Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.06.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.06.1933, Blaðsíða 1
YESTURUN D ísafjörður, 24. júní 1933. 1. tölublað. X. órgangur. Til kaupenda blaðsins. „Vestur!and“ hefur nú göngu sina að riýju, eftir að hafa hvílt sig um stund. Er nú til þess stofnað þann veg, að það geti átt sem lengsta lifdaga. Vegna þess hvérnig ástatt er um prentsmiðju hér í bænum verður að minka stærð blaðsins eins og hér er gjört. En jafn- framt er sú breyting gerð, að blaðið komi oftar út en verið hefir eða um 80 tbl. yfir árið. Verður leitast við, að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttast og skemtilegast aflestrar og hafa inargir góðir menn heitið liðsinni í þá átt. Blaðið vill vinna að heill og framgangi nauðsynjamáia á grund- velli lýðræðis og frjáislyndis, en laust við ofstæki og stéttahatur. Einkum mun blaðið taka bæjar og héraðsmál til rækilegrar um- ræðu. Á þeitn alvöru og þrenginga- tímum, sem nú standa yíir, er það knýjandi nauðsyn að • þjóðinni verði ljós sá sannleikur, að við íslendingar erum fyrst og fremst bræður og systur, sem verðum að vinna samhuga og hönd i hönd tii þess að sigra þá erfiðieika sem yfir standa og óhjákvæmilega eru fram undan fyrsta sprettinn. Við Vestfirðingar ættum ekki sízt að vera minnugir foringjans ógleymanlega, Jóns Sigurðssonar, sem við heiðrum í dag. Sé starfað í hans anda mun þjóðinni vel vegna. H. júní 1933. Arngr. Fr. Bjarnason. Næsta blað kemur út næstk. miðvikud. Augl. séu komnar fyrir þriðjudagskvöld. ísfírdingarl Með breytingu á stjórnarskrá hins íslenzka ríkis, sem gjörð var á siðasta aiþingi hefir alþingi nú verið rofið og stofnað til nýrra kosninga, sem fram eiga að fara 16. júlí næstkomandi. Við þessar kosningar hefi eg, eftir tilmælum margra kjósenda gefið kost á að vera f kjöri fyrir ísafjarðarkaupstað. Eftir núgildandi stjórnarskrá eiga þessar kosningar að visu einvörðungu að snúast um þetta mál, breytingu á stjórnarskránni, þvi hún þarf samþykki tveggja þinga til þess að öðlast gildi. En raddir hafa heyrst um að svo geti farið, að á hinu nýkjörna þingi komi fleiri mál til umræðu og úrslita. Jafnvel þótt eg sé ekki allskost- ar ánægður með afgreiðslu stjórnarskrármálsins á nýafstöðnu þingi myndi eg óhikað greiða málinu óbreyttu atkvæði, ef eg ætti kost á. Það er því hin fylsta ástæða til að ganga til þessara kosninga með árvekni og alvöru. Framundan liggja margvísleg og mikilvæg mál, sem leysa þarf, og er að eins þeim mönnum til þess trúandi, sem eingöngu hafa alþjóðarheill fyrir augum, en ekki þurfa að taka tillit ti! sérstakra einstaklinga, félaga eða stétta. Af öllum málum eru þó fjármálin alvarlegust. Á undanförnum árum hefir hag ríkissjóðs hnignað ár frá ári, út- gjöld aukist, skuldir hækkað. — Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn að rétta fjárhag rikisins við jafn- skjótt og þjóðin vill fela honum það verk; ekki með því að auka tolla á nauðsynjavöru eða skatta á fyrirfram lömuð atvinnufyrirtæki, heldur með auknu starfi fyrir minna fé og draga þ.annig úr gjöldum við ríkisbúreksturinn. Með batnandi fjárhag rikissjóðs batnar hagur einstakra héraða og hvers einstaklings. ísfirzkir kjósendur! Stuðlið að þessu með því að kjósa sjálfstæð- ismann á þing. Horfið ekki andvaralausir á, að fjárlög séu þing eftir þing afgreidd með miljóna tekjuhalla. Horfið ekki aðgerðalausir á, að þing eftir þing verði að afgreiða fjáraukalög, sem nema miljónum króna. ísafirði, 22. júní 1933. Jóh. Þorsteinsson. Tvær stefnur. Jafnaðarmenn hafa á mörgum undanförnum þingum borió fram frumvarp um einkasölu ríkisins á saltfiski allskonar. Sem betur fór hafa þeir ekki getað tælt nógu marga Fram- sóknarmenn til fylgis við þetta frumvarp. Hinsvegar gekk þeim betur að fá Framsóknarþingmenn til að koma á fót einkasölu á síld. Útgerðarmenn mynduðu á síð- asta ári talsvert almenn samtök um sölu fiskjarins. Það er vert að athuga hvernig þessar tvær stefnur, einkasalan og frjáls sam- tök hafa reynst. Einkasalan á sild reyndist þann- ig, að sjómenn og útgerðarmenn fengu sílækkandi verð fyrir síld- ina. Seinasta árið sem einkasalan stóð fengu sjómenn og útgerðar- menn greiddar aðeins 2 krónur fyrir hverja tunnu síidar. Sama ár fengu norskir sjómenn og útgerð- armetin 9 krónur fyrir hverja tunnu síldar veiddrar við ísland, þó er álitið að síld sem söltuð er á

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.