Vesturland


Vesturland - 27.09.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 27.09.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að móðir mín Súsanna M. Þorleífsdóttir frá Njálsstöðum andaðist 20 þ. rn. á Sjúkrahúsi ísafjarðar. Jarðarför hennar fer fram miðviku- daginn 28. þ. m. kl. 1 e. m. ísafirði, 20. septernber 1927: Jósefína Njálsdóttir. sparað; er og sagt, að sá gamli hafi alveg óbiluð meltingarfæri — og þeffæri — en það kvað dóms- málaráðuneytið meta fullkomin gæðingseinkenni. Tryggvi Þórhallsson hefir skrif- að margt um starfsmannahald rik- isins. Hefir það alt verið til árás- ar á mótflokk hans, fyrir óþarfa eyðslu úr ríkissjóði til starfsmanna, einkum í sjálfu stjórnarráðinu. Er það víst flestum í fersku minni, að þegar Siguröur Sigurðsson frá Vigur var skipaður fulitrúi í einni stjórnardeildinni, skrifaði Tryggvi eina af þessum ógeðslegu grein- um sínum, og taldi þetta bitling til sr. Sigurðar sál. Stefánssonar. Komst Tryggvi svo að orði, að altaf mætti bæta pinklum á gömlu Skjónu. Nú er Tryggvi sjálfur sestur á bak á Skjónu, og hann var fljót- ur að finna, hvað hún gæti borið. Engum pinkli fann hann ofaukið, en hitt skildist honum, að vel mætti bæta einum við. Því stend- ur í Lögbirtingablaðinu 8. sept.: „3. þ. m. var kandidat Gunn- laugur Briem skipaður aðstoðar- rnaður í atvinnú- og samgöngu- málaráðuneytinu. S. d. var ungfrú Ólöf Svein- björnsson skipuð ritari í sama ráðuneyti. Fyrir þennan Brieni er búið til alveg nýtt embætti. Húrra! fyrir gömlu Skjónu og riddaranum, sein reiit getur svona marga pinkla. Uáð éf líka muiiur að sitja á truntu, sem dýravernd- unarfélagið liefir ekkert yfir að segja. Eítir isíirskri fyrirmynd". Síðasti Skutull skýrir frá því, að búnaðarmálastjóri Sigurður Sigurðsson ætli að „ráðleggja Siglfirðingum að stofna til kúabús eftir ísfirskri fyrirmynd". Kúabúskapur ísfirðinga er skamt á veg kominn, en þó þar sé ekki yfir langt tímabil að líta, eru byrj- unarskrefin alls ekki algeng eða atburðalítil, og er það meir en vafasamt, að búnaðarmálastjóra hafi verið þau svo kunn, að hann sé fær um að mála „fyrirmynd- ina" rétt upp fyrir Siglfirðingum. Mikils er um vert, að fjósið sé sett á réttan stað. Hér hjá pss hagar svo til, að inn fr£ Tungu, inneftir Tungudál, liggja hálfdeígj- ur allvíðar, eru það jarðvegsdjúp- ar mómýrar með hæfiiegum halla, allálitlegt land til túnræktar. í miðjum dahmm liggur hæð ein, frá fávísra sjónarmiði hinn fegursti staður íyrir, byggingu. Ef fjós og hlaða stæðu i jaðri hennar eða undir jaðri liennar, yrði af nátt- úrunnar hendi sjálfgerður bifreiða- vegur bæði í áburðarkjallara og heyloft, svo og að votheyshlöðum. Og eins yrði sjálfgerður vegur imim drattandi beljum í íbúð þeirra. Á hæðinni sjálfri hefði víðsýnn bústjóri gott útsýni yfir hjarðirnar, engi og akra, til allra hliða. Væri þessu líkur staður í land- eign Siglufjarðar, skyldi þann varast og fyrrast sem mest. „Fyr- irmyndin" valdi nes eitt, sem fjarst því svæði, er líklegast er til rækt- unar, og ' kemur þar enn fram nærgætni búnefndar vorrar, er hún vill ekki kveikja matarpólitík hjá kúnum, með því að láta þær dvelja langvistum í námunda hins lostæta grængresis. 19. september tókum vér oss ferð til „fjóss vors". Var oss mikil forvitni á, hver umskifti hefðu þar orðið frá því vér komum þar síð- ast. Því búnefnd hefir nú tekið verkið í sínar hendur af akkorðs- hafa. Það fyrsta er vakti eftirtekt vora, voru þrenn súlnagöng í forn- grískum stíl. Stóðu þau á háum steinhjöllum bogamynduðum, öll- Uin gerðuin af mannahöndum. Settum vér hnakka á bak oss og horfðum lengi á undur þessi. Spurðum vér einn undirforingja, hvort þetta skyldi til skrauts eða nytja. En honum þótti vér spyrja -óviturlega og sagði, að á, „búi voru" væri alt skraut lil nytja, og allar nytjar til skrauts. Sagði hann að miðgöngin vissu til dyra kúa- stofunnar, en hin efstu'vissu til hinriar hárjáfruðu lilöðu, sem að sönnu er enn rjáfurlaus. — Vér gengum inn í kjallarann. Stóðu þar raðir bása nær full- gerðar. Spurðum vér hvað slíkt skyldi, því vér hugðum, að kjall- arinn væri ætlaður til áburðar- geymslu. Var oss svárað því, að ekki þætti hæfa að setja beljurnar hærra að sinni, og væri þeim, sem öðrum þegnum búnefndar, þörf á að læra auðmýkt og varast of- metnað. Spurðum vér hvort belj- iir vorar skyldu haía útisalemi uieðan á þessum skriftum stæði, en fengum ekki svar. Vér gengutn nú upp súlnagöng þau, er í miðið liggja og komum á fyrsta sal. Var þar skuggalegt og skrautlaust enn, en sjá mátti þar mikinn viðbúnað. Spurðum vér hvað þar yrði helst til þæg- inda, og var oss sagt að á aðal- vegg yrði málverk af „búnefnd" og kappslættinum á Seljalandstúni, er síðar mun getið. En á veggnum andspænis skyldi vera málverk af sambandsnauti nefndarinnar og Kirkjubólsbóndans. Vér spurðum, hvort nautið sjálft ætti ekki að vera þar til húsa, en eigi var því svarað. Nú gengum vét upp á hitiii ????????????????????????? Klœdskerar ? EÍNAR Sl KRISTJÁN $ 1. fl. saumastofa. ? ? ? ? ódýrt. Alt til fata hvergi betra. ? ?? ?? ?????????????????????????? ? ? Nýkoinið tirval af fata- og frakkaefnum. REGNFRAKK- ARNIR eftirspurðu komnir aftur. Ennfremur skinnkantur, upphlutasilki, cabardine. 'Efni í drengjaföt og frakka mjög ódýrt. Alt til fata hvergi betra. efsta steinhjallann, og ko.mutn undir væntanlegt rjáfur innar há- rnúruðu hlöðu, sáum vér niður í ina víðu og djúþu tópt, sein var tóm, svo sem hlöðum ber að vera að haustinu. Vér horfum niður í inar svim- djúpu votheyshlöður og var þar í rökkur að sjá. Griltum vér að- eins botn annarar þeirrar, en í hinni sáum vér grjótdys nokkra ekki alllangt frá botni. Var oss sagt, að þar undir væri sumar- heyskapur „búnefndar vorrar" og skildist oss þá, ,að verk stórra manna geta slundum látið lítið yfir sér. Vér gengum nú niður af must- erinu og komum að, þar sem stendur uppborið hey. Gengum vér umhverfis það og sýndist ekki af- armikið, svo vér höfðum orð á, að beljum vorum mundi ekki ætl- ð að hafa magann fyrir guð sinn. Ef nú Siglfirðingar skyldu ætla að hafa „fyrirmyndina'* óbrjálaða væri þeim þröf að skygnast svo- litið nánar i matreiðslubók „bú- nefndar vorrar". Fóðrið skal aðkcypt, og hclst þarf að setja þau skilyrði, að ekki sé slegið fyr en á haustin, ef hlaöan kynni að vera óviðbúin að kyngja fæðuuni. En fáist bænd- ur ekki til slíks, þá er gott að Siglfirðingar viti að „fyrirmyndin" fór svona að: Hið aðflutta hey var sett sam- an í galta mikinn eða garð. Var strýta upp úr miðju en flatt til stafna; var það látið standa óvar- ið fyrst, og fékk það þegar all- gðða skúr. Gjörði einn verkamað- ur til gamans að mæla vatn i'ir einum hjólbörum eftir fyrstu nótt þess, og voru í þeim 14 lítrar. Eftir þessa inntöku var lagt segl yfir heyið. Tók innan skams að rjúka fast undan áklæðinu og töldu embættismenn búnefndar vorrar sem þessi andardráttur væri hinn æskilegasti. Einn gamaldags bóndi í ná- grenninu fékk þó því ráðið, að svift var af áklæðinu og geil graf- in gegnum kumbaldann. Kon> þá í ijós að fóðrinu hafði strax brugð- ið í ætt búnefndar vorrar og hafði tekið á sig rauðleitan litarhátt. Er sjálfsagt fyrir þá, sem búa vilja rneð nýtísku liætti, að hleypa upp suðu á fóörinu, svo það verð'i bæði holt og staðgott. Hitt erekki víst, að það sé Öllum fært að operera hey sín, svo sem vér gerðum, því fáir munu svo hepn- ir að eiga skurðlækna i búnefnd. Tilkynning. Við undirritaðir tilkynnum hér- með, að við tökutn ekki kjöt til geymslu í haust. ísafirði, 24. sept. 1927. F. li. Ishúsfél. Ísfirðinga. Sveinbjörn Helgason. F. h. íshúsfél. Jökull. Magnús Ólafsson. Frá ísafirdi. Jóakim Jóakimsson tré- smiður 75 ára. 17. þessa mán. var Jóakim Jóa- kimsson trésmiður á ísafirði 75 ára. Hann hefir átt heima hér í bæ meir en hálfa öld eða síðan 1874, en ættaður er hann úr Þing- eyjarþingl Jóakim er svo liraustur maður, að hann minnist þess varla, að sér hafi nokkru sinni á æfinni orð- ið misdægurt. Er hann enn léttur í spori og fær i flestan sjó. Núna á þriggja aldarfjórðunga afinæli sínu söðlaði hann hest sinn og reið vestur yfir Breiða- dalsheiði til Flateyrar og heim aftur samdægurs. Var færð ill og veöur heldur hart, og kendi Jóa- kim hvorki þreyta né eftirkasta. Göngur fóru hér fram mánudaginn 19. þ. m. Segja menn fé í vænna lagi. Tíð er nú köld og framtir óstöðug. Leysir ekki snjó um hádaginn nema i miðjar hlíðar. Gefur sjald- an á sjó, en afli talinn góður ef gæftir væru. Smokkfiskur er kominn í Djúp- ið, þótt lítið hafi hann veiðst enn vegna ókyrðar. Skipakomur. „Dronning Alexandrine" kom frá Rvík og útlöndum á miðvikudaginn og fór norður að kvöldi sama dags. Fjöldi farþega var með skipinu norður um. Frá útlöndum kom bæjarfógeta frú Gíslason og J. Nissen. Frá Reykjavík Ingólfur Jónsson bæjar- gjaldkeri, Finnur Jónsson póstm. og frú Unnur Skúladóttir. Að norðan kom skipið á mánu- dagsnóttina. Héðan fóru allmarg- ir með því suður, þar á meðal Björn Magnrisson símstjóri og Jón sonur hans, sira Páll Sigurðsson úr Bolungarvík, Böðvar Guðjóns- son frá Hnífsdal, Sigurður Páls- son frá ísafirði, Kristján Torfa-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.