Vesturland

Årgang

Vesturland - 24.11.1927, Side 2

Vesturland - 24.11.1927, Side 2
2 VESTURLAND. Hjartanlegar þakkir votta eg öll'uni þeim sern sýnt liafa | mér vinsemd og sóma og þátt áttu í því að mér var af | sóknarnefndinni á ísafirði, íærð stórhöfðingleg gjöf hinn | 20. þ. m. í tilefni af því að eg hefi gegnt hér prestþjón- 1 ustu.um 10 ára skeið. , | I ísafirði, 22. nóv. 1927. ■ 1 Sigurgeir Sigurðsson. "íl||illlll|llllllllllll|]||llll|||l|||||||i||||||||liii|||||||||||!l||||||H||||||||||||||||||||||í|||||l||||||||:1ll!l!:![||!l|||||I|||i|l|||||||||||!|||||ÍHi|||||||||||||||||||||H|||||||llll|'F KELLOGGSV 0RUR kaupa allir hjá Lopti Gunnarssyni. hafði hann með sér tvo atkvæða- seðla, er hann taldist sanna, að gönilu hjónin Sigurður* og Frið- björg hefðu skrifað. Þrír klukkutímar gengu til þess, að þröngva þessum hjónum til þess að gera tilraun til að skrifa nafn Jóns Auöuns, og lét rann- sóknardómarinn þau hafa að for- skrift seðlana, sem hann þekti rithönd þeirra á. Voru tilraunir þessar margendurteknar, og þótt árangurinn yrði ekki betri en vænta má hjá handhrumu fólki, sem engrar kenslu hefir notið í skrift og aldrei þurft annað að skrifa um æfina en nafnið sitt og það sjaldan, líktist það þó helst „fyr- irskriftinni“. Var tiú sekt hrepp- stjórans alveg sönnuð. En slysin eru ekki lengi til að viljg, og getur oft galeyða mikil strandaö á litlu skeri. Rannsókn- ardómarinn hafði ranglað út í Hnífsdal. (Líklega til að standa af sér ferð til Reykjavikur). Setti hann þar rétt yfir nokkrum mönn- um, sem kosið höfðu skriflega. Er þá einhver karl þar svo frek- nr, að þykjast endilega eiga „for- skrift" gömlu kommnar í Bolung- arvík. Dómarinn klóraði sér í höfðinu. Hér hjálpaði hvorki að hlæja, bölva né berja sig utan. En eitt- hvað varð að gera. Hann þaut i símann, kallaði upp hreppstjórann í Bolungarvík og tilkynti honum, að nú sé sýkna hans sönnuð að hálfu leyti, og þar með líklega að öllu leyti, og óskaði honum til hamingju. Hreppstjóranum þótti þetta dá- Iítið skrítið, því að loknu síðara réttarhaldinu í Bolungarvík hafði dómarinn sagt honum að hann j hefði aldrei verið jafn sannfærð- ur um sekt hans eins og þá, og að hér eftir skyldi hann ekki væna hann þess að vera saklausan. Auðvitað er staðhæfing karlsins ; i Hnífsdal engin sönnun þess, að hann hafi skrifað á umræddan seðil, því skrift manna getur oft í likst hver annari. En atvik þetta j sýnir, hver skrípaleikur rannsókn j £essi er að öðrum þræði. Tveir atburðir. Fyrir tæpum tveim árum gerð- íst sá atburður hér á ísafirði, að þjónandi embættísmaöur æsti upp j hóp manna til að ráðast á einn af borgurum bæjarins og taka j með ofbeldi eignir hans. Sá sem j fyrir ofbeldisverkinu varð, sneri j sér til Iögreglustjórans og bað *) Misskrifast heíir föðurnat'n Sigurðar um vernd hans. Vörður laganna og réttarins hér á staðnum, um- boðsmaður ríkisvaldsins, sjálfur bæjarfógetinn, kom með lögregl- una á vettvang og íyrirskipaði reglu og frið. En þar var ekkert hik í móttökum. Hinir uppæstu menn lögðu þegar hendur á lög- regluna og völdu sjálfum bæjar- fógetanum hin skrílslegustu ókvæð- isorð. heir menn, sem eru að reyna I að koma upp skríl hér á landi, reyna að ginna siðsama alþýðn þessa lands út í skríldansinn með sér, sömu mennirnir, sem mynda lífvörð núverandi stjórnar, liæld- ust um og völdu þjónum réttvís- innar og ríkisvaldsins hæðileg orð. Og við sjálft lá að hin einsdæmis smágeöja landsstjórn bæði afsök- unar á því, að réttvísin skyldi gera möntium það ómak að fót- um troöa sig. Með stórkostlegri erlendri mútu- fjárupphæö, nieð blygðunarlaus- ustu þjóðmálalygum og persónu- rógburði, með afarvíðtækri og þrautundirbúinni skuldaflækjukúg- un að öðrtim þræði og hagsmuna- ginningum að hinum þræðinum, tókst rauða bandalaginu hér á landi að ná nær því helmingi at- kvæða við siðustu Alþingiskosn- ! ingar og meirihluta þingsæta. j Eitt af fyrstu verkum þeirrar j stjórnar, sem . varð ávöxtur allra þessara pólitísku klækja, var þaö, ! að breyta rannsókn hins alvar- j legasta máls í pólitíska ofsókn. j Mál þetta er hið svo kallaða Hnífs- ' dalsnrál. Þessi stjórn sendir hing- að vestur með víðtæku rannsókn- arumboði mann, sem þegar gerir af sér hvert hneykslið á fætur öðru, er hvert um sig lrlýtur að varða hann nrikilli ábyrgð og refs- ingu, ef svo verður litið á, að hann sé óbilaður á geðsmunum. Maður þessi lagði leið sína til Bolungarvíkur og réðst þar að hreppstjóranum, hinum mesta sæmdarmanni, með fáheyrðum of- stopa og dónaskap. Gekk fárskap- ur rnannsins gegn hreppstjóranum og fleiri mönnum, jafnvel allri sveitinni, svo langt, að almenna blöskrun og gremju vakti. Og er hann fór að slá um sig með fangelsisógnunum og krafðist 4000 kr. iausnargjalds fyrir hreppstjór- ann, urðu almenn saintök um það að hefja mótmæli. Var Pétri kaup- manni Oddssyni falið að bera fram þessi mótnræli sem voru skrifleg og í alla staði lriri kurt- eislegustu og hógværlegustu. Er þar ekki með einu orði látið að því liggja, að heft verði nokkur framkvæmd eða fyrirskipun rann- sóknardóinarans, því siður var nokkuð fratnkvæmt i þá átt. Má af því sjá hve mikla virðingu iög- Vagns hér að framan.^Hann erMagnússon. hlýðnir og vet siðaðir merm sýna ríkis- og lögregluvaldinu, slíkt sem hér var til saka. En hvað skeður? Sömu nienn- irnir sem mestri velþóknun lýstu á atburðunum á ísafirði 1926 ætla nú alveg að rifna út af „uppreisn- inni í Bolungarvík"! Aðalsorpblöð stjórnarinnar Tíminn og Alþýðu- blaðið svívirða Bolungarvík, jafn- vel alt ísafjarðardjúp. Tímanum blöskrar alveg þessi spilling í þess- um fordæmda reit, ísafjarðarsýslu, að rísa svona gegn ríkisvaldinu! Skutull litli geltir með af öllum síuum litlu kröftum. Rannsóknin er frá hendi þess opinbera að snúast í ofsókn gegn héraðinu, ísafirði og Norður-lsa- fjarðarsýslu. v Frh. Læknamálið. Dómur undirréttarins: Mál þetta er, eftir skipun dóms- og kirkjunrálaráðuneytisins, höfð- að af valdstjórnarinnar hálfu gegn kærðum Eiríki Kjerulf aðstoðar- lækni á ísafirði fyrir brot á lög- um nr. 15, 1925, um aðflutnings- bann á áfengi og reglugerð nr. 59, 1. júlí 1925 um sölu áfengis til lækninga til refsingar og máls- kostnaðargreiðslu. Tildrög máls þessa eru þau, að lögregluþjónn bæjarins kærði fyrir dómaranum með skjali dags. 19. ágúst f. á. að sá orðrómur leiki á, að tveir læknar hér í bænum, sem sé kærður og annar læknir, skrifi áfengisseðla á ólögleg eyðu- blöð og selji mönnum, en lyfja- búðin láti áfengi úti gegn seðlum þessum. Urn sönnur á þessu kveðst lögregluþjónninn ekki vita, en þyki það hinsvegar grunsamlegt, að menn, er hann veit að séu drykk- feldir venji komur sínar I lyfja búð- ina og voru að drukknari eftir iítinn tíma. Erindi þessu fylgdi skýrsla undirskrifuð sama dag af Jóni nokkrum Björnssyni, málara- nema hér í bænurn. Kveðst téður Jón hafa farið til kærðs sama dag, og beðið liann að selja sér lyfseðil á áfengi, er kærður liafi selt honum, gegn 5 kr. endurgjaldi. Ekkert kveðst hann hafa minst á sjúkdóm við kærðan og þeir hvor- ugur. Kveðst svo liafa farið á leið í lyfjabúðina með lyfseðilinn, en er hann var kominn upp á riðið við dyr lyfjabúðarinnar hafi lög- rcgluþjónninn kallað til sín og hann þá gengið á móts við hann. Hafi lögregluþjónninn spurt liann, hvort liann hefði meðferðis lyf- seðil á áfengi. Kvað hann já við því, og er hann hafi beöið hann að sýna sér lyfseöilinn, gerði harin það og leyfði honum að halda lyfseðlinum, er hann fór fram á það. Lyfseðill þessi er lagður fram í málinu í frumriti og eftirriti á rskj. nr. 3 og hljóðar á spir. conc. 210 gr. ætherol carvi gtt. II aqua dest. gram 375 að nota eitt staup eftir samtali. Á síðara stigi máls- ins hafa ennfremur verið lögð fram i frumriti og eftirriti lyfseðl- ar frá kærða á rskj. 9 og 10 á nákvæmlega sömu blöifdu. Að því er nú snertir það atriði í erindi ofannefnds Jóns Björns- sonar, að hvorugur þeirra kærðs hafi neitt á sjúkdóm minst, áður en kærður fékk honum lyfseðilitin, þá hefir kærður ákveðið -neitað því sem ósönnu og þar sem vitn- ið er eitt til frásagnar um þaö og framburður þess einnig nokk- á reiki að þessu leyti, þykir þetta eigi sannað gegn mótmælum kærðs. Um framangreinda lyfseðla kærðs er það að athuga að þeir eru ritaðir á venjuleg eyðublöð, en eigi á hin fyirirskipuðu eyðu- blöð, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 59, 1925. Heldur kærður því fram að hann skrifi lyfseðla á hin tölu- settu eyðublöð, þegar hann gefi lyfseöil á ómengaðan spiritus, eða einungis vatnsblandaðan, ennfrem- ur á koniak eða vín, er löggild séu til lækninga, en ávalt er hann gefi lyfseðil á spiritus blandaðan öðrum efnum, hvað lítið sem er, þá skrifi kærður það á venjuleg eyðublöð, eins og rskj. 3, enda skírskotar kærður til álits land- Iæknis þessu viðvíkjandi. Að því er snertir spurninguna um það, livort kærðum beri að skrifa greinda lyfseðla á hin fyr- irskipuðu eyðublöð samkv. 5. gr. reglugerðarinnar þá þykir verða að svara því samkvæmt fyrirmæl- um reglugérðarinnar í sambandi við fyrirmæli reglugeröar nr.v66, 1922, unr sölu á iðnaðaráfengi, suðuvökva o. fl. þannig, að orðið ómengað áfengi I 3. grein reglu- gerðarinnar nr. 59, 1925, beri að skýra með hliðsjón af fyrirmælum reglugerðar nr. 66, 1922, um mengað og hálfmengað áfengi (spiritus). En samkvæmt því verð- ur eigi álitið að spiritus verði mengaður, hálfmengaður eða full- ínengaðan þó hann sé blandaður æthefol carvi gtt II. Það virðist eðlilegt að skoða það frekar sem smekkbæti, en hitt að það breyti aðaláhrifum áfengisins sem nautn- armeðals. Áfengi (spiritus) verður þrátt fyrir svofelda blöndun að teljast ómengað og leiðir af því, að kærðunr ber að gefa lyfseðla á þannig lagaða áfengisblöndu á hin sérstöku eyðublöð samkv. 5. gr. reglugerðarinnar. Eins og fyr segir ber kærður fyrir sig álit landlæknis viðvíkj- andi skilningi hans á 3. gr. reglu- gerðarinnar. En um það er upp- lýst I málinu að með símskeyti 18. ágúst 1924' gerði lyfjabúðin hér svofelda fyrirspurn til land- læknis. „Skil reglugerðina þannig að aðeitis þurfi að skrifa á áfengis- eyðublöð vina medicata og spirit- us óblandaðan og vatnsblandað- an en eigi blandaðan með öðrunr medicinskum efnum í hvaða hlut- falli sem er. Er það rétt?" Með svarskeyti 19. s. m. svar- ar landlæknir fyrirspurninni þann- ig: „Skilningur yðar er I samræmi við fyrri málsgr. þriðju greinar I reglugerð 7. ágúst 1922 um sölu áfengis til lækninga svo og fimtu grein sömu reglugerðar." í svarskeytinu skírskotar land- læknir lil reglugerðar 7. ágúst 1922, er þá gilti, en þareð núgild-

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.