Vesturland

Árgangur

Vesturland - 28.06.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 28.06.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 7 1 Vesturland. 1 Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. g H Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. j= g Útkomud.: miðvikud. og laugard. g Verð til áramóta 4 kr. H g Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. g Augl.verð 1.50 cm. eind. M Stærri augl. eftir samkomulagi. g ^illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllinilllllllllllllllllllllllllllllF Barnalegir bændur. Sagt er að rithöfundar Skutuls liafi heimabakað greinina jafnað- armenn og bændur í síðasta tbl. Skutuls — og undirritað bóndi. Eru bændur í sýslunni hissa hve þessir moðhausar geta gert sig barnalega. Enginn bóndi i sýslunni er svo illa að sér, að hann ekki viti að stefnuskrá og framkvæmd jafnað- annanna er siít hvað. Munu bænd- ur því standast vel vindgang Vil- mundar. P. „Dnuðaúómur reynslunnar“ um þingmensku J. A. J. i siðasta Skutli er sagður uppkveðinn af Vilmundi sjálfum eða nánustu samherjumjians. Þarf þvi enginn Norður-ísfirðingur að undrast nið- urstöðuna þegár þeir vita hverjir dómararnir eru. P. Fréttir. „Skógurinn* Það er flestum kunnugt hve grasið og kjarrið i Tungudal seiðir og laðar ísfirðinga á sólhýrum sumardögum, enda er oft yndis- legt þar inn frá. Til þess að gera fólki þægilegra fyrir væri það nauðsynlegt, að bifreiðar færu þangað fastar áætlunarferðir á sunnudögum. Myndi það auka til muna „skógarferðirnar“, þótt oft sé þar margmennt. Einnig er nauðsynlegt, að fóik sem dvelur þarna inn frá geti átt aðgang að sittia, bæði vegna hinna mörgu sumarbústaða, sem eflaust fjölga enn, og hinna föstu búenda, ætti simstjórinn aö athuga það atriði og koma því lil fram- kvæmda. Aðvörun. Þar 8em komið er að reikningsskilum ísafjarðarsóknar fyrir síðastliðið reikningsár áminnast allir þeir, sem enn eiga ógreidd sóknargjöld, um að greiða þau undirrituðum í siðasta lagi fyrlr 15. júlí næstk. Finnbjörn Hermannsson, innheimtumaður. Tilkynning. Það tilkynnist hérmeð, að frá 1. júlí til 1. seft. n. k. verður skrif- stofum vorum lokað kl. 12 á hádegi, dagana fyrir helgidaga og fyrir frfdag verzlunarmanna. ísafirði, f júní 1933. p. p. h. f. Togarafél ísfirðinga Ltd.: p. p. Samvinnufél. ísfirðinga: Matth. Ásgeirsson. Finnur Jónsson. Bæjarstjórinn á ísafirði: f. h. Nathan & Olsen: Ingólfur jónsson. Gunnar Akselson. J. S. Edwald. Jón A. Jónsson. íþróttamál. Sundlaug í Súgandafirði. Súgfirðingar eru nú að byggja sundlaug rétt utan til við túnið á Laugum. Er laugin bygð nokkuð fram í sjó og fremri veggur henn- ar traustur og breiður; á þar að reisa vandaðan sundskála. Stærð laugarinnar er 10x6 m. Nokkuð fyrir ofan þar sem laugin er bygð er laugaruppspretta um 40 stiga heit; verður leitt vatn úr henni f sundlaugina og blandað sjó og er gert ráð fyrir, að meðalhiti I laug- inni verði um 16 stig. Það er Iþróttafélagið Stefnir, sem beitir sér fyrir byggingu laugarinnar, en Óskar læknir Einarsson hefir tnest hvatt til verksins og gefið til þess um 500 kr., að sögn. Almenning- ur f Súgandafirði hefir styrkt laugarbygginguna tnjög myndar- lega bæði með fégjöfum og viunu. Auk þess leggur og hreppurinn nokkurt fé fram. Ætlast er til að laugin sjálf verði fullger í næsta mánuði, svo hatia megi nota í sumar. Það væri drengilega gert af ís- firzkum iþróttamönnum, að rétta bræðrum sínum vestan fjallanna hjálparhönd með þessar þörfu framkvæmdir. Sundnámsskeið hefst að Núpi í Dýrafirði f byrjun júlf. Kennari Heígi Valtýsson. Sólskýli er verið að reisa við sundlaugina I Bolungavik. Þingmálafundir i N. tsafj.sýslu hafa verið ákveðnir þannig: í Bol- ungavík 29. júní, Hnífsdal 30. júní, Súðavik 2. júlf, Látrutn og Sæbóli 3. júlí, Hesteyri og Dynjanda 4. júlí, Snæfjöllum og Unaðs'dal 5. júlí, Eyri i Seyðisf. og Ögri 8. júii, Arngerðareyti og Vatnsfirði 9. júlí. Atkvæðatalning í Norður ísafjarðarsýslu er ákveðin 20. júlí. Flugvél úr leiðangri Lauge Koch’s Græn- landskönnuðs kom hingaðá mánu- dag og lenti á Pollinum. Stóð flugvélin hér við stulta stund og tók hér benzinforða og flaug héðan áleiðis til Scoresbysund. Gamlir kauperidur „Vesturlands" sem ekki hafa fengið sent blaöið heim, cn vilja halda áfram að kaupa þaö eru vinsaml. beðnir að gera aðvart í prentsmiðiuna.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.