Vesturland


Vesturland - 24.11.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.11.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAND ¦¦ Ritstjóri: Sigurður Kristjáiisson. IV. árgangur. ísafjörður, 24. nóvember 1927. 41. tölublað. ! Hnífsdaltmálið. í því hefir ekkert markvert gerst, það Vesturlandi er kunnugt, síð- an það kom út síðast. Mánudaginn 14. þ. m. fór „lög- reglustjórinn yfir íslandi" til Bol- ungarvíkur öðru sinni. Samtímis kom varðskipið Þór þangað og lá þar til kvölds. Kom skipið til isafjarðar á þriðjudagsmorguninn og tók kol, en „lögreglustjórinn yfir íslandi" kom ekki úr Bolung- arvík fyr en á miðvikudagskvöld. Hafði hann, eftir því sem blaðinu er sagt úr Bolungarvík yfirheyrt alla þá þar á staðnum, er kosið höfðu hjá hreppstjóranum s. 1. sumar. Þektu þeir allir atkvæða- seðla sfna í seðlasafninu úr N.- ísáfjarðarsýslu. Kjósendurnir tveir, er hreppstjóri aðstoðaði, voru og yfirheyrðir, og báru það báðir, að þeir hefðu fengið aðstoð hrepp- stjóra, og megnuðu ekki varð- haldshótanir rannsóknardómarans að hræða þá frá þeim framburði. Rannsóknardómarinn gekk eftir „tryggingunni" hjá hreppstjóra, en fékk enga. Er ekki annars getið, en að hann léti sér það lynda. Þór var hér á fimtudaginn, til þess að taka rannsóknardómar- ann með til Reykjavíkur, en hjarta hans hafði þá fengið þá viðspirnu, að hann fékk orlof stjórnarinnar til að halda atvinnunni enn um stund. Er ásmegin þetta hér alment þakkað návist varðskipsins. Óttinn við Pétur. Hér er það breitt út af þeim rauðu, að Pétur kaupmaður Odds- son í Bolungarvík hafi sýnt rann- sóknardómaranum mótþróa, og gert uppreisn gegn réttvísinni. Hafa sorpblöð stjórnarinnar tekið upp þessa fjarstæðu, og farið um hana mörgum herfilegum og heimskulegum orðum. Til þess að öllum almenningi megi ljóst verða, hverja fjarstæðu þessi stjórnargrey fara með, er hér birt yfirlýsing sú, sem Pétur Oddsson gaf rann- sóknardómaranum, en önnur eða meiri afskifti hefir Pétur engin haft af þessu máli, að undanskildri þátttöku i borgarafundi í Bolung- arvik, er hér mun einnig getið verða. Yflrlýsing Péturs Oddssonar: „Eg undirritaður Pétur Oddsson kaupmaður í Bolungarvík lýsi því yfir að eg, ásamt mörgum borg- urdm í Bolungarvík, neita að setja tryggingu þá, sem setudómari Halldór Júlíusson heimtar að hreppstjóri Hólshrepps setji fyrir nærveru sinni hér á staðnum. Sömuleiðis neita eg þvi ásamt sömu borgurum að hreppstjórinn verði tekinn og settur í gæslu- varðhald að ekki meira rannsök- uðu máli en orðið er, því álit okkar er að hreppstjórinn sé al- gerlega saklaus. Bolungarvík 8. nóv. 1927. (Sign) Pétur Oddsson." Eins og menn sjá, er hér að- eins neitað að setja tryggingu þá, sem rannsóknardómarinn heimtaði. Er það að sjálfsögðu hverjum manni heimilt. Jafnframt er því mótmælt, (neitað) að hrepp- stjórinn sé fluttur í varðhald að ekki meira rannsökuðu máli, og er það án efa einnig hverjum manni heimilt. í yfirlýsingunni er engin hótun um að hefta gerðir rannsóknardómarans í því né öðru. Nú er það lika upplýst, að rann- sóknardómarinn hefir aldrei felt úrskurð um það, að hreppstjórinn skyldi settur i gæsluvarðhald. En við það kemur annað í ljós, sem sé það, að rannsóknardómarinn hafði enga heimild til að krefj- ast tryggingar, því það gat hann aðeins að undangengnum varð- haldsúrskurði. Er hér um ótvíræð embættisafglöp að ræða; en kann- ske gætir þess ekki í svo mikilli mjólk. Til þess að almenningur viti enn glöggvar, hvernig Bolvíking- ar líta á framkomu rannsöknar- dómarans þar í sveit, birtist hér ályktun borgarafundarins þar 10. þ. m. Skal þess sérstaklega getið, að fundurinnn var svo fjölmenn- ur, að fundarhúsið var yfirfult, og ekki eitt einasta atkvæði var greitt móti ályktuninni. Ályktun borgarafundarins í Bol- ungarvík 10. þ. m.: „Útaf framkomu rannsóknardóm- ara Halldórs Júlíussonar við rétt- arrannsókn, er hann hefir hafið á hreppstjóra Hólshrepps, Kristján Ólafsson 7. og 8. þ. m. lýsirfund- urinn yfir því, að hann álítur að rannsóknin hafi verið mjög hlut- dræg í garð hreppstjórans og fram- kvæmd að ýmsu leyti gagnstætt þvi, sem lög ákveða og venja er til. Hinsvegar er fundurinn sann- færður um sakleysi hreppstjórans og virðist að öll vitnaleiðslan sanni sakleysi hans. Fyrir því lýsir fundurinn sig algerlega sam- þykkan því, sem Pétur Oddsson og aðrir borgarar hafa þegar gert til þess að afstýra frekara hneyksli í málirtu og vill eindregið beita sér fyrir það, að málið verði rann- sakað til hlítar af óvilhöllum dóm- ara, svo Kristján Ólafsson fái upp- reisn mála sinna, en rannsóknar- dómarínn Halldór Júlíusson verði látinn sæta ábyrgð gjörða sinna." Ofsókn, sem endar í skrípaleik. Eins og sagt hefir verið frá hér aö íramun og úð'ur i blaðiuu, Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að maður- inn minn, Torfi Guðmundsson, andaðist 20. þ. m. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 29. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. frá heimili hins láfna Þvergötu 3. Helga Zakariasdóttir. Aðalfundur Vélbátaábyrgðaríelags ísíirðinga verður haldinn sunnudaginn 27. nóvember næstkomandi kl. 4 e. h. í þinghúsi bæjarins. Fundareíhi sanikv. íelagslögunum. Lagabreytihgar hggja íyrir lundinum. ísafirði 26. október 1927. Stjórnin. hafði rannsóknardómarinn fyrst tveggja daga réttarhöld í Bolung- arvík, en síðan þriggja daga rétt- arhöld, alt til að sanna þaö, að hreppstjórinn væri glæpamaður. Eftir iyrra réttarhaldið sendi hrepp- stjórinn ríkisstjórninni svohljóð- andi kæru: „Háttvirta stjórnarráð íslands. Eins og yður mun kunnugt, hef- ir Halldór Ji'ilíusson sýslumaður hafið inálsrannsókn - á hendur mér út af atkvæðum til alþingis- kosninga, er greidd voru utan kjörstaða hér í hreppi síðastlið- ið sumar. Nú er tramkoma áður nefnds Halldórs Júlíussonar i mál- inu slík, að eg get ekki við hana unað og leyfi mér því að kæra nefndan Halldór Júlíusson fyrir hlutdrægni í málinu. í fyrsta lagi fyrir það að hann hefir látið strika út i'ir dómsmálabókinni orðréttan frainburð vitnis án þess að það (vitnið) óskaði þess eða samþykki það. í öðru lagi að hann hefir ekki látið rita framburð lijá öðru vitni, er þýðingu hefir fyrir málið. Enn fremur hefir hann haft í frammi við mig í réttinum ósæmi- lega aðdróttun um glæpsamlegt athæfi. Fyrir því krefst eg þess að híð háa stjórnarráð íslands hefji ranusókn á framangreindum atrið- um og láti nefndan Halldór Júli- usson sæta ábyrgð fyrir þau. Kristján Ólafsson hreppstjóri í Hólshreppi." Fátt eitt hefir hér hermt verið af hneykslum nínnsóknardómar- ans í þessum réttarhöldum, en alt er það geymt upp skrifað eða vottfest, og verður-e. t. v. tæki- færi til að koma að því síðar, þótt rúm ieyfi ekki hér, en ein- mitt þetta herhlaup til Bolungar- arvikui bregöur að voni hyggju Barnaball heldur kvenfélagið Hlíf á ísafirði 25. þ. m. — Nánar auglýst síðar. mjög skýru ljósi yfir það, hvert höfuðhneyksli það opinbera er að láta fremja í þessu héraði. Mestur tíminn gekk í það í Bol- ungarvik, að reyna að fá gömlu hjónin Sigurð Vagn Qunnarsson og Friðbjörgu Friðriksdóttur til að bera vitni gegn hreppstjóran- um á þann hátt, að þau hefðu sjálf kosið, og þættust þekkja at- kvæðaseðlana í seðlasafninu úr N.-ísafjarðarsýslu. Var beitt til þess hótunum um fangelsi og svo náttúrlega helvíti, stundum fagur- gala og fyrirheitum um borgun. Mun það eins og fleira í þessum svokölluðu rannsóknum, sem bet- ur fer alveg einstætt í íslensku réttarfari, að dómarinn sé að bjóða vitnum peninga í réttinum, jafnframt því að biðja um og krefjast þess að vitnin gefi fram- burð, sem er gagnstæður vilja þeirra og því, sem þau vita sann- ast vera. Og þótt dómarinn eflaust haldi því fram, að hann sé hér af brjóstgæðum að hugga vitnin með því, að þau fai kaup fyrír ó- mak sitt, skiija sum þeirra þetta e. t. v. svo, að verið sé að kaupa af þeim framburð, en sá framburður sé auðvitað því aðeins peninga- virði, að dómarinn „geti notað liann". Vitnin hafa þá ekki ann- an vaiida -að leysa en þann, að meta hvort það muni borga sig að bera ljúgvitni fyrir þóknun þá, sein í boði er. Áhætta getur eng- in fylgt slíkri verslun, þegar við- skiftavinurinn er réttvísin sjálf. Þegar rannsóknardómarinn kotn i fyrra réttarhaldið í Bolungarvik,

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.