Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.12.1927, Síða 1

Vesturland - 08.12.1927, Síða 1
VESTURLAN D Ritstjóri: Signrður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 8. desember 1927. 43. tölublaO. Þór. |Jann 15. f. m. kom varðskipið t>ór inn hingað til ísafjarðar og tók liér kol og vatn. Hafði skipið tveim nóttum áður komist í kast við togara hér i Djópinu. Var togari sá að veiðum inni í landheigi Ijóslaus, og hafði málað og breitt yfir nafn og númer. bór komst í færi við togarann og skaut á hann mörgum skotum, en togarimi losaði sig við vörp- uua, setti á fnlla- ferð, og slapp frá varðskipinu, cr aldrei komst svo nálægt togaranum, að skip- stjóri vildi láta skjóta á sjálft skipið. Er skiljanlegt að varðskips- stjóri forðist í lengstu lög að eiga jtað á hættu, að slasa cða drepa saklausa menn, því tíðast mttnu togaraskipstjórar einir ráða því, að þrjóskast er við varðskipin. Væri hér mál fyrir leiðtoga sjó- mannafélaga í löndum þeim, er eiga hlut að máli, til að láta til sín taka, er einn maður stofnar lífi allrar skipshafnar sinnar í ltáska, að yfirlögðu ráði, til þess að komast hjá að bera ábyrgð gjörða sinna. betta er svo sem ekki í fyrsta sinni, sem Þór verður fyrir skap- raun, sömu og þessari. Á s. 1. vori bar eins að og f þetta sinn og með söniu úrslitum. Og alls hefir Þór á þessu yfirstandandi ári 6 sinnum rnist lögbrjóta vegna gangleysis, og að minsta kosti í tvö skiftin þrjá í senn. Auk hins beina fjárhagslega tjóns, sent landhelgissjóður bíður af þessunt sökum, er hitt tniklu alvarlegra, ef landhelgisbrjótar, innlendir og útlendir, verða þess fullvísir, að þeir þurfi ekki veru- lega að óttast nema annað ís- lenska varðskipið. Og þegar það er athugað, að landhelgisbrjótur er varla staðinn svo að verki, að ekki horfi á það fjöldi annara skipa, þá er ekki á öðru von, en að hinir læri fljótt, hvernig þeir þurfa að haga sér, til þess að sleppa frá varðskipi, sem svo er gangtregt, að i öllum þeim tog- araflota innlendum og útlendum, sem stundar veiðar hér við land, finst ekki eitt einasta skip, er ekki hafi miklu tneiri ganghraða. Þetta er líka þegar að koma í Ijós. Hver maður getur séð, hvert gagn er að landhelgirvörnum með skipi, setn lögbrjótarnir cru bættir að óttast nema að nokkru Ieyti, sam- anborið við það, ef í lilut á skip, sem fært er unr að draga hvern sökudólg fyrir lög og dóm. Hitt itiunu tttenn og skilja, hver áhrif það tnuni hafa á áhugasaman inann, er að strandvörnum vinn- ttr, að ntissa úr höndum sér hvern lögbrjótinn af öðrum, og fá ekki öð gert. Þing og stjóm verða að kippa þessu í lag þegar í stað, og láta smíða nýtt og hraöskreitt skip í stað Þórs. Hann hefir veriö land- lielgissjóði sá fjárplógur síðan far- ið var að nota hann til strand- varna, að vel sómir að hann sé vngdur upp með nokkrum hluta þess fjár, er hann liefir aflað sjóðn- unt. En sjálfur er hann keyptur svo ódýrt, að landið hefði vel ráð á að leggja ltann niður, þótt ekk- erl fengist fyrir hann. En þess þarf þó ekki, því vel má nota hann sem björgunarsldp á vetrum eins og hér til, en á sumrum t. d. til fiskirannsókna, eða þá tii upp- mælinga kringum landiðT Á tnæl- ingum þessum er svo rik þörf, að ekki má á frest skjóta. Landhelgissjóður er svo vel birgur, að þann þarf ekki að taka það nærri sér að fá landinu ann- að strandvarnarskip, og væri því ekki sæmandi að láta það drag- ast, slík höfuðnauðsyn sem það er, öllutn þeim er sjó stunda frá þessu landi. Frá bæjarstjárn Tveir bæjarstjórnarfundir voru haldnir í siðastl. mánuði, ann- ar þ. 1U. cti liinn þ. 23. Á fyrra fundiiuim vortt allmörg mál á dagskrá, ett langmestar untræður urðu utn fundargerð hafnarnefnd- ar, og þó einkum IV. lið hennar. Bókun Hafnarnefndar er á þessa leið: „Bæjarfógeti tjáði nefndinni að Finnur j'ónsson hefði fengið á- vísað úr Hafnarsjóði kr. 250 i ferðakostnað til Rvíkur og kr. 150 I símakostnað vegna Neöstakaup- staðarkaupanna án þess að fá samþykki formanns Hafnarnefnd- ar, enda engin samþykt i bæjar- stjórn fyrir því að veita fé í þessu skyni. Finnur oddviti því ástæðu til að víta þetta, sérstaklega fyrir þá sök, að starfsstúlkan, er af- greiðir ávísanir á Hafnarsjóð, kveðst ekki myndi hafa gert það án þess að tala við oddvita og fá samþykki lian's, ef að bæjarfull- trúinn hefði ekki sagt henni, að þetta væri samkvæmt bæjarstjórn- arsamþykt. Finnur Jónsson gaf þær upp- lýsingar, að sér hefði verið falið með fundarsamþykt þ. 15. mars s. 1. að leita samþykkis stjórnar- ráðsins til Neðstakaupstaðarkaup- anna. Hafi hann gert það á þann iiátt, sem hann áleit tryggilegast- an til að kotna málinu fram, og þessvegna farið til Reykjavíkur á fund stjórnarráösins, og gert þaö f samráði við flokksmenn sina samkvæmt áðurnefndri bæjar- stjórnarsaniþykt. Hérmcð tilkynnist vinum og vandamönnum, að elsku litli drengurinn okkar Baldur, andaðist þann 26. f. m. Bolungarvik, 1. des. 1927. Guðrún Pálniadóttir, Sveinn Halldórsson. Svohljóðamli tillagá kom frá Matthíasi Ásgeirssyni: „Þar sem upplýst er, að eitgiu hafnarnefndar- eða bæjarstjórnar- samþyki er fyrir framangreindum greiðslum til bæjarfulltrúans, krefst nefruiiii að fulltrúimi endurgreiði ltafnarsjóði upphæðina." Tiilagan borin undir atkvæði með nafnakalli. Já sögðu; Matthías Ásgeirsson. Bárðttr Tómasson. Oddviti. Nei sagði: Jórias Tómassou. Finmtr Jóttsson greiddi eigi at- kvæði. Tillagan þannig samþykt með 3 atkv. gegn einu.“ Það er augljóst, að Finnur Jóns- son heíir notað fjatveru fógeta og fulltrúa hans til að pretta út ávísanir á hafnarsjóð bjá starfs- stúlku á skrifstofu fógeta. Auð- ,vitað ltafa þeir raiiðtt i bæjar- stjórninni atkvæðamagn til að tnoka svo mikltt sem þeir vilja úr sjóðum bæjarins til gæöinga sitina, en eðlilegt er, þótt ekki verði við slíku gert, að ^oddviti haldi fast við það, að fylgt sé að minsta kosti lögskipuðurn forinum við þaim mokstur, en það þykir þeitn nú of mikið ihald þeim rauðu. Fyltust þeir miklum ofstopa á fundinum út af aðfinslum oddvita og samþykt ltafnarnefndar. Qekk Vilmundur þar frani fyrir skjöldu og bar fratn til hefnda svofelda tillögu, er samþykt var með 5 atkv. gegn 2: „Þar sent oddviti bæjarstjórnar hefir nolað aðstöðu sína til að ávísa úr Hafnarsjóði í algerðu lteimildarleysi kr. 495.80 fyrirgæslu og vinnu við m. k. Norden VII, setn hafði verið hér kyrsettur af einstökum mönnum, en síðar seld- ur á ttppboði 20. des. f. á. og var þá í ttmsjá oddvita sjálfs, sem uppböðshaldara á ísafirði, nieðan skipið eigi var afhent liæst- bjóðanda, en aldrei á vegum hafn- arinnar, samþykkir bæjarstjórnin að víta um leio og híin krefst þess að oddviti greiði fé þetta þegar í stað aftur Hafnarsjóði á- saml 6% vöxtum". Satmleiktiiintt í þessu tnáli er sá, eftir þvi sem oddviti skýrði frá, að tn.k, Nordett átti ógreitt útsvar tii bæjarírts, og kyrsettí oddviti hdun vegna þessara ó- greiddu bæjargjalda) og dótn- ktafa einstakra mamia. Lá skipið ltér við bæjarbryggjuna. Nú komu kvartanir um það frá framkvæmda- stjórn lt.f. Djúpbáturinn, að m.k. Norden lægi í vegi fyrir Djúp- bátnum og fór liún fram á að ltann yrði færður, og sneri fram- kvæmdastjórinn sér að lokum jtil form. hafnarnefndar, bæjarfógel- ans, rneð þessa kröfu. Bauð fógcti bryggjuverði Eiriki Einarssyni að flytja bátinn á öruggan stað, en liann gerði það á þann hátt, að bann draslaði hontim á grunn yf- ir á Torfnesi og skildi við hann þar á bliðinni, svo sjór féll í hann. Þóttþetta bryggjuvarðarembætti, sem er launað tneð 1500 krónum, sé stofnað sem bitlingur, og end- urgjald fyrir eitt atkvæði meiri- blutans í bæjarsljórn, en að öðru leyti tii lítils gagns, ber þó hafn- arsjóöur ábyrgð á axarsköílum mannsins, siíkum sem þessu með m. k. Norden, því að natninu er hann starfsmaður hafnarinnar. En j>að er til dæntis um það, hveruig haiin skilur stöðu sína, aó háun greiddi atkvæði með því að vita oddvita fyrir að bæta fyrir axar- sköft hans. Að sjálfsögðu gerði oddvitikröfu um það í uppboðsréttinum, þegar tn. k. Norden var boðinn upp, aö flutningskostnaður þessi yrði greiddur af uppboðsandvirðinu, en andvirðinu er ekki enn skift. Að sjálfsögðit samþykti meiri- hlutinn einnig að Finnur héldi þessum skildingum, sem hann bafði krækt sér í úr hafnarsjóði. Fundur 23., f. m. I. Fjárhagsáætlun ltafnarsjóðs fyrir árið 1928 tekin til síðari um- ræðu. Var hún samþykt með nokkrum breytingum eftir tillögu M. Ásgeirssonar, hvað hina ein- stöku tekju- og gjaldaliði snerti, án þess þó að samanlagðir tekju- og gjaldaliðir áætlunarinn- ar breyttust nokkuð. II. Fjárhagsáætlun ísafjarðar- kaupstaðar fyrir árið 1928. Fyrri uttiræða. - Svohljóðandi tillaga kom frá Stefáni Sigurðssyni og' Jóhanni Bárðarsyni. „Vegna þess að ttppkasf að fjár- hagsáæthm bæjarius fyrir n. k. ár hefir eigi fylgt ftmdarboði því, er boðar fyrri ttmræðu þessa máls og bæjarfuiltrúarnir þar með svift- ir 'þeitn tínia til undirbúnirgs og í athuguuar á áæUunmni, §wn sam-

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.