Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.06.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 28.06.1933, Blaðsíða 2
6 VESTURLAND hefir 9000 krónur eöa 3—4000 kr. hærri laun en prófessorar. Forstjóri Tóbakseinkasölunnar hefir um 6000 krónum hærri laun en prófessorar, sem i hæsta launa- flokki eru. Yfirkennarar við Mentaskólann fá 5690 krónur, en skrifstofu manni hjá útvarpinu eru greiddar 7200 kr. Kennurum við Mentaskólann greiðir ríkið 3921 kr., en skrif- stofumaður hjá Skipaútgerð rik- isins fær 6000 kr., eða liðlega 2000 kr. hærri laun en Menta- skólakennarar. Póstfulltrúanum í Reykjavík cru greiddar 4690 krónur, en fulltrúi Landssmiðjunnar fær 7200 kr., eða rúmlega 2500 kr. meira en póstfulltrúinn. Margar rfkisstofnanir greiða starfsmönnum sfnum yfir 6000 kr. föst árslaun, en laun prcsta á landinu eru frá 2500—4600 kr. hæst — eftir brauði og þjónustu- tfma. Verkstjóri hjá Áfengisverslun- inni fær sömu laun og elsti sýslu- maður landsins, sýslumaðurinn i Rangárvallasýslu. Fjórir verkstjórar hjá Lands- smiðjunni hafa hver um sig 5400 kr. föst laun, og auk þess kr. 3.50 um hvern klukkutíma fyrir aukavinnu og munu árslaun þeirra hafa numið alt að 8000 kr., en bókaverðir Landsbókasafnsins fá frá 3565-4693 kr. Foistjórar rfkisistofnananna hafa 10000 kr. og þar yfir, en Lands- bókavörður 6690 krónur." Meðan slíkt óréttlæti rikir i launa- greiðslum, að menn, sem engan undirbúning þurfa til starfans, taka nálega tvöföld laun á við hina sem offra mörgum árum og stórum fjármunum til undirbúnings er erf- itt og ósanngjarnt að færa laun hinna siðartöidu niður. Þær eru seigar ólarnar, sem hið pólitíska samstarf jafnaðar- og Framsóknar-manna hafa hnýtt að hálsi islenzku þjóðarinnar, þeg- ar málaliðinu var raðað við rlkis- jötuna. Það er einmitt þessi mál, sem kjósendur þurfa að íhuga fyrir kosningarnar. N. Héraðsmálin á Alþingi. Það kemur úr hörðustu átt að ísafjarðarbúar brígsla Jóni Auð- unn um ódugnaö i héraðsmálum. Hver var það sem fékk hafnar- iög samþ. fyrir ísafjörð? Jón Auðunn Hver var það sem fékk 75 þús. kr. styrk til byggingar sjúkrahúss á ísafirði? Jón Auóunn. Báðum þessum málum höfðu fyrirrennarar hans reynt að koma íram, en mistekist. Hvaða styrk hafa síðari þing- menn Ísafjarðar fengið? Haraldur bankastjórastöðu og Vilmundur landlæknisembættið. Þá eru það héraðsmál sýslunnar. Styrkur til Brimbrjótsins i Bol.- vík var áður V* kostnaðar, Jón Auðunn fékk hann hækkaðan, fyrst í Va sfðan i tvö skifti i helming kostaðar. Auk þess hefir hann fengið beinan styrk til þessa mannvirkis og eftirgjafir á lánum um 16000 kr. Til bryggjugerðar f Hnifsdal hefir hann fengið l/3 líostnaðar. Til Djúpbátsins hefir hann feng- ið styrk sem, þó hann sé ekki nægilegur til að halda uppi þeim lifsnauðsynlegu ferðum þó aö því er virðist i fyllsta samræini við aðra bátastyrki. Um kaup á þess- um bát hafa þeir Skytlingar legið honum á hálsi. En allir vissu að þegar Bragi strandaði varð að vinda bráðan bug að kaupa bát og var báturinn keyptur sem bráðabirgðarbátur en vegna fjár- hagsástæðna hefir ekki verið unnt að fá sæmilegan farkost á Djúpið enn þá. Þeir gerðu veður út af þvi að á akkersspil vantaði keðju- skifu sem ekki var beðið eftir i Reykjavik og var send litlu síðar frá Rvík. En hvað vantaði á nýju bátana sem Samv.iél. lét byggja I Noregi. Þeir voru svo langt frá því að vera sjófærir, að þeir máttu ekki á sjó fara, fyr en búið var að gera við þá fyrir mörg þús. kr. Þiiför voru hriplek, stýrishús og vantspennur svo iétega umbúin að álitið var lifshætta að. Þér ferst Flekkur að gjamma. Simamálin i Norður-hreppunum hafa ávait verið ein hin mestu áhugamála Jóns Auðuns. Um þau og önnur héraðsmál bera Alþing- istiðindin órækan vott. Skutuls- mennin halda að sýslubúar lesi ekki þingtiðindin en þar mun þeim skjátlast hrapalega og rógur þeirra ekki fá bergmál hjá kjósendum, nema ef til vill nokkrum auðtrúa sálum, sem ekki hafa átt kost að kynnast málutium af þingtiðind- unum. Vegagerðir. Eins og vitanlegt er leggur rikfssjóður mikið fé til vegagerða, en hann kostar þær að öllu að því er snertir þjóð- vegi, en leggur á móti sýslunum að þvi er viðkemur sýsluvegum. Til þess að fá styrk til sýsluveg- anna verða sýslusjóðirnir að leggja fram fé á móti. Sumar sýslur leggja fram tugi þúsunda króna áriega til sýsluvega hér er litið lagt fram af sýslunnar hálfu ti) þessara vega, enda er mest farið á sjó innan héraðsins. Hins vegar hefir þingmaðurinn reynt að fá fleiri vegi tekna i þjóðvegatölu, en það gengið þunglega, þó fékk hann veginn frá Boluugarvik um Hnifsdal til ísafjarðar tekinn í þjóðvegatölu á sfðasta þingi. Brúarbyggingar á 'sýsluvegum hlita sömu skilyrðum, að sýslur og sveitir verða að Ieggja Iram fé til þess að fá rikissióðsstyrk. Þegar sýslan leggur fram fé til brúabygginga fær hún ríkisstyrk- inn. Að endingu skal skorað á hér- aðsbúa að lesa þingtíðindin, bæði um þessi mál og önnur. Það er skylda kjósendanna, allra sem þess eiga kost, að kynnast þessum málum. Jón Auðunn hefir aldrei notað þingmennsku sína til að fá frið- indi handa sjálfuin sér. Það er okkur Norður-ísfirðingum og öll- um mikils virði, því aldrei verður sá ósómi, að þingmenn noti að- stöðu sina til fjárafla, niðurkveð- inn, nema af þeim sem sjálfir eru iausir við slíkt atferli. Við heimt- um hreinan skjöld i því efni. Dæmin um hið gagnstæða eru of mörg að þvi er þingmenn snertir og þau ærið náleg núna. Ungur Norður-ísfirðingur.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.