Vesturland

Árgangur

Vesturland - 25.11.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 25.11.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. Verslun M. Magnússonar. m Postulín, Glervara, Leirvara, (steintau) m nýkomið. Þar á meðal ^ POSTULÍNS-HOLLAPÖR ALETRUÐ. 1 ÍÍÉlÍÍÍIIIlllllllllll ♦ ♦ ♦ AKR A-smjörlíki þykir ágætt viöbit og fæst í öllurn matvöruverslunum. ♦ ♦ ♦ „Á útleið“ sjónleikur í 3 þáttum eftir Sutton Vane. Leikfélag ísafjarðar hefir byrjaö starfsemi sínu á þessu leikári meö örðugu hlutverki, þar sem er „A úlleið". Sjónleikur þessi er mjög einkennilegur og hefir alstaöar þar sein hann liefir veriö sýndur vak- iö nrikla athygli. Hann lýsir förinni yfir dauöa- djúpiö og er hann að miklu leyti, í samræmi við hina „spiritistisku", skoöun á yfirförinni. Það er nijög vandasamt verk að halda hinum dularfulla alvörublæ yfir leiknum, sem 'höfundurinn ætlast til aö hann beri. Þess vegna fanst mörg- um hið unga Leikfélag ísafjarðar færast mikið í fang, er það tók sér fyrir hendur aö sýna leik þennan. Þegar leiktjaldið er dregiö upp, er myrkur yfir leiksviðinu. Tónar hins undurfagra lags E. Alnæs: Sidste reis, berst áheyrend- uniini til eyrna og alvaran gripur strax hugi þeirra. Svo smábirtír og í Ijós kemur reykskáli á far- þegaskipi og viö veitingaboröiö stendur maður í þjónsbúningi þög- ull og leyndardómsfullur. Svo smákoma farþegarnir, sem ætla aö fara með skipinu, engum þeirra er ljóst, hvert feröinpi er lieitið. Þeir hafa allir yfirgefið jarðneska heiminn, en þeir hafa ekki áttað sig á því, aö þeir eru dánir. Skap- ferli þeirra er óbreitt og hugsun- arháttur allur og hugur þeirra fastbundinn við störfin og unaös- semdirnar, sem þeir eru aö hverfa frá. En svo verða ýms kynleg at- vik til þess að hjálpa þeim til að skilja á hvaða leið þeir eru. Þau verða þess vör, að þjónninn Shrubby er einasti maðurinn um borð í skipinu auk þeirra farþeg- anna, að skipið siglir Ijóslaust í næturmyrkrinu o. fl. — Þaukom- ast að raun um að eftir stutta stund eiga þau að standa reikn- ingsskap á lífi sínu. Koma þá i ljós ýmsir þættir sálarlifsins, sem lýsa hugarástandi þeirri. Leiksiok- in eru þau, að farþegarnir eru sendir í nýjan skóla lífsins, fyrir handan, lil þess að læra betur og bæta fyrir það, sem þeir gerðu illa í jarðlífinu. Ætlun mín er ekki sú að leggja nákvæman dóm á leik hvers ein- staks leikanda, enda skortir mig þekkingu á leiklistinni til þess. Yfirleitt fanst mér þeir skilja lilut- verk sín vel og er það fyrsta skilyrðið til þess, að vel sé leikiö. Sýnilega eru mjög mikil tilþrif I leik sumra þeirra. Má þar fyrst til nefna leik frú jngibjargar Steinsdóttur sem er afbragðsgóður og ber vott um mikla leikhæfileika. Hið sama má segja um leik frú Fríðu Torfadótt- Ur; hefir hún oft áður sýtit það hér á leiksviði, að hún nær tökum á áhorfendunum. Leikur liennar er prýðisgóður. Villingarnir leysa Sitt hlutverk vel aí liendi, ekki SÍsl er tillit er tekið til þess, hve örðugt ef að gera það svo vel fari. Margt gott má segja um leik allra hinna ieikendanna, enda Hjálpræðislterinn. Munið að senda gjafir yðar til Dorkas-sambandsins. Fundur á mánudag kl. 8. . margir þeirra góðkunnir á Ieik- sviðinu áður. Sjálfsagt má þó benda á ýmsar misfellur. En er eg lit á leikimi í heild, lel eg að liann hafi tekist ve! og sé leik- félagimi til sóma. Sjónleikurinn er áhrifarík prédikun. Hann vekur áhorfendurna til alvarlegra hugs- ana og minnir á útleiðina, sem allir eiga í vændum. — Bæjar- búar verja áreiðanlega vel þeirri stund, er þeir horfa á hann. Leik- félagið á það líka skilið. Miklum tíma og fyrirhöfn er varið til undir- búnings, hér er unnið óeigingjarnt starf. — Leikfélagið hefir sýnt með leik - þessum, að góðs tná vænta af starfi þess í framtíð, og að það þarf ekki að hliðra sér hjá að taka örðug viöfangsefni til meðferðar. Sigurgeir Sigurðsson. Leíðréttingar. Eg sé að hlöðin hafa gert að umræðuefni sakamálsrannsókn þá, er Halidór Júlíusson sýslumaður héfir liafið á hendur mér útaf ut- ankjörstaðargreiddum atkvæðum við alþingiskosningarnar hér í Hólshreppi síðastliðið sumar. Og er það í sjálfu sér eðlilegt og ekkert viö því að segja, þó blöð- in ræði slík ntái, en æskilegt væri allra liluta vegna, að blöðin öfl- uðu sér sein gleggstra heimilda fyrir því, sem þau flytja um þetta og skýrðu rétt frá atburðunum, eins og þeir hafa gerst og ger- ast, án tillits til þess, hver í lilut á. Sérstaklega unt þau atriði sem þýðingu hafa fyrir málið. Eg hefi rekið mig á að nokkur misbrest- ur er á þessu, og leyfi mér hér með að leiðrétta nokkur slík at- riði. Morgunblaðið skýrir frá 9. þ, m. á þessa leið: Maðurinn þ. e. vitnið Sigurður V. Magnússon, kom fyrir rétt í dag, setn muu vera 8. þ. m. og tók þá aftur íratnburð sinn í gær. Þetta er rangt að því leyti, að hann breitti íratnburði sínum strax í réttinum þ. 7. þá er dómari benti honum á, að hann mætti búast við, að taðfesta framburð sinn með eiði, enda komu þau hjónin alls ekki fyrir rétt þann 8. Þá flytur sama blað þann 10. grein með undirskrift „Finnur" og stendur þar meðal annars, að eg hafi sagt þau hjónin (S. M. og F. F.) bæði óskrifandi. Þetta er alger- lega rangt. Eg var ekki um það spurður og lagði því, eða legg á það engan dóm. End-a hefði það verið mótsögn við þann framburð i minn s. d. að eg myndi ekki til að staðhæfa neitt um það hvort þau hcfðu sjálf uudirskrifaö fylgi- bréfin eða ekki, nú mun það upp- lýst að þau liafa ekkert á þau skrifaö. Þá flytur Tfrninn þann 12. þ.ttt. grein með yfirskrift: Kosningaföls- unin. Uppreist í Bolungarvík. Þar er skýrt frá því, að þá hafi orðið utntal um tryggingu fyrir nærveru hreppstjórans eða gæslu- varðhald. Þetta er óskýr frásögn og að miklu leiti röng. Um trygg- inguna er það, að hún var ákveð- ið heimtuð og það innan mjög takmarkaðs tíma. En með gæslu- varðhaldið er öðru máli að gegna. Það kom nefnílega alls ekki til tals í réttinutn, hvað þá aö það væri nokkurntíma úrskurðað, eða tnér birt. Að öðru leyti hirði eg ekki að fara neitt út í þá afstöðu, er blöðin hafa tekið til málsins, eða um það flutt, að sinni. Kristján Ólafsson. Leikhúsið. Á útleið. Ekki neita eg því, að eg fór með hálfgerðum kvíða í leikhús- ið. Kvíða fyrir því, að eg tnuttdi verða sjónarvottur að óförum okkar ísfirsku leikenda. Því, satt að segja liugði eg, aö hér hefði Leikfélagið ekki ætlað sér af. En kviði miim minkaði skjótt, strax í leiksbyrjun, og í leikslok hafði hann breysl í undruu. Mér fanst það stórfurða liversu hér var frá gengið, því það er „GREr-hreifilliim fullnægir öllum kröfum, sem gerð- ar verða til fyrsta flokks nýtísku mótors, fyrir þilskip og báta. Verðið' sanngjarnt. Fáið verð- lista og leitið tilboðs hjá um- boðsmönnum. áreiðanlega vandaverk að sýna „Á útleið“, svo að vel fari. En, að einum leikanda undan- teknum, leystu þeir allir hlutverk sín mjög sómasamlega af hendi, og sumir ágætlega. Kvenfólkið jók sérstaklega hróð- ur sinn. Og ungfrú Sigrún Magn- úsdóttir hefir aldrei gert betur. Leikur hennar var alsstaðar eðli- legur og sumstaðar tneð tilþrifum. Af karlmönnunum fanst mér Ólafur Árnason skilja best köllun sína. Hann viröist hafa talsverða leikhæfileika, og er vandvirkur. Samúel Quðmundssyni hefir oft tekist mikið betur. Sérstaklega er málfæri hans til lýta í þessu hlut- verki. Svipbrigði hins vegar dá- góð. Og svo að lokum. Sá Ijóður var á ráði allflestra leikendanna, að þeir töluðu of lágt. Þeir sem aft- arlega sátu I húsinu, mistu þvl af ýmsu, sem síst skyldi. En það lagast vonandi. / G, Hárgreiðslustot’u hefir ungfrú Sigríður Jóhanns- dóttir opnað í Hafnarstræti 1. Ungfrú Sigríður hefir dvalið er- lendis árlangt til að læra alt setn að þesstt lýlur. Hún kom heiili með „Island" síðast. Prentsmiðja Vesturlands. P. A. Ólafsson Reykjavík. SÓLARSMJÖRLÍKIÐ laió [>úr ælíö nýU -á boróió, [taó er |)ví Ijúlíengast og næring'arnicsL

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.