Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.07.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 01.07.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 1. júlí 1933. 3. tölublað. Dýrir kaupamenn. Hr. ritstjóri! Að vonum er það áhyggjuefni margra, hver verði afstaða okkar Framsóknarmanna í N.ísafj.sýslu við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara 16. júlí n. k. Það er eínkum sökum hins væmnislega smjaðurs „Skutuls" f okkar garð nú, að eg óska að línur þessar verði birtar f heiðr- uðu biaði yðar, sem mér þykir ríða vel úr hlaði. Eins og öllum er Ijóst er það eina sigurvonin hjá Vilmundi, og mjög veik þó, ef hann fengi öll þau atkvæði, er frambjóðandi okkar hlaut við síðustu alþ.k. En þessi von mun reynast arg- asta tálvon. Hvernig geta jafnaðarmenn og Vilmundur sérstaklega vænst þess, að fá atkvæði Framsóknarmanna? beir hafa svo að segja við öll tækifæri, nema rétt á meðan þeir hafa kyngt bitunum sem þeir hafa hlotið, látið látlausar skammir dynja á okkur, engu síður en Sjálfstæðismönnum; talað um „í- höldin bæðiM og f fáu eða engu sett okkur skör hærra en aðra andstæðinga sina. Hefir Vilmundur að venju ekki sízt málað svart á vegginn í þessum efnum á fundum í sýslunni, er hann hefir verið að styðja Finn sinn. Hvernig ættum við að gleyma slíkri framkomu? En við þetta bætast aðrar ástæður. Og er þá fyrst sú mikla og nána samvinna, sem var með Framsókn og Sjálfslæðismönnum á síðasta þingi um flest höfuðmálin og sem fór á alt annan veg en sú sam- vinna, sem áður var með jafnað- armönnum og Framsókn. Sam- vinnan á síðasta þingi miðaði öll að þvi, að láta vandamálin fá hina heppilegustu úrlausn, án sér- stakra fríðinda eða hrossakaupa af hálfu flokkanna, en samvinna jafnaðarmanna og Framsóknar var öll með örgustu hrossakaupum og fríðindum til handa jafnaðar- mönnum og gekk þó skrykkjótt. Af þessari samvinnu höfum við bændur og allir landsmenn mjög sopið seiðið, því hún er undirrót þeirrar miklu fjársóunar, sem Framsóknarstjórnin gerði sig seka um. Morar í þessu sambandi af dæmum um bitlinga og aftur bitl- inga handa foringjunum og er Vil- mundur sjálfur Ijóst dæmi um þetta. Eins og kunnugt er er Vilm. landlæknir með um 9 þús. króna árslaunum, auk þessa hefir hann fyrir umsjón með Landsspítalanum 3 þús. kr. árl. og fyrir eftirlit með lyfjaverzlun rikisins 3 þús. krónur á ári. Auk þessa hefir V. J. allmikinn læknis-„praxis“ og fría embættisskrifstofu í hintii nýju og dýru byggingu, Arnarhvoli, og sérstakan skrifstofumann, er rikið iaunar. Er víst óhætt að áætla að árstekjur hansmuni vera 20—30 þús. kr. Er og sagt að hann muni hafa haft svipaðar tekjur meðan hann dvaldi á ísafirði. Sllkir hálaunamenn eiga enga samleið hvorki með okkur bætid- um, sjómönnum eðaannari alþýðu. Það væru sannarlega alt ot dýrir kaupamenn, sem enginn at- hugull bóndi eða sjómaður mun lita við. Á það má og lita að eg get ekki séð, að sú reynsla sem orðin er af þingmensku Vilmundar geti mælt ineð honum í mínutn augum. Það sem hann hefir látið til sfn taka á Alþingi, sem virðist fremur lítið, jafnmikið og af dugn- aði V. J. er látið, hefir mest beinst að þeim stéttum, sem hann er sjálfur nánastur. Enda mun hann litla reynslu og þekkingu hafa á högum bænda og sjómanna. Eg og sjálfsagt tnargir aðrir Framsóknarmenn ísýslunni bjugg- umst við þvf fram á sfðustu stund, að maður yrði i kjöri af okkar hálfu. En er það varð ekki mátti effaust lita svo á, að kosningin yrði hlutlaus af hálfu flokksins og mun meirihluti miðstjórnar Fram- sóknarflokksins hafa yfirlýst þeirri skoðun. Um samstarf eða sam- band við jafnaðarmenn getur ekki verið að ræða af þeim ástæðum, sem lýst er hér að framan. Vitan- lega er það ekkert launungarmál, að nokkrir' áhrifamenn innan Framsóknarflokksins, sem nánast má telja sósíalista, styðja mjög kosningu Vilmundar. En það eru einmitt þeir mennirnir sem við bændur getum ekki lengur fyígt, því vinátta þeirra hefir órðið okk- ur svo dýr, að af þeim sökum liggur víða við auðn í sveitunum. Eg og margir fleiri flokksmanna minna, sem eg hefi talað við, greiðum þvf óhikað atkvæði með Jóni Auðunn, sem í skoðunum stendur okkur miklu nær en Vil- mundur (um kommúnistann þarf ekki að ræða). Jón er og laus við þá bitlinga- sýki fyrir sig eða sfna, sem virðist þjá fjölda þingmanna og nú varp- ar svo ljótum og dimmum skugga á frægð hins forna Alþingis. Það er mín trú, að fleðulæti og kjassmælgi þeirra Skutulsmanna verði áhrifalaus i sýslunni.þvf svo hundflatir leggjumst við Fratn. sóknarinenn aldrei, að þola högg með annari hendinni og vera klappað með hinni. Það mælti og vel vera heróp allra bænda eins og nú stendur, að kjósa engan hálaunatnann á þing. Framsóknarmaður.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.