Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.07.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 05.07.1933, Blaðsíða 2
14 VESTURLAND 110179,21) sem sundurliðast þann- ig til fróðleiks fyrir bæjarbíia: ógr. leiga v. fiskiv. 1930 14056,21; - » » » 1931 31119,44; » » „ » 1932 22503,56; 1931 var ekkert greitt af umsam- inni leigu. í tilfærðri leiguupphæð eru og vextir af 10 þús. kr. láni, er hafnarsjóður veitti til þess að koma félaginu á fót. Auk þessa hefir hafnarsjóður veitt Samvinnufélaginu þessilán: 10 þús. kr. við stofnun félagsins; 32 þús. og 500 kr., (upphafl. 35 þús. kr.) Af ógoldinni leigu fyrir fiskverk- unina hafa að sögn engir vextir verið reiknaðir. Svo nærri er gengið um lán úr hafnarsjóði, að 1932, er hann lán- ar Samvinnufél. 35 þús. kr., verð* ur sjóðurinn, samkv. reikningum, að greiða freklega 1300 kr. vegna greiðsluvandræða. Sfðan á nýári hafa skuldir Sam- vinnufél. við hafnarsjóð enn aukist. Á þingmálafundinum var Finnur mintur á, hvernig ástatt væri um hafnarsjóð. Svaraði hann því svo, að ekki væri mikil hætta um skuld Samvinnufél. við hann, þvf ábyrgð félagsmanna stæði á bak við. Þótt við mörgu megi búast af F. J. hefði víst enginn búist við slfku svari. Það er svo kuldalegt og ódrengilegt, að engu tali tekur. í svarinu liggur viðurkenning á þvl, að svo geti farið, að Samv.fél. verði ekki fært um að greiða skuld- ir sínar. Ætlast Finnur þá til, samkv. svarinu, að gengið sé að félagsmönnum með það, sem ávantar hjá félaginu. Hann ætlar sýnilega að hrökkva skamt allur frádrátturinn, sem fél. tekur af sjómönnum og verkafólki, ef einnig þarf að þurausa sjóð- lindir bæjarins. Hafnarsjóður hefir um 50 þús. kr. árlegar tekjur um- fram útgjöld (tekjum og gjöldum af fasteignabraskinu er hér slept), sem teknar eru af öllum almenn- ingi og mest sjómönnum en er svo þurausinn, að hann getur ekki tramkvæmt nauðsynlega hafnarbót til verndar atvinnu og eignum sjómanna, sem er sá grundvöllur sem bæjarfélagið byggist á. Sagt er að bæjarkassinn sé I sama ástandi og hafnarsjóður; stöðugt brendur botn. Til þess að sýna þessa stjórn jafnaðarmanna f skýrara ljósi er réttast að bregða upp mynd, sem þeir hafa sjálfir búið til. Eins og kunnugt er hafa jafn- aðarmenn hér jafnan bölvað ihald- inu í Reykjavik og sagt, að það setti alt á hausinn. Þetta bölvaða íhald hefir þó ekki stjórnað ver en það, að þeir hafa sinn hafnar- sjóð jafnan á reiðum höndum og þegar minst hefir verið um at- vinnu hefir jafnan verið til þess gripið, að vinna að nauðsynleg- um endurbótum innan hafnarinn- ar. Þó þurftu Reykvlkingar að búa sína höfn til og kostuðu til. ærnu fé, auk þess sem ríkið lagði fram. Jafnaðarmennirnir í Reykjavík hafa hins vegar aldfei átt nógu sterk orð um þá blessun sem stjórn jafnaðarmanna, Finns og Vilmundar, hafi leitt yfir fsafjörð. Þar er svo ástatt þrátt fyrir litlar hafnarbætur — og beztu aðstöðu frá náttúrunnar hendi, að ekki er hægt að fratnkvæina það allra nauðsynlegasta. Vill nú ekki „Alþýðubl.4 er það blessar næst þessa óvita sína, endurprenta stóru tölurnar úr reikningum þeirra og láta okkur vita hvað bak við þær stendur. Jafnaðarskútan hérna er þegar orðin hriplek. Þeir sjá það for- ingjarnir og eru að reyna að flýja áður en alt sekkur. Og enn þá er talað nógu digurt til þess að stappa stálinu i fólkið. En verk þeirra tala og gröfin gfn við. Sjómaður. Steignrlæti Vilmundar. Það er broslegt að lesa allan þann gorgeir og sjálfsánægju, sem lýsir sér í siðasta Skutli út af fundahöldunum í Bolungavfk og Hnifsdal. Auðvitað er þessi mikla ánægja Skutuls og hreystiorð blaðsins ekki annað en ryk I augu kjósendanna, því enginn vafi leikur á þvi að blaðinu er Ijóst hve algerlega vonlaust það er að Vilmundur nái kosningu nú hér I Norðursýsl- unni. En þessir fastráðnu vika- drengir Vilmundar berjast nú af kappi fyrir hann og spara engin meðöl, hver sem eru. En ósann- indin nota þeir mest enda er lygin þeim tömust eins og reynslan hefir sýnt og sýnir daglega. Er og slikt að vonum, þar sem sjálfur foringinn, þingmannsefnið Vil- mundur gefur þar stöðugt for- dæmi. Hefir þeim manni aldrei flökrað við því að mata kjósendur á gorti sínu og ósannindum. Eitt er það, sem sérstaklega er nú áberandi hjá Vilmundi á fund- unum, en það er hið væmnislega daður hans við Framsóknarmenn. Má helst skilja það á honum að Hrifludeild Framsóknar gangi nú mannsali á landinu við þessar kosnitigar og sé hann þegar með afsalsbréfið i vasanum fyrir þess- um fáu Jónasar dilkum, sem finn- ast kunna f norður-sýslunni. — Hitt er Vilmundi Ijóst, að utan Hrifludeildarinnar fær hann ekki eitt einasta Framsóknar atkvæði. Til dæmis upp á gort Vilmundar á Bolungavikurfundinum er það, að þar hélt hann þvi fram, að hann þyrfti ekki að ná nema 65 atkv. frá Jóni Auðunn til þess að ná kosningu. Mætti i því tilefui minna Vilmund á það að þegar hann var að styðja vin sinn Finn Jónsson við kosningarnar 1931, sagði hann að Finnur þyrfti að- eins að ná 31 atkv. frá Jóni Auðunn til þess að vera viss með að ná kosningu. — Árangurinn af þeim kosningum varð, eins og kunnugt er, sá að Jón Auðunn náði kosningu með 129 atkvæð- um fleiri en báðir hinir frambjóð- endurnir fengu til samans. Mega kjósendur Jóns Auðuns vel við una ef árangurinn af þessum kosningum verður sá sami, I hlut- falli við sannspá Vilmundar 1931. Sannast að segja er ávalt skop- legt að sjá og heyra til Vilmundar á opinberum fundum, enda hlýtur hann oft lófaklapp áheyrenda. — En hefir Vilmundur ekki enn gert sér grein fyrir því að það lófa- klapp er sömu tegundar og það sem trúðar og loddarar hljóta er þeir gera „kúnstir“ sfnar vel og skemtilega, til aðhláturs „fyrir fólkið“. Z.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.