Vesturland


Vesturland - 28.10.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 28.10.1927, Blaðsíða 2
VESTURLAND. Rakstur með R O T B A R T-rak- vélablaði fullnægir kröfum hinna kröfuhörðustu. Það er heimsins besta rakvélablaðið. Notið við það slípivéiina „ROTBART TANK". heildsölu hjá Vald. Thaulow Kaupmannahöfn. Biðjið kaup- mann yðar um Rotbart-blöð og Rotbart Tank. um, svo sem sundurskifting ísa- fjarðarpreslakalls o. fl. . Að því búnu las hann upp dag- skrá fundarins, og hóf máis um fyrsta lið hennar: Bráðabirgðatillögur til breytinga á Helgisiðabók íslensku þjóðkirkj- unnar. Umræður uröti allmiklar, og tóku velflestir fundarmanna til máls. Samþykt vareinróma svohljóðandi ályklun: „Héraðsfundur Norður- Ísafjarð- arprófastsdæmis ályktar að lýsa yfir því, að hann er samþykkur þeim bráðabirgðatillögum til breyt- inga á Helgisiðabók íslensku þjóð- kirkjunnar, sem nefnd, er kosin var á prestastefnunni 1925, hefir borið fram, þó að því undanteknu, að hann feliir'. sig ekki við, að breytt sé orðalagi triiarjátningar- innar: „undir Pontíusi Pílatusi"." Annar liðtir dagskrárinnar var: Bamaheimilsmálið. Málsliefjandi var síra Páll Sig- urðsson, prestur í Bolungavík. Umræður urðu nokkrar, en að þeim loknum var samþykt svo- látandi ályktun: „Héraðsfundur Norður-ísafjarð- arprófastsdæmir ályktar að fela prestum prófastdæmisins að halda barnaheimilismálinu vakandi, og að leggja fram ákveðnar tillögur fyrir næsta héraðsfund." Af því að guðsþjónusla átti að fara fram í kirkjunni kl. 8. síð- degis, varð nú fundarhlé og sungu fundarmenn sálm nr. 643 áðuren skildu. Að guðsþjónusiu lokinni komu fundarmenn samau aftur á heimili prófasts. Var þá tekinn fyrir þriðji liður dagskrárinnar: Prestafélag Vcstfirðingafjórð- ungs. Málshefjaudi var prófasturinn. Samþykt var um það efni þetta: „Héraðsfundurinn hvetur til þess að stofnað verði prestafélag fyrir Vestfirðingafjórðung". Fjórði liður dagskrárinnar var: Launamál. Málshefjandi síra Óli Ketilsson. íJrðu umræður allmiklar. Var sam- þykt með öllum greiddum atkvæð- tim svohljóðandi tillaga: < „Héraðsfundur Norður ísafjarð- arpróíastsdæmis skorar eindregið á þing og stjórn að gera þegar verulegar umbæíur á launakjör- um presta." , Fimti liöur dagskrárinnar var: Önnur mál, er upp kunna að verða borin. Hóf þá saíiiúðarfuiltrúinn úr Unaðsdalssókn, Kolbeinn Jakobs- son máls á prestsþjónustu í Un- aðsdalssókn. Var Liin það efni samþykt svo- hljóðandi yfirlýsing: „Héraðsfundurinn lýsir því yfir, að hann telnr óbugsandi, að Un- aðsdalssókn verði í framtíðinni þjónað frá Vatnsfirði." Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum og sagði því prófastur honum shtið. Sigurgeir Sigurðsson. Óli Ketilsson íundarskrifari. Helgi Sigurgeirsson gullsmiður, ísafirði smíðar og grefur enn. Fi»éttii». Innlendar. Kæra út af ullarrnati. Fyrír nokkru sendi form. Versl- unarráðsins stjórnarráðinu kæru út af ullarmati hjá Ólafi Isleifssyni í I>jórsártúni. Lét kærandinn fylgja sýnishorn af ull, er metin var til l. flokks. Stjórnarráðið fól Ólafi Benja- mínssyni kaupmanni og Jóni Árna- syni frartikvæmdastjóra að meta sýnishornin, og töldu þeir þau til IV. flokks. Hefir stj'órnin lagt fyrir viðkomandi yfirvald að rannsaka málið. Tilboð um kaup á síldarverk- smiðju. Stjórnarblaðíð Tíminn skýrir frá því, að stjóminni hafi borist á- kveðið tilboð um kaup á nýbygðri sildarbræðsluverksmiðju. Verði til- boðið ásamt væntanlegri skýrslu Jóns Þorlákssonar, lagt fyrir næsta þing. ísfisksala. Fyrri hltita októbermánaðar var ísfisksala í Englandi mjög góð, en hrapaði snögglega rétt fynr miðjan mánuðinn og hefir alla $0tT Tækifærisverð í Brauns-Verslun. Léreft frá 0.50 mtr., Flonel frá 0.90 mtr., Dömubuxur 1.50, Dömunærskyrtur 1.60, Drengjapeysur frá 2.50, Dömusokkar 0.75, 1.00 og 1.50, Manchettskyrtur 5.00, Bindi 0.65, 0.90, 1.25 og 1.50, Karlmannasokkar 0.60, 0.75, 0.90, 1.25 og betri, Enskar húfur 1.25, Handklæði 0.75 og 1.25, Qúmmíflibbar 0.25, Léreft 0.45, Drengjabuxur fyrir hálfvirði, Sjómannateppi frá 2.00, Vinnuskyrtur frá 4.50, nokkrar Dömukápur fyrir hálf- virði, Dömuhanskar 1.50, 1.75 og 2.50, Sportbuxur 10.00, Vinnubuxur 7.00, Dömuvesti 4.50, Rúmteppi frá 4.50, Lök frá 3.00, Dömusvuntur frá 1.75. Mikið af taubútum, sem selst afar ódýrt, og fjölda margt fleira. ^llllll HllF % MEÐ „DRONNING ALEXANDRINE" ? komu Vetrarkápur fyrir börn og fullorðna, aðeins ? nokkur stykki, sérlega góöar og ódýrar. Rykfrakkar karla og kvenna, sem nú eru til, verða a seldir fyrir mjög lágt verð. £ ----- Notið tœkifærið! ----- ? Verslun Dagsbrún. stund síðan verið afskaplega lág. Hafa sumir íslensku togararnir selt mikinn og góðan afla fyrir 5—6 hundruð pund. Afli togara er mjög tregur. Útlendar. Kosningar í Noregi. Búist var við í síðustu skeyt- um, að úrslit kosninganna í Nor- egi yrðu þessi: Hægrimenn 33 þingsæti, Vinstri 30, Bændaílokkurinn 26, Verk- menn 58 og Kommunistar 3. Bú- ist er við að stjórnarskifti fari fram þegar þing kemur saman í janúarmánuði. Blöð Hægrimanna leggja til að þrír fyrst töldu flokkarnir myndi samsteypustjórn, en Vinstrimenn virðast helst vilja að verkamenn myndi stjóm. Sameiginlegur íundur presta og sóknarnefnda í Norður- ísafjarðarprófastsdæmi var haldinn hér í bænum 12. þ. m. Fundinn sóttu fulltrúar úr öllum prestaköllum prófastsdæmisins, nema Hólsprestakalli, og prestarnir allir, að tveim undanteknum, sem óviðráðaulegra orsaka vegna, ekki gátu komið. Fundarstjóri var kjörinn for- maður sóknarnefndar ísafjarðar Elías J. Pálsson og ritari síra Páll Sigurðsson í Bolungavik. Hófst fundurinn með því að fulltrúar sögðu fréttir af safnaðar- og kirkjulífi, hver úr sinni sókn. Kom það í ljós, að nýr áhugi er að vakna á því að fegra og prýða kirkjurnar og að gera þær hlýlegar og vistlegar. Hugsa Hnífsdælingar til að byggja sér kirkju, jafnskjótt og ástæður leyfa. Hafa þeir á síðasta Með „Dr. Alexandrine" kom mikið af nýjum vörum svo sem: Dömukápur, Telpukápur, Drengjafrakkar, • Matrosafrakkar, Sængurveraefni, ' Manchettskyrtur, Dömuhandskar, og margt fleira. Brauns-Verslun. illlllllF ári komið sér upp grafreit, og varið til þess allmiklu fé. Enn- fremur hafa þeir gert skólahúsið svo úr garði, að það er hið vand- aðasta guðsþjónustuhús. Messar sóknarprestur ísafjarðar þar þriðja hvern sunnudag, síðan skifting ísafjarðarprestakalls fór fram. Staðarprestakalli í Aðalvík hefir nýlega verið skift í tvær sóknir, Staðarsókn og Hesteyrarsókn. Er i ráði að endurbæta kirkjuna á Hesteyri allmikið á þessu ári. Rætt var um bráðabirgðatillög- ur, er komið hafa fram um breyt- ingar á helgisiðabók þjóðkirkjunn- ar. Kom fundarmönnum ásamt um að tillögur þessar miðuðu yf- irleitt til bóta, og félst fundurinn á þær í flestum atriðum. Þá hófust umræður um afstöðu þjóðkirkjunnar til nýrri trúmála- hreyfingar. Málshefjandi var pró- fastur Sigurgeir Sigurðsson. Urðu fjörugar og ánægjulegar umræður um málið, og lýstu þær frjálslyndí og víðsýni fundarmanna. Enn var rætt um nauðsyn þess að sóknarnefndir störfuðu meira saman en verið hefir hingað til, Og var nefnd kosin til þess að

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.