Vesturland


Vesturland - 12.11.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 12.11.1927, Blaðsíða 1
fa J 1 U JE% Æj A Xi »J Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 12. nóvember 1927. 40. tölublað. Hnífsdalsmálið. Umtnæli blaða. Blöðin hafa, sem vonlegt er, gert mál þetta talsvert að umals- efni. Kemur mjög glögglega fram í þessum blaðaskrifum hinn mikli munur á ábyrgðarmeðvitund rit- stjóranna, þar sem sum blöðin leggja alla stund á að flytja sann- ar frásagnir frá gangi málsins og því sem i ljós kemur við rann- sókn þess, en önnur nota það að- eins til pólitískra árása, og flytja jafnvel tiíhæfulausar lygar um vitnaframburð úr lokuðum rétti, þegar annað efni þrýtur, til að sverta andstæðingana. Tíminn. 22. f. m. flytur Tíminn árásar- grcin á Morgunblaðið og Vestur- land tit af frásögnum þeirra frá siðustu rannsókn Hnífsdalsmáls- íns. Ummæli Timans eru meðal annars á þessa leið: „......Mbl. og Vesturland gerast óbeinir málsvarar lög- brjótanna, og ráðast á rann- sóknardómarann,. sem kemur þarna fram eins og fulltrúi fram- kvæmdarvaldsins í landinu, með iirópyrðum og spotti. Er hér um að ræða beina uppreist blaðanna gegn réttvísinni. Á hinum sakbornu mönnum hvíla grunsemdir um alvarlegan glæp. Eftir aðförutn Mbl. og Vestur- lands að dæma má búast við, að þau verji hverskonar mót- þróa og aðfarir, sem kæmu í veg fyrir fullnægjandi rannsókn málsins. Blöðin* virðast vera í þann vegiun að gerast mál- svarar glæpa og agaleysis i landinu, þegar liðsmenn íhalds- ins kunna að komast í 6- samræmi við landslög. bessi uppreist íhaldsblaðanna gegn lögum og rétti tnun vekja eftir- tekt í landinu. Mun verða vikið að því oftar og nánar hér í blaðinu". Tilefnið til þessara herfilegu um- mæla Timans er frásögn Vestur- lands frá Hnifsdalsmálinu 19. i m. í þessari Vesturlandsgrein er sagt blátt áfram frá staðreyndum. Frásögn biaðsins er eftir skrif- legri skýrslu 5 sjónar- og heyrn- arvotta, sem undir hana rita und- ir eiðs tilboð. Þar er sagt frá því, að engir fengust til að taka þá Eggert og. Hálfdán með valdi. Vesturl. skýrir aðeins frá þessu sem staðreynd, en leggur engan dóm á það. En Tíminn segir: „Er hér um að ræða beina uppreisn blað- anna gegn réttvísinni." Timinn fer hér með visvitandi ósannindi og er það varla utntals vert. En fyrst farið er að mituiast ¦ á þessa handtöku, þá er best að segja þaó eins og er, að hér vestra mælisl hún mjög illa fyrir. Lita menn víst nokkuð alment svo á, að það sé ekki mikið sæmdar- verk, að brjótast inn á heimili, sem fullþyngt er af veikindum og öðru böli, og leggja þar hendur á veikan mann, þótt ákærður sé um afbrot, sem enginn aðstand- enda hans trúir að hann sé sek- ur um. Og allra síst fyrir þá sök, að enginn mun geta séð, að má!- ið skýrist við það á minsta hátt. En til dæmis um það, hve vin- sælt verk þetta er, má nefna það, að enginn Hnífsdælingur fékst til að .leggja hönd að því, og jafn- vel ákveðnustu mótstöðumenn þeirra kærðu, svöruðu því, er þeim var ógnað með fjársekt, að þeir kysu heldur fésektina sér til handa, en þátttöku í þessu verki. Öll afskifti Vesturlands af þessu Hnífsrialsmáli hafa verið krafa um óvilhalla og fullkomna rannsókn, og hörð andmæli gegn því, að það yrði gert að flokksárás. í grein þeirri sem Tímaritstj. hefir fyrir sér, er hann skrifar árás sína á Vesturland, er enn varað strang- lega við einhliða rannsókn í svona alvarlegu máli og krafist hlutlaus- rar og ýtarlegrar rannsóknar. En Tíminn segir: „Eftir aðförum Mbl. og Vesturlands að dætna, tná bú- ast við að þau verji hverskonar mótþróa og aðfarir, sem kæmu í veg fyrir fullnægjandi rannsókn málsins. Blöðin virðast vera í þann veginn að gerast málssvar- ar glæpa og agaleysis í landinu, þegar liðsmenn íhaldsins kunna að komast í ósamræmi við lands- lög". betta hljóta að vera vísvitandi ósannindi, þegar sá sem skrifaði, hefir ummæli Vesturlands iyrir sér. Og svona skrifa ekki aðrir eu blygðunarlausir siðleysingjar, eða ánauðugir menn. Skorar Vesturland á andstöðu- blöð sín að benda á, eí það nokk- urstaðar í öllu þvi sem það hefir sagt um Hnífsdalsmálið, hefir með einu orði andmælt óvilhallri rann- sókn málsins eða kvatt menn til að þola ekki lög i því. En frásagnir Tímans frá réttar- höldunum sýna, að það sem hon- um og Vesturlandi ber í milli um þessa rannsókn er það, að Vest- urland vill að rannsóknin sé ger- samlega óvilhöll, en Tíminn vill ekki þola það eða eiga á hættu. Vill Vesturland að lokum benda ritstj. Tímans á það, að þótt það sé dygð út af fyrir sig, að vinna hart fyrir kaupi sínu, þá ber og á hitt að líta, að hverju gagni vinnan kemur. Og út af fyrirheiti hans til „íhaldsblaðanna" í niður- lagi greinarinnar (þar á meðal Vesturlands) vill blaðið benda honum á að athuga, hvort ekki rnurii réttast að láta það óefnt, þvi þótt hann þykist nú öllum fótum Hjartanlegt þakklæti fyrir auðsýnda vinsemd og hluttekn- ingu við fráfall og jarðarför móður okkar og tengdamóður Önnu M. Guðmundsdóttur. Ágústa Þorsteinsdóttir. Sigríður Guðmundsdóttir. Bárður G. Tómasson, Jóh. Þorsteinsson. Tungumálakensla. íslensJka, Danska, Enska, Þýska. G. Andrew Fjarðarstræti 24. í jötu standa í bókstaflegri merk- ingu, geta jafnvel slíkir mætt þeirri ráðningu, er þá rekur lengi minni til. Alþýðublaðið. Ritstjórí Vesturlands sér ekki „Alþýðublaðið", nema eitt og eitt númer af tilviljun. Hvað þetta Hnífsdalsmál snertir, hefir og lítið að segja, hvað þar stendur, þvi sorpblöð, eins og það, reyna ekki einu sinni að gera ósannindi sín líkleg, og er ekki hætt við að frá- sögnum þess verði trúað. Er og blaðið svo óheppið, að tíðinda- maður þess hér er ekki af betri endanum í ráðvendni til orða, né birgur mjög af tnannviti. Eru og allar frásagnir blaðs þessa, þær sem Vesturl. hefir getað sannpróf- að, tilhæfulaus ósannindi í flestum atriðum og orðalag og tónn hið skrílslegasta. Hér er til dæmis fyrirsögn einn- ar þessara sorpgreina: „Kosningasvikin í Hnífsdal. Fleiri vitni — Nýjar upplýsingar. Slóðin rakin að dyrum kosninga- skrifstofu íhaldsins á ísafirði. íhaldshreiðrið í hættu." Greinin sjálf er síðan saman hnoðaðar lognar svívirðingar um íhaldsmenn á ísafirði og engra svara verðar, fremur eií aðrar frásagnir blaðsins utri þetta mál. En það eina sem gerir þennan óhroða athyglisverðan' ¦ er það, að hann er hafður eftir samverka- mönnum rannsóknardómarans hér, þeim rhönnum, sem hér er alment álitið, að ekki ráði minnu um rannsóknhia, en dómarinn sjáifur. Hér stappar því nokkuð nærri því, að dómariun sjálfur láti breiða út þennan ósanna óhróður, ekki síst þegar svo er tekið til orða, að þetta og þetta hafi gerst í réttinum, því enginn getur verið í vafa um það, að hanu hefði getað stöðvað sam- verkamenn shíajj þessum logna óhróðurs fréttaburði frá atriðum, sem hann einn og réttarvitnin eiga að vita um. Sést rannsóknar- dómarinn hér enn í nýju ljósi og lítt prýðandi hann sem þjón rétt- vfsinnar. Ferð til Bolungarvíkur „í kongsins og laganna nafni." „Lögreglustjórinri; yfir íslandi" hafði gert ferð sína norður í Jök- ulfjörðu. Eftir því sem samverka- menn hans hér ["sögðu, var sú ferð ætluð til þess að vefengja íramburð vitna þar, er gefið höfðu Steindóri Gunnlaugssyni skýrslu í sumar. Voru þeir ráðunautárnir allgildorðir um það, að alt væri það fals og lýgi, sem eftir þess- um vitnutn va^ri þá haft. Ekki hefir Vesturland frélt af réttarverkum í þeirri ferð, en mjög voru málpípur dómarans óbratt- ari eftir þá ferð en áður hún var gerð. Og náttúran lét sér ekki skiljast, hvert ofurmenni þarna var á ferð og" hrakti bát hans norður í Veiðileysufjörð. Lá hann þar í reiðuleysi, þar til hann loks að kvöldi næsta dags náði hrak- itin og hrjáður tii ísafjarðar. Hugðist hann ni'i að fá upp- reisn hið skjótasta. Steig því á skip 7. þ. m. og hélt til Bolung- arvíkur. Tók hann hreppstjórann þar Kristján Ólafsson fyrir rétt, lagði fyrir hann tvo atkvæðaseðla fjargreidda í N.-ísafjarðarsýslu og lýsti hreppstjórinn yfir, að hann hefði skrifað þá báða. Tilnefndi hann gömul hjón þar í Bolung- arvík, setn á kjörskrá voru í Súða- víkurhreppi og kusu hjá hrepp- stjóranum. Sögðust þau ekki geta kosið sjálf og báðu um aðstoð. Veitti hreppstjórinn þessa aðstoð, eftir það að hafa gengið allfast eftir því, hvort kjósendurnir gætu ekki sjálfir greitt atkv. aðstoðar- laúst. Tveir vottar voru við kosning- uua, og mættu L réttiuum. Bar þeim báðum í ölluni atridum sam- an við hreppstjórann. En ergömlu hjónin kotnu í réttinn, könnuðust þau I fyrstu ekki við, að hafa fengið aðstoð, þótt þau breyttu þeim framburði síðar í réttinum. Er pað álit manna í Bolungar- vík, og raunar vissa, að þessi

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.