest eftir að eg hefi byrjað lýsisgjöfina, og á síð- asta hausti byrjaöi eg að gefa lýsið strax og féð kom úr afrétti; eða rétt eftir bólusetningu. Áður en eg hóf þessa lýsisgjöf, drap pestin fyrir mér 1/4 3/7 aflömb- um og ögn af veturgömlu, þrátt fyrir endurteknar bólusetningar. Þessari lýsisgjöf hefi eg haldiö þar til féð hefir verið komið á gjöf, breytingin umliðin, sem verð- ur á næringu fjársins frá sumri til vetrar, en það er tímabilið, sem þestin sækir mest í féð. Þessu er ekki hægt að koma við, nema hið pestarnæma fé sé haft í lítilli gir'ð- tngu og handhægt að ná í það, Lýsisgjöfin gerir og það að verk- um, að féð helst miklu betur við að lioldum til og ullin verður sauðfiturík, vaxtarmeiri og skjól- betri. J. H. Þ.“ Tíre$totte Footwear Company G-ummistövler med 14 V 1 D S A A L . Lager af: Hvidt og brunt Lær- redsfodtoj med Gum- misaal. Eneforhandler en gros: Gummi- ARBEJDSSKO mcd HVID SAAL. Bernhard Kjær, Gothersgade 49, Köbenhavn K. Telgr. Adr. „Holmstrom“ Margar tegundir af Blóm- sveigum og böndum. Lík- kistur og líkklæði ódýrast hjá Arna Olafssyni. Athugið þetta: Þegar menn kaupa málningar- vörur, ættu þeir að athuga, að það besta er billegast. Hefi nú flestar tegundir af farva og lökkum til húsa og skipa, einnig veggfóður og pappa á loft og veggi, sem eiga að málast, maskínupappír, pensla, brons o. fl. Vinn alt fljótt og vel. Finnbjörn málari. Skóáburður, í öllum litum fyrir allskonar skinn og tauskó. Burstar, skóreimar m. m. Fæst hjá Ó. J. Stefánssyni skóstnið. Á & ^Skófatnaöurínn* verslun M. Magnússonar^ ^ Ísafirði, ^er traustur fallegur og ódýr.^ Ávalt miklu úr að velja. ^ Gamlír ísfirðingar Biðjið Afengisvferslun ríkisins fyrst og fremst um sherry, portvín og madeira frá KJÆR & SOMMERFELDT, kgl. hirðsala, Kaupmannahöfn. Skilvinduolía, besta tegund, á eina kr. flaskan. Apotekið. SÓLARSMJÖRLÍKIÐ fáið þér ætíð nýtt á borðið, það er því ljiiHengast og' næringarmest. Gærur. Kaii|)i nýjar og saltaðar gærur hæsta verði. Greið og góð viðskifti. Jóhann J. Eyfirðingur. „GREr^hreifillinn fullnægir öllum kröfuin, sem gerð- ar vcrða til fyrsta flokks nýtísku mótors, fyrir þilskip og báta. Verðið sanngjarnt. Fáið verð- lista og leitið tilboðs hjá um- boðsmönnum. P. A. Ólafsson Reykjavík. ♦ ♦ AKRA-smjörlíki þykir ágætt viðbit og fæst í öllum matvöruverslunum. : : ♦ Tréskóstígvél ■ Góð, létt og ódýrari en þekst hefir hér áður. Fást hjá Ó. J. Stefánssyni skósinið. Þvottur og strauning. Kristín Friðriksdóttir Suudstræti 29. Þvottur »8 strauning. María frá Kirkjubæ Sundstr. 23. Hefi h á k a r! soiu. Einnig góðar kjöttunnur. Stefán J. Richter. Prentsmiðja Vesturlands.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.