Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 28.06.1933, Qupperneq 1

Vesturland - 28.06.1933, Qupperneq 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 28. júní 1933. 2. tölublað. Sparnaður og Öllum hugsandi mönnum verður það sifelt meira og meira áhyggju- efni, hvernig Alþingi býr að fjár- hagsmálum þjóðarinnar. Og vart múnu irienn hittasttii umræðu um stjórnmál, svo að fjármálin ekki beri á góma og hvcrsu nauðsyn- legt og sjálfsagt sé að spara. Og þessi háværa krafa kjósend- anna hvíiir á svo sterkum rökum, að henni verð'ir ekki hrundið. Fyrst þeirri ástæöu, að án stór- kostlegs sparnaöar á öllu opinberu fé þjóðarinnar er steínt í botniausa glötun, ef ekki er snögglega kipt f tauma'ia. Hin áslæðan er sú, að á þess- um síðustu árum hefir mikill hlutí þjóðannnar, fyrst og fremst bænd- ur lancisins, orðið að spara (og gert þaö án íiauðungar) til þess að fleyta sér áfram, vegna hins gifurlega veröíails á iandbúnaðar- afurðum. Og eins og bændunum hefir tekist þetta, (þvi það mun undan- tekning að bændur hafi safnað skuldum tvö siöustu árin) getur þjóðinni i heiid tekist það og los- að sig við drápsklyfjar af ónauð- synlcgum böggum. Sparnaðurinn er því staðreynd, en engin bábilja. Því furðulegra virðist það, að flestir eða allir, sem við opinber mál fást, tali um sparnað og lofi sparnaði, en efndirnar verði engar. Sé þó nánar aðgætt verður þetta þó skiijanlegt. Það er þjóðin sjálf sem f þessu efni hefir útstrykað með annari hendinni það scm húu hefir krafist með hinni. Sem fulltrúa sína á Alþingi hefir ’húrí valinn svo mikinn hóp fast- launaðra manna og billinga dýra, að engin von er um nokkurn sparnað meðan þeir ráða. Eru nú komin 4 tekjuhallaár f launafarganið. röð og samanlagður tekjuhalli þeirra um 11 miljónir. Á sfðustu þingum hefir nær þvi helmingur þingmanna verið fastir embættis- og sýslunar-menn, þar á meðal 7 bankastjórar. Sumir þess- ara manna hafa mörg embættiog öll sæmilega vel launuð eins og Vilmundur Jónsson landlæknir. Enda komast engir lengra í fjár- plógsferðum sínum hjá því opin- bera en jafnaðarmenn. Á tvejmur siðustu þingutn hefir af hálfu Sjálfstæðisfiokksins verið gerð sterk átök um að fá leiðrétt- ing þessara máln með þvi, að lækka laun hinna hæztlaunuðu og fella niður óþörf embætti. En úr- lausnin strandaði á mótspyrnu jafnaðarmanna og megin-hluta Framsóknarflokksins, sem ekki vildu missa spón úr aski gæðinga sinna. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins hafði þingm. Borgfirðinga, P. Otte- sen, forgöngu um þessi mál. Skulu hér á eftir rakin nokkur dæmi, er hann dró fram um launagreiðslur ríkisstofnana þeirra, sem komið hefir verið á af verzlunarfélagi jafnaðarmanna og Framsóknar á siðustu árum. Er fjárbruðlið hjá þessum opinberu stofnunum svo mikið. að ókunnuga myndi undra að slíkt gæti átt sér stað. Laun óvaldra manna miklu meiri en embættismanna, sem lengi hafa setið i embættum og miklu til náms kostað, og maður ofan á manni af þessum útvöldu gæðing- um með stuttum vinnutima og frii eftir þörfum og afköstin því eðli- iega lítil eða nær þvi engin. Þetta rotna ástand og spillingu er óhjákvæinil. annað en höggva í. Hvaða réttlæti og samræmi er í þvi, að bændur landsins og öii alþýða veröi alt að spara, jafnvel það nauðsynlega, en einn og ann- ar fiokksgæðingur vaði f fé og ausi út súrum sveita alþýðu. Það má vel vera, að jafnaðar- menn og Framsóknarmenn taki undir og samþykki alt það, sem hér hefir verið rætt um, réttvera, svona fyrir kosningarnar. En reynslan hefir verið og mun verða sú, að jafnan er á herðir, strandar framkvæmd málsins á þeirra fylgi, ef þeir geta komið við að ráða, enda er þarna um einlitt lið að ræða: jafnaðarmenn, kommúnista og Framsóknarmenn. Er jafnvel sagt, að sumir þessara þjóna séu skattlagðir f flokkssjóð fyrir bitanri og er þá enn skiljanlegra að því sé illa tekið, að hann sé minkaður eða tekinn burt af ^matborðinu. Það er nú mest aðkallandi mál- ið, að komið verði lagi á rekstur rfkisins með meiri sparnaði og þar af leiðandi lækkun útgjalda og Sjálfstæðisflokkurinn [stendur ó- skiftur að þeirri baráttu og inun ekki linna fyr en sigri er náð. Hin óvita-stefnan, að hækka sifelt skatta og tolla, sem lenda jafnan á allri alþýðu, þótt öðru sé oft veifað til þess að villa sýn, getur ekki lengur staðist. Ef við fylgjum henni hlýtur að fara fyrir okkur eins og öðrum þjóðum, sem hafa reynt hana. Örbirgðin blasir við og frelsið er glatað. Samanburður á launagreiðslum- embættism. og ríkisstofnana. „Allir forstjórar rikisstofnananna i Reykjavik hafa hærri laun en dómarar í Hæstarétti. Dómarar í Hæstarétti mega engan auka- starfa hafa og eru sviftir ýmsum pólitlskum réttindum (kjörgengi). Þeir hafa 8780 krónur í laun, en forstjóri Skipaútgerðar ríkisins hefir 12065 krónur, eða yíir 3000 kr. hærri laun en dómararnir. Prófessorar við Háskólann hafa í iaun frá 5190—6690 króuur hæst, en forstjóri Landssmiðjunnar

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.