Vesturland

Árgangur

Vesturland - 17.09.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 17.09.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. VESTURLAND kemur út einu sinni í viku. kostar 7 kr. um árið. Gjalddagi 1. oktober. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Sigurður Kristjánsson. Ritstjórinn tii viðtais kl. 4-5 dagl. í Hafnarstr. 1. Síini 99. Afgreiðslum. Loptur Gunn- arsson Aðalstræti 11. Sími 37. sjáifir eru sannir að, þegar land- ráðamaðurinn gerir sér upp þjóð- ernisvandlætingu og krefst sem slíkur liðsinnis alþjóðar gegn and- stæðingum sínum. ,,Grund grær grænum lauki.“ í Annálum og árbókum er það jafnan fyrst talið, hvernig árferði hafi verið þá og þá. Landsmenn hafa löngum átt hálfan hlut sinn eða meir undir árferði. Aflaleysis- og sprettuleysisár ollu suiti og vaudræðum, og mannfelii ef fleiri en eitt fóru saman. Menn eru nokkru viðbúnari nú, en áður var, að mæta harðæri, en góðæri til lands og sjávai eru þó enn höfuðuppspretta vellíðau- ar almennings, og efnaaukningar þeirra, sem forsjálir eru. íslendingar hafa nú fengið yfir sig eitt hið mesta góðæri, vetur svo mildan, að menn muna varla slíkan, en eftir fylgdi nær einstætt heyskapar- og aflasumar. Bæudur mæta nú vetri með mikinn og góðan heyfeng, sem aflað hefir verið með rninni til- kostnaði, en hinna lélegu heyja oft áðnr, og fénaður gengur und- an sumri hraustur og holdgróinn. Við sjávarsíðuna hafa menn aukið búsefni og grynt skuldir. Verkafólk hefir haft svo mikla og góða atvinnu, að t. d. varð að stöðva í bili sjósókn við Eyjafjörð, til þess að verkafólk í landí fengi hvild. Árgæska er aldrei oflofuð, en mikið er undir því komið, að hún sé vel notuð. dafnaðarmenn og bolsevikar telja að árgæska og annað örlæti náttúrunnar komi ekki almenningi að neinu gagni, þar sem „auðvaldsskipulag“ sé ríkjandi. bar séu það nokkrir „í- haldsburgeisar", sem fitni, en „al- þýðan“ búi við sama skort, hvern- ig sem í ári lætur. Alþýða manna getur sagt sér það sjálf, hvort kjör hennar og líðau mótast ekki af árferði, verka- manna hvað mest. Og þö cr í- haldið víðast livar atvinnuveitand- inn, og stjórnandi málefna almenn- ings. Á einum stað hér á landi er þó auðvaldið brotið á bak aftur og völdin dregiu úr liöndum í- haldsins, það er á ísafirði. har hefir „alþýðan" tekið stjórn allra mála af íhaldinu og lagt i hend- ur sinna trúnaðarmanna. beir hafa fengið að ráða málefnum bæjar- ins í 5 ár og hafa komið á sínu skipulagi. Hamingjusama „alþýða“ ísa- fjarðar. Harðsótt og þolgóð hefir þín pólitíska barátta verið. En þú hefir ekki tekið steininn í staðinn. Nú hefir þú ekki þurft að horfa á ríkulegar gjafir náttúrunnar lenda i vargaklóm „kaupmanna". Nú hefir þú náð hlut þínum heilum undir verridarvæng hinna frain- sýnu og réttlátu foringja þinna. Nú ert þú íeit og pattaraleg und- an sumrinu og getur örugg inætt nepjuin vetrarins. bú erl ekki kul- vís núna. bú liefir ekki svitnað á Hæstakaupstaðarreitnúm i sum- ar né í riki Árna Jónssonar í Neðsta. l>að er gott að gera vel og hitta sjálfan sig fyrir. Heigi Sigurgeirsson gullsmiður, ísafirói smíðar og grefur enn. Knæpan. Solimann heitir loddari, sem hér dvaldi um titná og skattlagði ís- firðinga eftir efnum og ástæðum dstastnekks. Gerði hann ýmsar „kunstir" eða „galdra" af meiri iiandfirni en menn höfðu áður séð. Goodtemplarar eru matheíll lýð- ur, og af margra ára sorphreins- un í bænum, eru þeir orðnir tals- verðir mannþekkjarar. l>eir skildu það, að Solim. þessi mundi lrafa þá list að bjóða, sem hæfa nmndi andlegum meltingarfærum ísfirð- niga, og fundu þeir matarþefinn if Iistamanniiium á langleið. Gerðu þeir því samnirig við hann urn það, að hann héldi samkomur sínar í musteri þeirra, Hebron. Nú auglýsti Solimann. Aðgang- tir kr. 2.50. Fólk kom og fylti húsið. Menn skemtu sér ágætlega. í’emplarar neru sainan höndunum af ánægju. Því tniður var hætt við að þetta háflóð stæði ekki inörg kvöld, líklega ekki nema eitt. En alt verður þeim til góðs, sem guð elskar. Einn „galdur“ Solimanns var sá, að breyta vatni i vín. Hafði hann belgflösku mikla með vatni, og bauð áhorfendum að kjósa sér úr henni áfengi, hverjum þá teguud, er liann girnt- ist mest. Varð mörguin reikað inn að „skenknum“ til Solimanns. Kusu sumir sér wliisky, aðrir cognac o. s. frv. og hver fékk það er hann bað um. Sýndist ölluin Solimann skenkja af vatns- flöskunni, og dáðust mjög að þessum „galdri", en þeir þó lang- mest, sem sannreyndu að þetta var ósvikin vara. Solimann fékk húsfylli mörg kvöld. l^hisky það og cognac, sem Solimann veitti, gat hvorugt verið löglega fengið. Goodtemplurum hlýtur að vera kunnugt um það, að til þess að ná í það, hafa bannlögin verið brotin. Jafnkunn- ugt og hitt, að þeir í orði kveðnu banna nautn áfengra drykkja í samkomuhúsi sínu. En aurarnir voru hér annars vegar, og þeir reyndust þyngri á metaskálinni en bann- og bindindishugsjónin. Um templara má segja eins og Bakkaköttinn: Bölvaður kötturinn étur all, og jafnvel einustu hug- sjón sína. En utn samkomuhús þeirra á Ísafirði verður ekki sannara sagt, en að það sé eina opinbera knæp- an í kaupstaðnum. Ódýr mannslíf. Á síðastliðnum vetri fann fiski- skip frá Færeyjum færeyskan bát út á hafi undan suðurströnd ís- lands. Var veður hið versta. í bátnum voru 16 skipbrotsmenn færeyskir af kútter „Florens". Höfðu þeir barist við dauðann á bátkríli þessu i 8 klst. og var einn þeirra þegar látinn af vosbúð. Mennirnir voru fluttir til Vest- mannaeyja. og komust allir til heilsu. Var síðan tekin af þeim skýrsla fyrir rétti og var saga þeirra á þessa leið: Þeir höfðu „lagt til“ sökum harðviðris, er móti þeim stefndi færeyskur mótorkútter „Hafstein". Eftir siglingareglum bar „Haf- stein" að víkja, en gerði ekki, fyr en um seinán, „Florens11 reyndi að víkja, er vaktmenn sáu, að á- rekstur tnundi verða, en það varð einnig um seinan: Árekstur varð og brotnaði „Florens11 svo mjög að sýnt var, að skipið mundi sökkva á skammri stundu. Skipstjóri á „Florens" sneri skipinu og sigldi á eftir „Hafstein“ og gaf neyðarmerki, en „Haf- stein“ gaf því engan gaum og liélt leiðar sinnar. Þegar sýnt var, að engrar hjálp- ar var von frá „Hafstein", og „Florens" var að því komin að sökkva, steig skipshöfnin öll í skipsbátinn, en áður hann losn- aði frá skipinu, gaf svo mjög á hann, að sýnt var að hann myndi sökkva, ef eigi væri á honum létt. Hlupu þá sex af mönnunum aftur upp á hið sökkvandi skip og sukku með því. Slys þetta vakti mikla eftirtekt hér á íslandi, og hver iriaður mun hafa óskað þess, að skýrsla skip- brotsmanna væri röng, og að skip- stjóri „Hafsteins" væri ekki sekur um þenuan tnikla glæp gegn sam- löndum sínum. En nú skýrir „Dimmalætting" 20. ágúst frá að- gerðum réttarins í málinu: Skipstjóri á „Hafstein" varekki tekinn fastur, svo sem venja er um menn, setn grutiaðir^eru um glæp, en er skipið kom heim, var málið rannsakað. Stýrimaður við- urkennir að hafa átt vakt og að áreksturinn hafi orðið fyrir vangá sína. Skipstjóri hafði kontið á stjórnpall rétt áður en áreksturinn varð, én hvarf aftur undir þiljur aö lionum loknum — til að skifta um klæðnað. — Stýrimaður sá neyðarmerkið frá „Florens“ og tilkynti það skipstjóra, en hann gerði enga tiiraun til hjálpar og alt fór, sem áður er sagt. Svo kemur dómurinn: Stýrimað- ur skal greiða til rikissjóðs 500 krónur, en skipstjóri sæta þriggja ínánaða einföldu fangelsi. Þeir greiði saineiginlega málskosnað- inn. Þetta er sama refsing og fyrir vínsölubrot á íslandi. Landhelgisgæslan við Norðurland. Þór kom að norðan á mánu- daginn og fór áleiðis til Reykja- víkur sama dag. Er nú síldveiðum að heita má lokið og útlend síld- veiðaskip flest lögð af stað lieim. Þór segir lítils við hafa þurft tneð landhelgisgæslu í sumar vegna síldveiðaskipa, þvf síld hef- ir verið allsstaðar, bæði utan og innan landhelgi, en tíð svo hag- stæð, að allsstaðar hefir máttveiða. Þór hafði ekkert skip tekið í sum- ar, nema einn Englending. Óðinn hefir verið við Norður- land í sumar, en er nú nýfarinn til Kaupmannahafnar. Hafði eitt- hvað orðið að katli skipsins, sem byggingastöð þess verður að at- huga og færa í iag. Vonandi verður annað hvort skipanna látið vera hér við Vest- firði að staðaldri í haust og fratti til áramótanna, því eins og kunn- ugt er, láta útlendir togarar venju- lega Víkurnar hér norðurmeð ger- sópaðar á haustinu, og er það sama sem að ræna bygðina, því sé tíðarfar bærilegt, taka bændur, er í nánd búa, hálfa vetrarbjörg sína inn á víkunum haust og önd- verðan vetur. Pólitískur fimbulvetur. Fyrsta íramkvæmd Frantsókn- arstjórnarinnar, scm menn vita um er sú, að einn kjósandi Ingólfs f Fjósatungu var af dómsmálaráða- neytinu kvaddur til höfuðstaðar- ins, til þess að ráða ríkisstjórninni heilræði í skólamáium. Ekki er upplýst livort fræðslumálastjóri hefir sjálfur fundið og tjáð van- mátt sinn til þess að leysa þenn- an vanda, eða ríkisstjórnin hefir af visku sinni séð, að hann væri ekki þeim vanda vaxinn, en þetta er víst, að kjósandi lngólfs, Arnór Sigurjónsson er leiddur á stall

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.