Vesturland

Årgang

Vesturland - 21.12.1927, Side 1

Vesturland - 21.12.1927, Side 1
VESTURLAND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. ísafjörður, 21. desember 1927. 45. tölublað. ísafjarðar bíó. Kútter Stormsvalan sjómannasaga í 8 þáttum, eftir: Reginald Barker. Aðalhlutverk leika: Robert Frazer, Barbara Bedford, Renee Adoree. „Stormsvalan“ er einhver sú lang vinsælasta mynd, sem sýnd hefir verið hér á landi. Sýnd annan jóiadag kl. 7 og 9. Aðgöngumiða á 2.00 má panta í sima 126 á aðfangadag og í síma 6 á annan eftir kl. 4. BARNASÝNING á annan jóladag kl. 5. Sýnd myndin B. B. B. með Stóra og Litla. Aðgangur fyrir börn 0.50. GLEÐILEG JÓL! 0 m il s tr 5 APÓTEKINU fæst: Allskonar kryddvörur ^ í pökkum og' lausri vigt. Eggjapúlvei9, Gerpúlver og alt sem til bökunar lýtur. SÆTSAFT. SuÖu- og' Atsúkkulaði, Kakaó, Konlect. Brjóstsykur o.. m. 11. Á APÓTEKINU er best að versla því þar eru vörurnar ódýrastar og bestar. Virðingarfyllst Gunnar Juul. igimigiigiiciiamEaam a Hnífsdalsmálið. Frh. Tvær greinar í Tímanum. [í síðasta blaði var gcrð að umtals- efni grein i Tiiyanum 12. f. m. um Hnlfsdalsmálið, en nú verður vikið að hinni greininni, sem þar er nefnd, og liöf. (einn ráðherranna) kallar: „Morð- tilraun við skipulag þjóðfélagsins.“] Fleiri og fleiri íslendinguiu er nú að skiljast það, að fyrir dyrum stendur hér á landi hörð barátta um frelsi íslands og íslensku þjóð- arinnar. Ekki einungis um fjár- hagslegt og pólitískt frelsi íslenska ríkisins gagnvart öðrum ríkjum, heldur einnig, og engu síður, um frelsi þjóðarinnar sjálfrar. Þessi barátta, sem raunar er þegar hafin, mun standa milli þjóðernissinnaðra og frjálslyndra manna annars vegar, en hins veg- ar lýðkúgunar- og afsalsmanna: rauða sambandsins. Hreinskilnari og ofstopafyllri hluti rauða sambandsins hefir þeg- ar kveðið uppúr með það, að hann vill skifta landinu með öðrum þjóðum, og hefir þegið stórfeldar erlendar fémútur til að flytja kenn- ingar sínar. Þar á móti hagar und- irförullli hluti sambandsins, Tíma- forkólfarnir, sér alt öðruvísi. Þeir hafa kafbátasnið á sinni baráttu. Draga upp friðarfána, þegar þeir eru á yfirborðinu, en styðja í öllu viðleitni hinna, þegar færi gefst, sbr. framkomu þeirra i sendiherra- og Spáuarfulltrúamálunum, tilboð þeirra til Norðmanna og leyfi til handa Bretum til fiskiveiðaréttinda hér við land og notkun landsins í sambandi við það. Og þeir reyna að ná markinu í lýðkúgunaráttina gegnum skuldaflækju og samá- byrgð. Tímaforkólfarnir bíða tækifæris. Þeir vita að aldarandinn er ekki enn svo mótaður, að leggja megi á þjóðina fullnaðarfjötra. Hún mundi slíta þá. Þeir gera tilraunir i smærri stíl. Skýlaus vilji Alþingis er brotinn í nokkrum atriðum, sbr. lærði skólinn á Norðurlandi og lögreglumennirnir fjórir. Lög- um frá Alþingi er traðkað, eins og þau hefðu aldrei verið til, sbr. lögin um varðskipin. Þegar svo þing og þjóð eru búin að þola það nokkrum sinnum átölulítið eða átölulaust, að þingið sé virt að vettugi, og stjórnskipunarlög lands- ins sniðin í hendi eða brotin, er e. t. v. tíminn kominn og tækifærið til að gera löggjafarstofnunina, Al- þingi, að aðeins tillögubærri sam- komu, sem bíður afmáunar, og dómstólana að rússneskri téku. Einhver viðbjóðslegasti þáttur- inn í atferli Timaforkólfanna er yfirdrepsskapurinn, friðarfáninn á kafbátnum. Áberandi dæmi um þetta er eftirfarandi kafli úr á- minstri Timagrein: „Um öll tnenningarlönd mun svo vera litið á, og svo hefir verið litið á öldum saman, að einhverjir alvarlegustu glæpir sem framdir eru í þjóðfélaginu, séu þeir, sem eru framdir gegn sjálfu skipulagi þjóðfélagsins. Þyngstar refsingar hafa jafnan verið lagðar gegn slíkum glæp- um. Þjóðfélagið hefir jafnan tek- ið til hinna allra hörðustu ráð- stafana til þess að verjast slik- um glæpum. Afkoma allra þegna innan þjóðfélagsins er því svo mjög háð að grundvelli þjóð- félagsins sé ekki raskað, og ef honurn er raskað, þá blasir við sá glundroði, sem útilokar alt réttaröryggi — að hver einasti heiðarlegur borgari verður að krefjast þess mjög ákveðið, að reynt sé með liinum tryggustu aðferöum að hindra glæpi gegn sjálfu þjóðfélaginu". Það sem Tíminn (stjórnin) þarna segir, er einmitt það, sem íhalds- menn hafa haldið fram, og átt í höggi um við rauða sambandið undanfarin árM)g nú lætur Tim- inn sem þetta sé sitt hjartansmál. En hvað er það, sem landstjórnin er á sama tíma að gera? Eru það ekki einmitt þessir „glæpir“ „gegn sjálfu þjóðfélaginu" sem ’fram- kvæmdir eru með því, að stjórn landsins brýtur nýstaðfest lög Al- þingis og traðkar þingviljann? Tíminn segir að það séu glæpir gegn skipulagi þjóðfélagsins, þeg- ar reynt sé að raska þingmanns- kosningu með svikum og fölsun- um. Tíminn hefir sagt margt ósann- ara en þetta. En hvenær hefir hann öðlast þessa skoðun? Fyrir ekki mörgum árum komst það upp, að gerð hafði verið all- víðtæk tilraun til að raska réttri skipun Alþingis samkvæmt þjóð- arviljanum. Var það gert með all- víðtækum blaðastuldum frá and- stæðingum rímamanna. Þessi við- leitni til að raska skipun Alþingis samkvæmt ófölsuðum þjóðarvilja, endaði með stórkostlegfi skjala- fölsun. Voru fölsuð nöfn margra manna í Skaftafellssýslu, alt í þeim tilgangi að koma inn á þing Tímamönnum í stað íhaldsmantia. Það ér órannsakanlegt mál, hverjar aflciðingar þessir glæpir höfðu fyrir skipun Alþingis. En hitt er víst, að Tíminn mintist ekki þá á „glæpi gegn skipulagi þjóðfélagsins". Hann mintist ekki á það einu orði þá, að skjalaföls- un væri glæpur, og allir vita hver ástæðan var. Aðgerðir stjórnarinnar í þessu Hnífsdalsmáli munu lengi verða frægat. Á sama thna, sem hún lætur fara fram stórhneykslanlega „rannsókn“, rannsókn, sem kem- ur fram sem flokksmálfærsla, skrif- ar stjórnin sjálf pólitískar árásar- greinar á andstöðuflokk sinn út af inálinu, greinar, sem fullar eru af blekkingum og beinum ósann- indum. Ráðherrann segir í áminstri Títnagrein, að sá grunur ltafi leg- ið á, að „tölsun á kosningaúr- slitum*) hafi verið drýgð á ísa- firði vestra, við kosningarnar 1923“. *) Leturbreyting liér.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.