Vesturland

Volume

Vesturland - 17.09.1927, Page 1

Vesturland - 17.09.1927, Page 1
VESTURL Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 17. september 1927. 33. tölublað. Þar er mér úlfsins von er eg eyrun sé. Tíminn hefir skift um ritstjóra. Qrunnfærnasti göslari i íslenskri pólitík ber ekki formlega ábyrgð á ósannsögli hans og gúlaþemb- ingi um stundarsakir, og * * og J. J. sést þar ekki lengur. Við er tekimn maður, sem vfst fáir þekkja og enginn veit til að liaft hafi áhuga eða afskifti af stjórnmálum íslands, og þá ekki kunnur að neinu misjöfnu í pólitískri starf- semi, hvorki í blaðamensku né á annan hátt. Margir munu því svo bjarsýnir að ætla, að breyting verði á blaðinu; getur hún auð- vitað, ef einhver yrði, ekki orð- ið nema á einn veg — til batn- aðar. — bað væri ekki nema að vonum, þótt lesendum blaðsins létti við þá tilhugsun að eiga von á ó- hlutdrægum frásögnum og kurt- eisum tillögum og deilum um þjóðmál, í stað átta dálka efnis- lausra þvættingsgreina, tnargend- urtugginna glanturyrða uppgerð- arvandlætara. Að vera lausir við hin blygðunarlausustu ósannindi, ódrenglegasta rógburð og skrils- legasta tón, sem þekst hefir í blaðamensku íslands á þéssari öld. En eru menn ekki of bjartsýnir ef þeir gera sér von um þetta? Halda menn að fyrri ritendur Tímans hætti að skrifa hann, þótt þeir setjist í ráðherrasætin? Halda þeir að innræti manna breytist, þó þeir skifti um stöður? Eða halda þeir að virðuleg og ábyrgðarmikil staða hefti framferði þeirra manna, sent ekki hefir lnigkvæmst það áður, að hverjum tnanni í hverri stétt sem er, ber að haga sér sómasamlega í orðum og æði ? Hætt er við, að sú verði reynd- in, að ráðherrarnir núverandi fylli framvegis dálka Tímans með sarns- konar góðgæti og áður, og breyt- ingin verði sú ein, að nafn rit- stjórans verði annað á pappírnum. Ef menn skyldu efast um þetta, ættu þeir að lesa grein, sem heit- ir: „Eg er ekki dómstnálaráðherra“ í 38. tbl. Tímans þ. á. Þótt dul- nefni sé undir grein þessari, bland- ast víst engum hugur um, að höf- undurinn er einn af ráðherrunum. Og hverskonar góðgæti er þarna frarn reitt? Að öðrunt þræði er það væmnasta sjálfshól, sem hvern mann mundi kigja við, þótt satt væri, en að hinurn þræðinum rakalausar og lognar skammir um fyrverandi dómsmálaráðh. Magn- ús Guðmundsson, verulegt skít- kast, eins og það tíðkast meðal illa siðaðra orðháka. Svo langt er gengið, að skitkastinu rignir yfir látinn tnann, Jón heitinn Magnússon forsætisráðherra, sem alment mun álitinn þess verður, að virðulega sé um hann taWð, hvað sem skoðanamun líður. Og að minsta kosti er ekki ósann- gjarnt að krefjast slíks af manni, sem nýsestur er i sæti hans og ófarnar á víst nokkrar tröppur upp á við, uns kominn er á hlið við hann. Því er ekki að neita, að í blaða- mensku eiga menn misjöfnu að venjast. Vill þar oft sannast, að ekki þarf nema einn gikk i hverja veiðistöð. Hávaðagjarttir árása- menn gefa þann tón, sem alt of margir lesendur láta sér í smekk falla. En hvað sem þessu líður, þá ætti að tnega krefjast þess, að menn í æðstu stöðurn ríkisins bæru þá virðingu fyrir stöðu sinni, að þeir létu slík verk óunn- in. Og höfuðskömm er það, setn reka ber af höndum sér, ef stærstu svívirðingar í blaðamensku eiga framvegis að vera örugt fanga- mark æðstu valdsmanna landsins, þeirra sem til þess eru kjörnir að vaka yíir velsæmi og pólitiskum dygðum landsmanna. En það er ómótmælanlegur sannleikur, að það, sem vísar á höfund þessarar greinar, er fyrst af öllu það, hve svívirðileg hún er — mesta sorp- grein blaðsins. — íslenskir lesendur, auðvitaó hin- ir heirnskari þeirra, hafa kosið sér svívirðilega blaðamensku, blátt áfram með því að þola Títnann í húsum sínum. Sömu lesendur hafa kórónað þetta með því að Ieiða höfunda þessarar blaða- mensku í táðherrasæti. Nú vant- ar ekki nema eitt til þess, að til grunns sé kafað, en það er að alþjóð veiti því þegjandi samþykki sem æskilegri nýmenningu, að ó- fyrirleitnustu ósannindum, mann- lasti og skrílyrðum rigni yfir þjóð- ina frá æðstu sætum þjóðfélags- ins. Móri jarmar. Erlendar mútur við AlþingiS' kosningar á íslandi. Þormóði i Skáleyjutn hafði horfið mórauður forustusauður. Tók hann sér ferð í land einn sunnudag og spurði messufólk að Staðarfelli, ef nokkur hefði séð eða spurt til Móra. Þá tók til máls bóndi af Fellsströnd: „O honum hefir sjálfsagt verið stolið. Það er ekki nýtt þótt stolið sé hérna á Fellströnd. Betur að allir béaðir þjófarnir væru flengdir og hengd- ir“. Þessi satni bóndi hafði stolið Móra. Afkotnendnr Fellsstrandarbónd- ans sverja sig i ætt sfna. R E Y K I Ð L O N D O N O P I N I O N (ÁLIT LUNDÚNABORGAR). Milriar, ltaldar og J»étt vafðar. Fratnleiðendur: ARDATH TOBACCO COY. LONDON Innilegt þakklæti til ailra þeirra, er auð- sýndu mér hluttekningu við fráfall og jarðar- för konunnar minnar sál. Steingrímur Árnason. Fyrir rúmum tveim árum hófu ■ Tíminn og Alþýðublaðið árás á ' Morgunblaðið fyrir það, að blaðið væri gefið út fyrir útlent fé. Fóru blöð þessi mörgutn og heimsku- legum orðum um það, ltver sví- virðing það væri, að þiggja út- lent fé til pólitískrar starfsemi hér á landi. Títninn lifði blátt áfratn fram undir ár á þessunt ósannindutn um Morgunbl. og fram til þessa dags er á þessu tönlast í flestum tölublöðum hans. Fyrir nokkrum dögum átti rit- stjóri Vesturlands tal við ttiann í Reykjavík og spurði almætra tíð- inda. Sagði sá smátt og stórt, eftir því sem hann mundi. Meðal þess ,var það, að nú væri hann að lesa nýgefna skýrslu sósialista í Danmörku. Sagði hann að með- al annara útgjalda þar, væri talin gild upphæð til kostnaðar við Alþingiskosningar á íslandi 1927. Það þarf ekki um það að spyrja, hverjir hafi fengið þetta fé. Það er ekki urn aðra að ræða en Tímaflokkinn og Alþýðuflokkinn svo kallaða. Qildir einu hvort annar eða báðir hafa þegið þessa tnútu, því báðir unnu að því santa við kosningarnar, eins og þeir gera -enn og munu gera. Meðal annara svívirðinga, sem fleytt hafa núverandi landsstjórn upp í valda- sætið eru þá erlándar fémútur. Er ánægjulegt fyrir hana að styðj- ast við þann þjóðlega staf, meðan hún les upp árásargreinar sínar á íhaldsflokkinn út af útlenda fjár- stuöningnum. Tímaflokkurinn og Bolsar hafa árutn saman barist sent bræður fyrir Því að opna ísland fyrir er- lendri aðstöðn, og átroðningi og yfirgaugi útlendinga. Ekki verður annað sagt, en að þeim hafi orð- ið sæmilega ágetigt. Hvað segja sjómennirnir, sem stundað hafa síldveiðar við Norðurland í sum- ar? Iiafa þeir ekki oft og tfðum átt það undir náð og geðþótta út- lendinga, hvort þeir fengu að lenda við stretidur síns eigin lands og hagnýta afla sinn ? Hafa þeir ekki orðið að taka því með undirgefni, að útlendir menn eins og heima- ríkir rakkar ýttu þeim óafgreiddum úr lendingu á sinu eigin lándi, svo hinir erlendu gestir Tímans og Alþýðublaðsins kæmust að? Vissulega hafa þeir orðið að þola þetta, og e. t. v. launað það með því að efla pólitískt vald þessara fiokka með atkvæði sínu við sið- ustu kosningar. Það er ómótmælanlegt, eins og allar skjalfestar staðreyndir, að ráðherrar Tímaflokksins, þeir fyr- verandi, opnuðu landið og land- helgina fyrir útlendingum fyrir á- eggjan og atbeina foringja Tima- flokksins og bolsa, sem kalla sig Alþýðuflokk. Það er jaftt víst, áð til þessa voru brotin skýlaus lands- lög. Það er enn fretnur vitanlegt, að þessir sömu flokkar, eða foringjar þeirra, sýna allri viðleitni vorri til þess að sanna sjálfstæði vort út á við, hinn megnasta fjandskap. Og er það eitt af því, sem vænta má af núverandi stjórn og þing- meirihluta, að afnumdar verði stöður opinberra sendimanna ís- lenska ríkisins erlendis. Og loks er nú sannað að þessir sömu flokkar opna erlendu mútufé leið inn í landið, til þess að vinna Al- þingiskosningar. Qóðgjarnleg skýrittg á þessu framferði er sú, að það sé af ó- visku sprottið — gáleysi æstra manna í hinu pólilíska valdakapp- hlaupi. — Já, þetta er vingjarnleg skýring, því í raun og veru er athæfi þetta fullkomin landráð. En allra ógeðslegasti þátturinn í því tnun öllum virðast sá, þegar ntenn þeir, setn eru að ná völdum í landitiu tneð erlendu mútufé, eins og þeir sameinuðu hafa gert við síðustu kosningar, saka andstæð- ingana um þann glæp, sem þeir

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.