Vesturland


Vesturland - 13.10.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 13.10.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAND ¦i*f - ¦ Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 13. október 1927. 36. tölublað. LaitdráðaguHið. Saga smáríkja er frá elsru tím- um óslitin barátta fyrir sjálfstæði, oftast í vörn. Smáríkin voru oft ekki annaö en ein borg með hér- aði umhverfis, en gátu eigi að síður verið torsótt mjög, ef borg- armúrar voru traustir og íbúar einhuga og öruggir í vörninni. Fðru leikslok oft meir eftir mál- efnum en liðsfjölda, en þá voru málefni góð, ef hver maður var trúr feðraborg sinni og fús að verja frelsi hennar með blóði sínu. Já, sá múrinn, sem mest reyndi á og mestu varðaði að ókleifur væri og traustur, var borgaralegar dygðir fólksins, vakandi þjóðern- istilfinning og fórnfýsi fyrir föður- landið. Jafnvel hinir hraustustu herkonungar töldu meira vert að fá brotið þann múr, en hinn, sem var af mannahöndum gerður. TH þess að brjóta þennan múr fanst brátt hættuleg vígvél. Það var guJlið. Haft er eftir hinum mikla herkonungi Filipþusi af Makedoniu, að vinna mætti hverja þá borg, sem svo hefði víð hlið, að inn um þau kæmist gullklyfj- aður asni. FilippUs kunni vel að beita bolmagni, en þó þótti hon- um mest um vert, að brotnir yrðu inir innri borgarmúrar. Smáríkin eru hætt að víggirða sig með múrum, og mörg hafa að nafninn yfirlýsta friðhelgi fyrir venjulegum hernaði. Hinn innri múr er nú einn eftir, dygðir þjóð- félagsborgaranna. En engin þjóð og ekkert ríki hefir yfirlýsta frið-. helgi fyrir þeim vopnum, sem gegn þeim múr er snúið. Þrátt fyrir yfirborðsfriðinn er hvert smáríki umsetið af útlendum her. Þessi her gengur hvíldarlaust umhverfis hina ósýnilegu múra, og leitast fyrir, hvort hvergi sé sá dalur í, að gullklyfjaður asni verði inn leiddur. Og þar sem fyrir er ágirnd og valdafíkn, alin í brjósti lítilmenna, þar er hliðið fyrir asn- ann. íslendingar gera sér ; víst ekki alment grein fyrir því, hve fáir þeir eru í hlutfalli við íbúa ann- ara ríkja, og hve bolmagnslausir þeir eru. Norðurlandaþjóðirnar, sem allar eru smáþjóðir, eru slík- ir risar við vora hlið að fólks- fjölda, að þar erum vér sem 1 á móti 25—60. Og þó munar miklu meira á efnahag. Auðsætt er hve slikt ríki hlýtur að veraveikt í efn- islegum skilningi. Það verður blátt áfram að treysta algerlega á hinn innri styrk, dygðir og vitsmuni borgara þjóðfélagsins. Það hefir verið margra trú, að þessum múrum mættum vér vel treysta. Menn hafa vel skilið það, að sjálfstæðið höfum vér ekki end- A uglýsi n g. Um eða eftir 10. þ. m. opna eg vinnustofu niína í húsitiu nr. 2 við Templaragötu (áður hús M. Magnússonar kaupmanns). Hefi eitthvað af úrvalsefnum eins og áður, sem eg sel með sanngjörnu verði. Vonast eftir að minir gömlu viðskiftavinir og aðrir líti inn til ínin; verkið hygg eg að leysa af hendi svo öílum líki. Tek einnig að mér að hreinsa, pressa og gera við föt. ísai'irði, 7. oklóber 1927. Þorsteinn Gruðmundsson klæðskeri. Klœðskerar EINAR & KRISTJÁN 1. fl. saumastofa. Nýkomið úrval af fata- og fraklcaefnum. REGNFRAKK- ARNIR eftirspurðu koinnir aftur. Enníremur skinnkantur, upphlutasilki, cabardine. Efni i drengjaföt og frakka m'jög ódýrt. — Alt til fata hvergi betra. urheimt með bolmagni, heldur hafa það verið aðrir verðleikar, er þar hafa ráðið sigri. Þessir sömu .verð- leikar halda margir að séu örugg vörn sjálfstæði voru. En menn gæta þess ekki, að í sókninni mæddi mest á einskökum iáum mönnum, en í vörninni. reynir á alla. Þar getur minsta skitmennið svikið sigurinn úr hendi heillar þjóðar. Um íslenska ríkið, sjálfstæði þess, er setið af útlendingum. Sum- ir gera áhlaup sín gegnum atvinnu- vegina, aðrir gegnum stjórnmálin. Hvorir tveggja hafa fundið hlið í tnúrana og innlenda asna til að reiða á klyfjarnar. Fiskveiðaþjóð- irnar nota leppmenskuna. Þá leið- ina steðjar að mikill háski, sem gjalda verður varhuga við. Aðrir hafa þó fundið beinni leið. Það eru danskir stjórnmálamenn, sem sáu það, sem allir máttu sjá, að jafn fátækt og fáment land og ís- land er fljótunnast með því að kaupa stjórnmálamennina. Pólitísku yfirráðin væru auðunnin, ef hægt væri að fá þá til að strá gullinu. Það eina, sem ekki var liklegt, er það, að smáríki, sem eftir alda baráttu og sára undirokun hefir fyrir fáum árum unnið sjálfstæði sitt, æ'tti þá menn, er léðu sig til slíkra verka. En um það þarf nú ekki að deila. Um hitt ber að hugsa, hvernig slík landráð verði stöðvuð, og það er íslenska þjóð- in, almenningur, sem hamingja landsins hvílir á í þessu sem öðru. Þeir menn, sem hér, hafa orðið sannir að sök, kalla sig alþýðu- foringja. Þessi sama alþýða verð- ur að sýna það, hvort það er I umboði hennar, sem þessir menn svíkja föðurlandið sitt. Vel ment- uð alþýða elur foringja sína upp, og lætur ekki aðra halda þar völd- um en þá, sem rata vegi þeirra dygða, er hún metur mest. En ó- mentuð alþýða lætur foringja sína nota sig og kann ekki að dæma verk þeirra, vond eða góð. Til þess að varast alvarlega hættu, verða menn að þekkja hana. íslendingar verða að gera sér það ljóst, að landið alt er ekki fjöl- mennara en eitt lítið kjördæmi hjá stórþjóðunum. í slíku fámenni er það sérlega létt verk fyrir einn einasta auðugan mann að vinna algeran kosningasigur, ef hann fær einhvern innlendan marm til að dreifa gullinu. Það sem á ríður fyrir oss er það, að allur almenn- ingur vakni til vitundar um það, hver höfuðæruleysissök það er að Iáta aðrar þjóðir kaupa sig. Ef almenningur öðlast þá þjóðernis- kend, að hann ekki taki við er- lendum mi'itum og lærir að fyrir- lita þá, seiu þær bjóða, verður að engu erindi þeirra, er þau land- ráð vilja fremja. Verður að treysta því, að ís- lendiugar séu svo þroskuð þjóð, þó seinlátir séu, að þeir sjái hver hætta að þeim stefnir, og skilji það, að trúmenska og sómatilfinn- ing fólksins er í þessum sökum einasta landvörn ins unga og fá- meuna íslenska ríkis. Framh. Fyrirlestur, er nefnist „Vegur kærleikans" flyt- ur Grétar Fells í Templara- húsinu 14. þ. m. kl. 8. Aðgöngu- miðar kosta 1 kr. fyrir fullorðna og 50 aura fyrir börn, og fást við innganginn. „Það er dýrt, en það er líka gott". Vesturland hefir oft sýnt fram á það, að slátrunin á ísafirði sé einna ljósasta sönnunin fyrir því, hve Iangt ísafjörður er á eftir öðrum bæjum hér á landi í veru- legri menningu, þótt ekki skorti hér margskonar tildur með hlægi- legum tilkostnaði. Blaðið nennir ekki að endur- laka nu, það sem það hefir áður sagt um nauðsyn sláturhúss á ísa- firði, hve stórkostlegt menningar- mál það er, að slátrun öll fari fram í sláturhúsi og kjötflutning- urinn til bæjarins, eins og hann, nú er, hverfi úr sögunni. Það þýð- ir ekki að segja ísfirðingum, að mörg smáþorp hér á landi, sem aðeins eru l/4 móti ísafirði að fólksfjölda, hafa myndarleg slát- urhi'is, en ritstjórinn getur ekki stilt sig um að lýsa því, sem bar fyrir augu hans 7. þ. m. ef ein- hverjum kynni við það að skiljast, hve blygðunarlaust við ísfirðingar erurh smánaðir, og metnir á stund- um nákvæmlega til jafns við skræl- ingja. Djúpbáturinn var að koma vest- an úr fjörðum og hafði lagst við Hæstakaupstaðarbryggjuna. Úr- felli hafði verið öðru hvoru um kvöldið og voru götur blautar, en þó mest upp af bryggjunni, því þar var traðk og umferð meira enn annarstaðar. Mikill mann- straumur var fram á bryggjuna og var ritstj. Vesturlands einn þeirra, sem þangað átti erindi, stiklaði hann svo sem auðið varð milli forarpollanna og komst slysa- laust og með ca. 1 kg. af saur á fótunum fram á bryggju vora. Aðrir neyttu þess að þeir voru í vaðstigvélutu og tóku djúpleið- ina yfir vilpurnar. Var auðfundið að bryggjan var vel smurð. Hafði henni og lagst fleira til, þvi ný- lega hafði verið affermt þar kola- skip. Ritstj. þóttist þvi vita, er hann sá eitthvað ljósleitt framan iil á bryggjunni, "að ekki mundi það vera yfirlitur hennar sjálfrar, var og kvikt af mönnum umhverfis, svo sem þar væri einhverkonar munuður. Og því er heldur ekki að neita, að svo var. Á bryggj- unni lágu hrannir af kindaskrokk- um. Uinbúðalausir voru þeir og

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.