Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.06.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.06.1933, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Hjartkærar þakkir fyrir auðsýnda alúð og hlut- tekningu við andlát og jarðarför Árna Sigurðs- s o n a r fiskimatsmanns. Aðstandendur. skipum úti sé mun lakari vara, en sú sem verkuð er á landi. Við reikningsskil sýndi það sig að einkasalan gat ekki einu sinni greitt þessar tvær krónur því nú er það upplýst orðið að einka- salan hefir tapað á þessu sfðasta ári um 1 miljón króna og þó greitt fyrir sildina aðeins um 500 þús. kr. Til þess að einkasalan hefði haft fyrir útgjöldum hefðu sjómenn og útgerðarmenn þurft að gefa um 2 kr. með hverri síldartunnu sem þeir afhentu henni tii sölu. Mesta tjónið sem sildareinka- salan hefir unnið sildarútgerðinni er þó það að hún eyðilagði síldar- markað íslendinga i Svíþjóð, þar áttum við fastan og ábyggilegan markað jyrir um 230 þús. tunnur á ári. Það tjón er óhætt að meta í tugum milj. á næsta áratug. Finnur Jónsson o. fl. hálauna- gfrugir menn vildu halda þessu ástandi við, í von um fram- kvæmdarstjórastöður? Tr. Þórhallsson gaf út bráða- birgðarlög um afnám einkasöl- unnar. Jafnaðarmenn voru þeir einu þingmenn i neðri deild Al- þingis, sem vildu halda ósómanum áfram. Framsóknarmenn skömm- uðust sin fyrir að hafa látið glepj- ast og urðu sárfegnir að losast við einkasöluna. í saltfisksölunni höfum við ávalt fengið sama verð og keppinautar okkar, Norðmenn, oft hærra verð. Sfðustu fjögur árin hefir fram- leiðslan verið meiri en markaður er fyrir í Suðurlöndum. Afleiðing- in varð sú að framboð varð meira en eftirspurn, verðið lækkaði óeðli- iega mikið og til þess að geta selt fiskinn sem fyrst fóru menn að senda hann til umboðssölu í markaðslöndunum, við það lækk- aði verðið enn meir. Til þess að ráða einhverja bót á þessu gerðu fiskeigendur allvið- tæk samtök um sölufyrirkomu- iagið. Fisksölusamlög voru mynduð í öllum landsfjórðungum og sölu- samband stofnað í Reykjavik. Af- leiðingin varð sú að fiskverðið hækkaði að mun og smáfram- leiðendur fá sama verð fyrir vöru sömu tegundar og þeir stærstu, sem geta flutt út í heilum skips- förmum. Þetta er gleggsta dæmið og stærsta sem við íslendingar höf- um um mismun rikiseinkasölu og framtak einstaklinga. Jón Auðunn. Samvinnan. Sjálfstæðiskjósendur vorumargir óánægðir þegar þingflokkurinn tók upp samvinnuna við Framsókn og lét ráðherra i stjórnina. Fyrsti ár- angur þeirra samvinnu er nú feng- inn með lausn stjórnarskrár- og kjördæmamálsins, enda þó sú lausn sé ekki uppfylling á kröfum okkar Sjálfstæðismanna, þá verð- ur henni tekið sem gleðilegri rétt- arbót, einkum þar sem hún fékkst fyrir samvinnu þessara flokka. Rikislögreglumálið hefir og ver- ið leyst með samvinnu þessara flokka. Enn er eitt stórmál sem von var um að leysa mætti með sam- vinnu við Framsóknarflokkinn og það er fjárhagsmálið. Því miður hefir ekki tekist að leysa það mál. Hinsvegar hefir fengist nokk- ur bót á þvi ófremdarástandi sem rikti i tlð fyrverandi stjórnar. Sam- steypustjórnin hefir að vfsu haldið sér við fjárlögin og ekki eytt um- fram leyfi þingsins, en við Sjálf- stæðismenn hefðum vænst að hún gerði tillögur, þegar á siðasta þingi, um samfærslu og sparnað í starfsmennahaldi ríki§ins og veru- lega niðurfærslu á launum hinna hæstlaunuðu starfsmanna. Þetta hefir brugðist að þessu sinni, en þvi er ekki að leyna, að fáist ekki leiðrétting á fjárhagsmálunum, á þann eina hátt sem framkvæm- anlegur er, það er með lækkun útgjaldanna, og það fyrst og fremst með samfærslu og launa- lækkun hinna hæstlaunuðu, þá verður erfitt um samvinnu við Sjálfstæðisinenn, því við erum sannfærðir um, að stefnt sé I fulla ófæru, ef ekki er tekið í taumana. Þar sem augu margra Fram- sóknarm. hafa nú opnast fyrir skaðsemi óhófseyðslu undanfar- inna ára ætti að vera full von um að þessir flokkar geti unnið að endurreisninni i sameiningu. Jón Auðunn. Ný íslenzk iðngrein. Skúli Pálsson (Rósinkranzsonar frá Kirkjubóli í Önundarfirði) fór utan til Noregs á s. 1. hausti í þeim erindum að læra veiðarfæra- gerð, en er þangað kom fékk hann hvergi ásjá um lærdóm. Skúli lét þó ekki hugfallast, þótt við þröng og örðug kjör ætti að búa, heldur leitaði allra upplýsinga um mál þetta, sem hann náði til. Kom svo ráði hans, að hann festi kaup á vélum til línu- og tauma- gerðar og réði til sin norskan mann, sem starfað hefir við þes«a iðn 20—30 ár. Vélarnar komu til Reykjavikur fyrir um 3 vikum siðan og eru nú uppsettar og um það bil að taka til starfa. Hygst Skúli að búa til fyrst I stað aðallega línur og tauma. Áður en Skúli fór utan Ieitaðist

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.