Vesturland


Vesturland - 08.12.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 08.12.1927, Blaðsíða 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 8. desember 1927. 43. tílublaC. Þór. Þann 15. f. m. kom varðskipið Þór inn hingað til ísafjarðar og tók hér kol og vatn. Hafði skipið tveim nóttum áður komist í kast við togara hér í Djúpinu. Var togari sá að veiðum inni í landhelgi Ijóslaus, og hafði málað og breitt yfir nafn og númer. i>ór komst í færi við togarann og skaut á hann mörgum skotum, eh togarinn losaði sig við vörp- una, setti á fulla. ferð, og slapp frá varðskipinu, cr aldrei komst svo nálægt togaranum, að skip- stjóri vildi láta skjóta á sjálft skipið. Er skiljanlegt að varðskips- .sljóri forðist i lengstu lög að eiga það á hættu, að slasa eða drepa saklausa menn, því tíðast munu togaraskipstjórar einir ráða því, að þrjóskast er við varðskipin. Væri hér niál fyrir leiðtoga sjó- mannafélaga í löndum þeim, er eiga hlut að máli, til að láta til sín taka, er einn maður stofnar lifi allrar skipshafnar sinnar í háska, að yfirlögðu ráði, til þess að komast hjá að bera ábyrgð gjörða sinna. Þetta er svo sem ekki í fyrsta sinni, sem Þór verður fyrir skap- raun, sömu og þessari. Á s. 1. vori bar eins að og í þetta sinn og með sömu úrslitum. Og alls hefir Þór á þessu yfirstandandi ári 6 sinnum mist lögbrjóta vegna gangleysis, og að minsta kosti i tvö skiftin þrjá í senn. Auk hins beina fjárhagslega tjóns, sem Iandhelgissjóður bíður af þessum sökum, er hitt miklu alvarlegra, ef landhelgisbrjótar, innlendir og útlendir, verða þess fullvisir, að þeir þurfi ekki veru- lega að óttast nema annað is- lenska varðskipið. Og þegar það er athugað, að landhelgisbrjótur er varla staðinn svo að verki, að ekki horfi á það fjöldi annara skipa, þá er ekki á öðru von, en að hinir læri fljótt, hvernig þeir þurfa að haga sér, til þess að sleppa frá varðskipi, sem svo er gangtregt, að i öllum þeim tog- araflota innlendum og útlendum, sem stundar veiðar hér við land, finst ekki eitt einasta skip, er ekki hafi miklu meiri ganghraða. Þetta er lika þegar að koma f ljós. Hver maður getur séð, hvert gagn er að landhelgirvörnum með skipi, sem lögbrjótarnir eru hættir að óttast nema að nokkru leyti, sam- anborið við það, ef í hlut á skip, sem fært er um að draga hvern sökudólg fyrir lög og dóm. Hitt inunu menn og skilja, hver áhrif það inuni hafa á áhugasaman mann, er að strandvörnum vinn- iir, að missa úr höndum sér hvern lögbrjótinn af öðrum, og fá ckki að gert. Þing og stjðrn verða að kippa þessu í lag þegar i stað, og láta smíða nýtt og hraðskreitt skip í stað Þórs. Hann hefir verið land- helgissjóði sá fjárplógur síðan far- ið var að nota hann til strand- varna, að vel sómir að hann sé yngdur uþp með nokkrum hluta þess fjár, er hann hefir aflað sjóðn- um. En sjálfur er hann keyplur svo ódýrt, að landið hefði vel ráð á að leggja hann niður, þótt ekk- ert fengist fyrir hann. En þess þarf þó ekki, því vel má nota hann sem björgunarskip á vetrum eins og hér til, en á sumrum t. d. til fiskirannsókna, eða þá lil upp- mælinga kringuin landiö" Á mæl- ingum þessum ev svo rík þörf, að ckki má á frest skjóta. Landhelgissjóður er svo vel birgur, að þann þarí ekki að taka það nærri sér að fá landinu ann- að strandvarnarskip, og væri því ekki sæmandi að láta það drag- ast, slík höíuðnauðsyn sem það er, öllum þeim er sjó stunda frá þessu landi. Frá bæjarstjörn Tveir bæjarstjórnarfundir voru haldnir í síðastl. máuuði, ann- ar þ. 10. cn liinn þ. 23. Á fyrra fiiudinum voru allmörg tuál á dagskrá, en langmcstar umræöur urðu um fundargerð hafnarnefnd- ar, og þó einkum IV. lið hennar. Bókun Hafnarnefndar er á þessa leið: „Bæjarfógeti tjáði nefndinni að Finnur Jonsson hefði fengið á- vísað úr Hafnarsjóði kr. 250 í ferðakostnað til Rvíkur og kr. 150 í simakostnað vegna Neðstakaup- staðarkaupanna án þess að fá samþykki formanns Hafnarnefnd- ar, enda engin samþykt í bæjar- stjórn fyrir því að veita fé í þessu skyni. Finnur oddviti því ástæðu til að víta þetta, sérstaklega fyrir þá sök, að starfsstúlkan, er af- greiðir ávísanir á Hafnarsjóð," kveðst ekki myndi hafa gert það án þess að tala við oddvita og fá samþykki haiis, ef að bæjarfull- trúinn hefði ekki sagt henni, að þetta væri samkvæmt bæjarstjóm- arsamþykt. Finnur Jónsson gaf þær upp- lýsingar, að sér hefði verið falið með fuudarsamþykt þ. 15. mars s. 1. að leita samþykkis stjórnar- ráðsins til Neðstakaupstaðarkaup- anna. Hafi hann gert það á þann hátt, sem hann áleit tryggilegast- an til að koma málinu fram, og þessvegna farið til Reykjavlkur a fund stjórnarráðsins, og gert það í samráði við flokksmenn sina samkvæmt áðurnefndrí bæjar- stjórnarsamþykt. Hérmeð íilkynnist vinum og vandamönnum, að elsku litli drengurinn okkar Baldur, andaðist þann 26. f. m. Bolungarvík, 1. des. 1927. Guðrún Pálmadóttir, Sveinn Halldórsson. Svohljóðaudi tillaga koin frá Matthiasi Ásgcirssyni: „Þar sem upplýst er, að engin hafnarnefndar- eða bæjarstjórnar- samþykt cr fyrir íramaugreindum greiðslum lil bæjarfulltruans, krefst nefndin að fulltrúinn endurgreiði bafnarsjóði upphæðina." Tillagan borin undir atkvæði með nafnakalli. Já sögðu: Matthías Ásgeirsson. Bárður Tómasson. Oddviti. Nei sagði: Jónas Tómasson. Finnur Jónsson greiddi eigi at- kvæði. Tillagan þannig samþykt með 3 atkv. gegn einu." Það er augljóst, að Finnur Jóns- son hefir notað fjarveru fógeta og fulltrúa hans til að pretta út ávísanir á hafnarsjóð hjá starfs- stúlku á skrifstofu fógeta. Auð- .vitað hafa þeir rauðu í bæjar- stjórninni atkvæðamagn til aö moka svo miklu seni þéir vilja i'ir sjóðum bæjarins til gæöinga sinna, en eðlilegt er, þótt ekki verði við slíku gert, að #oddviti haldi fast við það, að fylgt sé að minsta kosti lögskipuðum formum við þanu mokstur, en það þykir þeitn nú of mikið ihald þeim rauðu. Fyltust þeir miklum ofstopa á fundinum út af aðfinslum oddvita og samþykt hafnarnefndar. Gekk Vilmundur þar fram fyrir skjöldu og bar fram til hefnda svofelda tillögu, er samþykt var með 5 atkv. gegn 2: „Þar sem oddviti bæjarstjórnar hefir notað aðstöðu sína til að ávísa úr Hafnarsjóði í algerðu heimildarleysi kr. 495.80 fyrirgæslu og vinnu við m. k. Norden VII, sem hafði verið hér kyrsettur af einstökum mönnum, en síðar seld- ur á uppboði 20. des. f. á. og var þá í umsjá oddvita sjálfs, sem uppböðshaldara á ísafirði, ineðan skipið eigi var afhent hæst- bjóðanda, en aldrei á vegum hafn- arinnar, samþykkir bæjarstjórnin að víta um leið og hún krcfst þess aö oddviti greiði fé þetta þegar í stað aftur Hafnarsjóði á- samt 6°/ó vöxtum". Saiiuleikuriiut í þessu máli er sá, eftir þvi sem oddviti skýrði frá, að m.k. Norden átti ógreitt útsvar tii bæjarlns, og kyrsetti oddvhi Ltdiui vegna þessaja 0- greiddu bæjargjalda) og dóm- krafa einstakra manua.. Lá skipið ltér viö bæjarbryggjuna. Nú komu kvartanir um það frá framkvæmda- stjórn lt.f. Djúpbáturinn, að m.k. Nordcn lægi í vegi fyrir Dji'ip- bátnum og íór hún fram á að hann yrði færður, og sneri fram- kvæmdastjórinn sér að lokum~t.il form. hafnarnefndar, bæjarfóget- ans, með þessa kröfu. Bauð fógeti bryggjuverði Eiríki Einarssyni að flytja bátinn á öruggan stað, en hann gerði það á þann hátt, að hann draslaði honum á grunn yf- ir á Torfnesi og skildi við hann þar á hliðinni, svo sjór féll í hann. Þótt þetta bryggjuvarðarembætti, sem er launað með 1500 krónum, sé stofnað sem bitlingur, og end- urgjald fyrir eitt atkvæði meiri- hlutans í bæjarstjórn, en að öðru leyti tii lítils gagns, ber þó hafn- arsjóður ábyrgð á axarsköftum mannsins, slíkum sem þessu með m. k. Norden, því að natninu er hánn starfsmaður bafnarinnar. En það cr til Uæmis um það, hvernig haun skilur stöðu sína, aó hann gteiddi alkvæði með því að vita oddvita fyrir að bæta fyrir axar- sköft hans. Að sjálfsögðu gerði oddvitikröfu um það í uppboðsréttinum, þegar rn. k. Norden var boðinn upp, að flutningskostnaður þessi yrði greiddur af uppboðsandvirðinu, en andvirðinu er ekki enn skift. Að sjálfsögðu samþykti meiri- hlutinn einnig að Finnur héldi þessum skildingum, sem hann hafði krækt s'ér í i'ir hafnarsjóði. Fundur 23., f. m. I. Fjárhagsáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 1928 tekin til síðari um- ræðu. Var hún samþykt með nokkrum breytíngum eftir tillögu M. Ásgeirssonar, hvað hina ein- stöku tekju- og gjaldaliði snerti, án þess þó að samanlagðir tekju- og gjaldaliðir áætlunarinn- ar brejdtust nokkuð. II. Fjárhagsáætlun ísafjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1928. Fyrri umræða. ¦ Svohljóðandi tillaga kom frá Stefátii Sigurðssyni og% Jóhanni Bárðarsyni. „Vegna þess að uppkast að fjár- hagsaætlun bæjarins fyrir n. k. ár hefir eigi fylgt fundarboði því, er boðar fyrri umræðu þessa máls og bæjarfuiltrúarnir þar með svift- ir "þeim tíma til Undirbúnirgs og athuguuai á áwUuninni, sem sam-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.