Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.07.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 01.07.1933, Blaðsíða 2
10 VESTURLAND Stakkaskifti. Alþýðumenn kannast allir við, að fara úr vinnufötunum að af- loknu verki eða til hátíðabrigðis. Alþýðuforingjarnir hérna eru við- urkendir litlir starfsmenn, enda eru þeir oft fljótir að hafa stakkaskifti. Þegar þeir Vilmundur og Finn- ur komu hingað fyrst fór það ekkert leynt af þeirra hendi og nánustu kunningja þeirra, að þeir væru kommúnistar. En nú er öldin önnur. Þegar nokkrir flokksmenn þeirra sáu, að alt lenti í eintómri fé- græðgi hjá foringjunum fyrir sjálfa sig, stofnuðu þeir Kommúnista- deild til þess að halda sér að gömlu baráttutnáiunum, sem allur lýðurinn var hjartanlega sammála um í fyrstu, jafnframt sýndu þeir alþýðu framkomu foringjanna í réttu ljósi. En þetta var dauðasynd komm- únista í aúgum jafnaðarmanna, sem síðan hafa aldrei lint sví- virðíngum á þessa samherja sína, sem þeir áður hældu og blessuðu á hvert reipi. Að ósamkomulag jafnaðar- manna og kommúnista sé sprott- ið af þvi, að hinir síðartöldu vilji breyta þjóðskipulaginu er blekk- ing ein. Ósamkomulagið er ein- göngu sprottið af þvi, að komm- únistar hafa ekki viijað aðhyllast loddaraskap jafnaðarmannafor- ingjanna og ónáðað þá við mat- borðið. Alt skraf jafnaðarmanna um bandalag sjálfstæðismanna og kommúnista eru hrein og bein ósannindi, sem borin eru fram i þeim eina tilgangi að fiska at- kvæði þeirra ósjálfstæðustu. En sem betur fer ætti slíkt eng- in áhrif að hafa hér um slóðir. Sem flokkur heildarinnar getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki átt sam- leið með neinum stéttafiokki og sízt kommúnistum, sem vilja rífa niður núverandi þjóðskipulag. En sósialislar og kommúnistar eru sami grautur f sömu skái og sannast í deilum þeirra hið forn- kveðna: frændur eru frændum verstir. K. Ríkislögreglan. Þegar Ólafur Friðriksson byrj- aði stjórnmálastarfsemi sína var hann kommúnisti. Hann gerði uppreisn gegn ríkisvaldinu. Upp- reisnin mistókst, en vitrir menn eins og Jón Magnússon sáu hvert stefndi og bar fram tillögu um ríkislögreglu. Ólafur Friðriksson sá að þjóðin myndi heiinta rlkislögreglu, ef hann ögraði ríkisvaldinu á ný. Þess vegna breytti Ólafur stefnu. Þá komu rýir konsmúnistar til sögunnar. Þeir voru ráðnir i því, að nota fyrsta tækifærið til þess að beygja ríkisvaldið að sínutn vilja. Fyrsta íilraunin var gerð i Reykjavík 9. nóv. 1932. Margir menn, einkum í Rvík, vantreystu stjórninni til þess að vernda vald ríkisins og stofnuðu nýjan flokk til varnar gegn ofbeldi kommúnista. Fyrirsjáan'.egt þótti að þessuin flokkum myndi lenda saman innan skamms. Hefði svo farið, sem víst þótti, var komin borgarastyrjöld í land- inu með þcim ógnum er slíkum atburðum fylgja og þvi fremur hér þar sem um máttlítið ríkisvald er að ræða og ofseint að grípa í taumana, þegar óeirðirnar voru komnar í algleyming. Slík styrj- öld hefði þvi staðið, þar til annar flokkurinn sigraði til fulls, en jafn- an blossað upp á ný, er hinn sigraði fékk aftur bolmagn. Þjóðin hefði þvi lifað i stöðug- um ófriðareldi og mun enginn óska slíks ástands, nema ákveðnir byltingaseggir. Þegar svo var komið opnuðust augu þeirra, sem ekki sáu hætt- una 1924 og stærstu flokkar þings- ins, að undanskildum örfáum mönnum í Framsóknarflokknum, leystu málið á viðunandi hátt með lögum um lögreglumenn. Er lagasetning þessi bein at- leiðing þess ástands, sem komm- únistar og jafnaöarmenn höfðu stofnað til Ef þeir hefðu haldið ofsa sinum í hófi hefði aldrei komið til ríkislögreglu nú. Þetta skilur almenningur og því verður tilgangslaus sú andúð, Continental9 viðurkennda bifreiðagúmmi, ávalt fyrirliggjandi hjá Bjarna Bjarnasyni. sem þessir flokkar reyna nú að vekja gegn þessu máh hjá alþýðu og sem eingöngu er til þess gerð að reyna aö veiða sér atkvæði. Alþýða öll á og átti ekki minna í hættu en aðrir, ef einhverjir of- beldismenn brytust til valda. Vitanlega láta þeir hljóma, að þeir hafi gcrt það fyrir alþýðuna; hún eigi að fá völdin og alt sé unnið í hennar nafni. En það hefir farið og fer oftast svo bjá þess- uni alþýðugösprunum, að þegar sigrinum er náð gleymist alþýðan og situr viðenn verri kjör en áður. J. Messað verður hér í kirkjunni á morgun. Til auglýsenda. Látið reynsluna sannfæra ykkur. Á krepputimum telja margir at- vinnurekendur sjálfsagt að spara auglýsingar vegna þess, að þær svari ekki kostnaði. Þessi skoðun er gagnstæð reynslu allra stærri auglýsenda, hvar sem er í heim- inum, sem viðurkenna hóflegar og réttar auglýsingar undirstöðu að bættum hag sínum. í smáum blöðum er það eigi nauðsyn að auglýsingar séu mjög stórar eða áberandi, því þau blöð eru að jafnaði nákvæmast lesin og ekk- ert eftir skilið. í stærri blöðum hleypur fólk frekar yfir auglýsingar. Á viðskiftasvæði ísafjarðar er „Vesturland“ vafalaust útbreidd- asta og víðlesnasta blaðið og því tilvalið auglýsingablað. Til þess að greiða fyrir smærri viðskiftum mun blaðið flytja smáaugl. i sér- stökum dálki með kjarakjörum. Um stærri eða fastar auglýsingar má ávalt semja við ritstj. Auglýsingum sé skilað f prent- smiðjuna (hús Finnbjörns Her- mannssonar) eða til ritstj. daginn fyrir útkomu þess blaðs, sem augl. á að birtast h

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.