Vesturland


Vesturland - 13.10.1927, Blaðsíða 3

Vesturland - 13.10.1927, Blaðsíða 3
VESTURLAND. TEH Tek kjöt til lrystingar í íshiisinn í Neðsta- kaupstaðnum. Haraldur Loftsson. i Er nú ekki verðið við nögl- skorið? O, eg varð nú að vera rými- legur, þegar um svona mikil og , viss viðskifti var að ræða. Eg fæ 95 aura, en svo láta þeir sjálf- ir slátra á sinn kostnað. Það er svo. Att þú þetta fé alt sjálfur? O, nei. Sumt er nú aðfengið. Eg kom ekki hingað með nema tiltölulega lítið af frálagsfé mínu. Þú hefir nátturlega ekki átt svo mikið af fyrstaflokks kjötfé? Örlitið bros gægðist út í ann- að munnvik bónda, er hann leit niður á eina háhryggjaða, er sýndist komin vel af barnsaldri. Það er nú svona, að það er ekki hægt að bjóða öllum það sama, og maður verður að reyna að gera alla ánægða, sagði hann. Já, hefir hver það er hæfir, sagði ritstj. Tiigang kveðst O.. B. hafa með þessum pésa sínum. Áður en hann skýrir frá honum, fer hann að reyna að telja mönnum tn'i um, að það sé þýðingarlítið aukaatriði, hvort menn trúi því að, Jesús Kristur sé eingetinn sonur guðs eða ekki. Hvað kemur manninum til slíks? — Er það fáviska, eða hvað? Það er varla hægt að ætl- ast til minna af presti en að hann viti, að kirkja Krists hefir ávalt talið málefni þetta þýðingarmik- ið meginatriði. Hyggur Q. B. að þeir heilögu menn, sem sömdu postullegu trúarjátninguna, hafi tekið upp í hana atriði, sem þeir töldu þýðingarlftið aukaatriði. Til þess að geta haft þá skoðun, þarf mikla vanþekkingu á sögu kirkj- unnar. Nei, hér er um meginat- riði að ræða, meginatriði, sem er hyrningarsteinn undir trú manna á guðdóm lausnarans. Meginat- riði þetta byggist á ljósum og skýrum orðum heilagrar ritningar, og hefir verið játað af kirkju Krists frá elstu tímum til vorra daga. — Það er því rétt hjá G. B., að það mundi særa oss, sem þessa trú höfum, ef hægt væri að ráðast á þetta atriði með beittum vopnum. Vopnin hans G. B. og skoðana- bræðra hans, hafa ekki reynst hættuleg, óg munu ekki reynast það, svo vér þurfum varla að ótt- ast sár af þeirra völdum. Guð- dómur launsarans stendur svo föstum fótum, að hann bifast ekki fyrir slíkri atlögu. Af öllum göll- um pésans finst mér sá tilfinnan- legastur, að G. B. skýrir ekki frá því, við hvað hann styður trú sina" á guðdóm lausnarans, fyrst hann hafnar þeim boðskap heilagr- ar ritningar að Jesús sé eingetinn sonur guðs. Þess hefði hann átt Frá ísafiFÖi. Fyrirlestur Grétar Fells, sem auglýstur er hér i blaðinu, var haldinn í gær- kveldi. Tíðarfar er hagstætt þessa daga og afla- brögð góð. Skipakomur. „Gullfoss" kom að sunnan 11. þ. m. Fór suður aftur þann 12. „Island" kom að sunnan þ. 12. á leið norður um land til útlanda. Frá Rvík komu hingað: Björn Magn- ússon símstjóri, Halldór Július- son sýslumaður, Páll Sigurðsson prestur í Bolungarvik, Vilmundur Jónsson héraðslæknir, Daníel J. Hörðdal málari. að geta um leið og hann reynir að rífa niður forna grundvöllinn. Þarna lýsir niðurrífsstefna nútím- ans sér rétt o: að rífa niður og byggja ekkert upp í staðinn. Þjóðin verður að rísa öndverð gegn þessari óhollu stefnu á hvaða sviði, sem hún birtist. Á öllum sviðum er hún óholl, en ekki síst á trúmálasviðinu. Vandræðalegir eru vafningar G. B., þegar hann er að vinglast i kringum þetta svo nefnda auka- atriði sitt, og reyna að blása það aftur út, til þess að réttlæta fram- komu pésans. í þessum vafningum fer hanij, alt í einu, að hnýta í kenningar kirkjunnar, en virðist þó ekki hafa hugmynd um, að hann er sjálfur að halda að þjóð- inni nýrri kennisetningu um Krist. Kennisetningu, sem ekki að eins skyggir á Krist, heldur gerir til- raun til að rifa hann t'ir hjarta þjóðarinnar. Kennisetningum kirkj- unnar hefir, að vísu, verið ábóta- vant í ýmsu, eins og öðrum verk- um mannanna, en þesjsi kenni- setning hans G. B. bætir ekki úr því. Loks kemst G. B. að því atrið- inu, sem virðist vera aðal ástæð- an fyrir því, að hann ritar pésann, o: þetta, að manni einum hafi verið sýnd övirðing, sökum þess, að hann lét í ljósi þá skoðun sina, að Jesús hafi verið Jósepsson', og bendir á frásögn „Bjarma" í nóv. 1926. Mun G. B. eiga við það, að fræðslumálastjóri Á. Á; lét þessa skoðun í ljósi á sameigin- legum safnaðarfundi í Reykjavík í fyrra haust. Eg man ekki eftir að „Bjarmi" skýrði frá því, að safnaðafundurinn hefði sýnt Á. Á. óvirðingu, þvi tæplega getur G. B. talið það óvirðingu, þótt fund- Vélskip til sölu Vélskipin FRIGG, BIFRÖST og PERGY eru til sölu: Nánari upplýsingar gefa stjórn íslands- banka Reykjavík og stjórn Útbús íslandsb,anká r á Isaíirði. Síiílku yantar mig i vetur. Gæti komið til mála um formiddagsstúku. Ása Grímsson. jjlll' Yfirfrakkar og | Karlmannaföt | mikið og fallegt úrval nýkomið í Soffíubúð. I Til SÖlll er íftill mótorbátur ásamt 80 lóð- um með öllu tilheyrandi, alt fyrir 2200 krónur. Semjið sem fyrst við Ágúst Gíslason Brunngötu 21. urinn syngi gullfagurt vers eftir trúarskáldið góða Hallgríms Pét- ursson, vers, sem Iifir áhversmanns vörum um alt ísland. Eg var hrif- inn af því, hve fagurlega fundur- ,nn bar fram játningu sína og andmæli. Sumir líta svo á, að Á. Á. hafi gert sér óvirðing, með því að bera fram þessa játningu sína. Það finst mér fjarri sanni. Það er ávalt virðingarvert að koma hreinn til dyranna. Hitt er annað mál, að bæði eg og aðrir, sem fylgja kenningu kirkjunnar í þessu efni, hefðum kosið að fræðslumálastjórinn hefði getað tekið af hjarta undir sálmsversið. í niðurlagsorðum þessa kafla pésans reynir G. B. að slá skuld- inni upp á kennara sína við háskól- ann. Mér er að vísu ekki kunnugt um það, hvernig fræðslunni í guðfræði er farið þar, en eg hefi ástæðu til að halda, að þetta sé ekki með öllu rétt hjá G. B. — Kennararnir munu vera svo við- sýnir menn, að þeir munu ekki leitast við að þvínga neinn á- kveðinn skilning, hvorki i þessu né öðru efni, inn í hjörtu nem- endanna. Það er skylda kennar- anna, að skýra frá hinum ýmsu skoðunum, bæði í þessu og öðru, sem fram hafa komið, og við hvað skoðanirnar hafa verið studdar; en svo er það nemandans að meta og velja. Tilsögn keunarans er ekkert annað en leiðbeining við sjálfsnám og rannsókn nemand- ans. - - Háskólakennararnir vita það vel, að þeir eru að leiðbeina frjálsum rannsakandi mannsönd- um, og eftir þeim skilningi hygg eg að þeir hagi fræðslunni. — Annað væri óafsakanlegt. Hverjar mundu nú afleiðingarn- ar vera af því, ef G. B. og skoð- Helgi Sigurgeirsson gullsmiður, Isafirði smíðar og grefur enn. sparar útgerðarmanninum fé en vélamanninum vinnu. Grjalddagi Vesturlands er 1. október. — Þetta eru kaup- endur vinsamlegast mintir á. anabræður hans hefðu á réttu að standa i þessu efni? Mér getur ekki betur skilist, en að þær hlytu að vera mjög víð- tækar. Et Jesús er Jósepsson, hljóta ýmsar kenningar kirkjunnar að kollvarpast eða gerbreytast, svo sem kenningin um guðlega þrenn- ingu, uin endurlausnina, um upp- risu lausnarans o. fl. o. fl. Biblían verður að endursemjast, þvi nema verður úr henni röngu lærdómana um Jesúm Krist, sömuleiðis verð- ur að endursemja postullegu trú- arjátninguna, helgisiðabókina og sálmabókina. Ef Jesús er Jósepsson, er þá nokkurt vit í því, að kenna börn- um að játa trú á Jesúm Krist, sem guðs einka son getinn af heilögum anda? — Er þá nokk- urt vit í þvi, að skfra börn og ferma uppá slíka trúarjátningu? Er þá nokkurt vit í því að syngja sálma um guðs eingetinn son! eða sálma, sem innihalda kenn- ingar, sem hljóta að hverfa með þessari kenningu. — Allir hljóta að sjá, að þetta nær engri átt. Hér hlyti því að vera fyrir hendi nýtt gerbreytingar stríð á sviði ti úarbragðanna. Ef G. B., og skoðunarbræður hans, tri'ia þvi að sannleikurinn sé þeirra megin í þessu efni, hljóta þeir að hefja stríðið,"" þvl eg geri ráð fyrir að þeir elski sannleikann og berjist fyrir sigri hans. Hefjist þeir ekki handa og gerist þeir ekki frömuðir i slfku stríði, eru þeir ekki skoðDnum sínum trúir, og verður það þá að skoðast svo, að þeir vantreysti sinni eigin sannfæringu. Böðvar Bjarnason.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.