Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.06.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 24.06.1933, Blaðsíða 3
VBSTURLAND________ 3 Nýja tollhækkunin á kaffi, sykri og kaffib. gekk í gildi 2. þ. m. Seljum með gamla verðinu, meðan birgðir endast Verzlunin ,Björninn‘, Ól. Kárason. J|llllll!IIIIIIIIIIIIIIIHi:illllllllljllllll||||||ill|||!l||!l||||||||||||||||||||l||||||||u I Vesturland. | g Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. j g Ritstjóri: Arngr. Pr. Bjarnason. g H Utkomud.: miðvikud. og laugard. §- Verð til áramóta 4 kr. if H Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. 3 Augl.verð 1.50 cm. eind. jg Stærri augl. eftir satnkomulagi. = ^liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiF hann fyrir um opinberan styrk, en fékk enga áheyrn. Siik eru kjör þeirra, setn ryðja vilja braut ís- lenzkum iðnaði. Þegar vörur þessar koma á markaðinn verður aftur vikið að þessu þarfa máli. Árni Sigurðsson flskimatsmaður lézt hér i bænum 15. þ. m. Hann var fæddur i Reykjavík 22. nóv. 1858 og fiuttist hingað 1890 og . hefir dvalið hér samfleytt siðan. Fram að árinu 1910 stundaðiÁ. S. jafnan seglasaum á vetrum; hafði lært þá iðn og var oft við hana kendur. 1910 var hann skipaður fiskiinatstnaður og stundaði það starf fram á siðustu ár. Árni var fróöur maður og glaðiyndur; trúr og grandvar i öliu dagfari. Hann giftist eftiriifandi ekkju sinni, Sig- tíði Sv. Sigurðardóttur, á Flateyri 7. seft. 1888. Bignuðust þau hjón 8 börn og eru þessi 4 á lifi: Árni Jón, féhirðir í útbúi Útvegsbank- ans hér, Gróa, forstöðuk. eliiheim- ilisins, Ásgeir, vélstj. á varðskipinu Óðni og Sigriður, gift A. Sörensen úrsmið hér. Auk þess óluþau hjón upp 5 fósturbörn að meiru eða minna leyti. Með Árna er til moldar hniginn merkur borgari og vel látinn, sem ekki er einungis sárt saknað af vinum og vandamönnum, heldar af öllum þeim sem þektu hann. Kvcnnfél. Brautin í Boi.vik lieldur fjölbreytta skemtun á morg- un, m. a. skemtir Karlakór ísa- fjarðar með söng. Tiivalin skemti- ferð fyrir ísfirðinga. Fréttip. íþróttamál. Sundnámsskeið hófst í Reykja- nesinu 18. þ. m. Sækja það 45 nemendur, 33 piltar og 12stúlkur. Kennari Viggó Nathanaelsson. Sundnámsskeið i Bolungavik hófst nýl. og eru þar 60 nemendur, 50 piltar og 10 stúlkur. Kennari Gísli Kristjánsson. Ákveðin eru 2 önnur námsskeið og bæði þegar fullskipuð. Einnig er i ráði að hafa námsskeið i haust fyrir sjómenn. Ben. G. Vaage, forseti íþrótta- samb. íslands, var hér á ferð með e/s ísland 21. þ. m. Hefir hann verið á ferð norðanlands á vegum Sambandsins til útbreiðslu iþrótta og hefir sýnt þar kvikmynd af björgun á sundi og lífgunartilraun- nm. Var mynd þessi sýnd í Bíó fyrir alm. á miðvikudkv. við góða aðsókn og aftur á fimtud. ókeypis fyrir nemendur skólanna. Útbreiðsla íþrótta og ekki sízt sundlistarinnar hefir svo mikið menningargildi, að skylt er að allir styðji þá starfsemi og er það gleðilegur vottur hve vel þar mið- ar áfram. En betur má,ef duga skal. Knattspyrnumót 1. flokks fór fram á iþróttavellinum í gær- kveldi. Kept var um verðlaunagrip gefinn af E. O. Kristjánss. guflsm. og sem kept var um í 1. sinn 1921 og vann Knf. Hörður þá gripinn svo og næsta ár. 1926 var knf. Vestri stofnað og kepti það ár við Hörð um gripinn. Sigraði Hörður þá enn og einnig þrjú næstu á', en tvö siðustu árin hefir Vestri unnið gripinn. Nú fóru leikar svo að félögin skildu jöín; fengu bæöi 1 mark. Önnur félög keptu ekki. Fræðslusjóður Nauteyrarhrepps. Aðstandendur frú Jónu Fjalldal á Melgraseyri hafa myndað sjóð til minningar um hana nieð þessu nafni. Er sjóðnum ætlað það hlut- verk, að styðja fátækbörn í Naut- eyrarhreppi til menningar. Er það nytsemdarverk mikið, að fjölga gagnleguui sjóðstofnunum í þessu fjárvana landi. Aflalaust á lóðir má heita hér vestra, en afli á handfæri fremur góður en litið stundaður nema af Súgfirðingum, sem flestir stunda handfæraveiðar i sumar. Túnsláttur er um það að byrja alment. Grasspretta óvenju góð. Nokkrir bændur byrjuðu að slá um miðjan mán. Í Hvamini f Dýraf. var hluti af túninu sleginn 1. júnf. Ágæt stofa fyrir einhleypa til leigu strax. Guðm. Pétursson. Dugleg kaupakona óskast strax á gott heimili i Húnavatns- sýslu. Upplýsingar hjá ritstj. Ágætur dúnn til sölu. r. v. á. Líftryggið í flndvöku dýrmætustu eign yðar, starfsþrckið og lifið. Umboðsmaður Helgi Guðnmndsson Silfurgötu 5, ísafirði. Karlakór ísafjarðar fer í skemtiför til Bolunga- víkur kl. 1 á morgun, frá bæjarbryggjunni. Sjá götuauglýsingar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.