Vesturland

Volume

Vesturland - 08.07.1933, Page 1

Vesturland - 08.07.1933, Page 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 8. júlí 1933. 5. tölublað. ítalska hópflugið. ítölsku flugvélarnar komu loks til Reykjavíkur 5. þ. m. Lögðu þær af stað frá Londonderry á frlandi þ. 5. júli kl. 10,45 (ísl. tfmi) og lentu á flughöfninni í Vatna- görðum við Reykjavík laust fyrir kl. 17 (kl. 5) Tókst lendingin ágæt- lega og voru 19 mínútur frá því fyrsta flugvélin settist og þar tíl sú síðasta lenti. Flugvél Balbo flugmálaráðherra lenti fyrst og setti mann i land til þess að filma lendinguna. Flugmennirnir voru heiðraðir með opinberum móttökum af for- sætisráðherra og borgarstjóra og frúm þeirra. Öll skip, sem láu á höfninni, voru fánum skrýdd og fjöldi húsa i borginni. Öll skipin blésu til heiðurs við flugmennina. Á fimtudaginn var Balbo ráð- herra ásamt flugforingjunum í veizlu hjá ríkisstjórn og þvi næst voru þeir félagar boðnir ískemti- för austur yfir fjall. Um kvöldið var aftur veizla hjá forsætisráð- herra fyrir allan flugmannahópinn. Flugvélarnar eru alls 24 og gekk flugið ágætlega hingað. í lendingu i Amsterdam ónýttist ein flugvélin; 1 maður dó en 4 særðust. Að öðru leyti hefir alt tekist mjög giftusamlega um förina og óskandi að svo verði framvegis. Hópflug þetta er heimsviðburð- ur, sem getur haft hina r.iestu þýðingu fyrir ísland. Takist flug þetta vel og flug Lindbergs, sem ráðgert er á næstunni, tná telja víst að norðurflugleiðin sigri og verður ísland þá miðstöð loftsigl- inga milli Evrópu og Ameríku. ■ Því er og skylt að fagna, að nánari kynni hefjist með íslend- ingum og ítölum, jafn mikil við- skifti og þær þjóðir eiga saman. í sambandi við þessa miklu flug- ferð þykir rétt að leiða athygli forráðamanna bæjarins, að þeim ágætu Iendingarskilyrðum sem hér eru fyrir hendi. Er hin bezta lend- ing á Skipeyri og ágæt höfn á víkinni innanvert við eyrina. Héð- an er og styzt flug yfir Qrænlands- ála. Þótt margt liggi máske nær þarf að athuga þetta mál. Harður dómur. „Skutull* birtir 1. þ. m. smá- grein um hverjir kjósi Vilmund. Kennir að vanda ýmsra „blóma“ í grein þessari og segir þannig í enda greinarinnar (birt orðrétt): . . . „Og endanlega: Allir þeir, sem ekki vilja selja þann ómenningarstimpil á Norður-ísfirðinga, að þeir velji skussa af vana og sljóleik, en hafni afburða- manni f óvitaskap og fákænsku". . . . Og greinin endar með þvl, að allflestir kjósendur sýslunnar muni fylkja sér um Vilmund við kjör- borðið þann 16. júlf næstkomandi. Samkv. tiifærðum orðum Skutuls liggur beint fyrir að kjósendur eigi að fjölmenna til þess að kjósa „afburðamann í óvitaskap og fá- kænsku" og þælti Vilmundi það eflaust harður dómur frá öðrum, enda er það vist tóm lýgi um Vil- mund, að hann sé afburðatnaður f þessari grcin, heldur bara venju- legur gutlari. Á dómi Skutuls utn Jón Auðunn furðar engan, sem þekkir innræti höfundanna. En Skutull má vera viss um, að skammir hans um Jón Auðunn festa einmitt kjörfylgi hans í sýslunni og að það stend- ur á enn öruggari fótutn en áður. Við fylkjum okkur um Jón Auð- unn við þessar kosningar eins og áður og er þá svfvirðingum Skut- uls svarað að maklegleikum. Norður-lsfirðingur. Karlakór ísafjarðar syngur í Bolungavik og Súðavík á rnorgun. Gátan ráðin. Þingmenn undruðast þegar Vil- mundur bar fram frumvarp um hámarkslaun, en lét jafnframt fylgja þau ummæli, að ef það yrði samþykt þá væri það sama og loka landsspitalanum og fleiri nauð synlegustu stofnunum. Þingmenn tóku þessu frumvarpi sem meinlitlu gríni, en skildu ekki . ástæðuna fyrir flutningi þess. Nú er sú gáta ráðin. Vilmundur er að halda því fram við kjósendur hér, að þetta hafi verið sparnaðarfrum- varp!!! Hver vill spara svo rfkisfé til . Landsspítalans eða sjúkrahúsa yfir- leitt, að þeim verði að loka? Hinsvegar barðist Vilmundur á móti þvi, að prófessorinn sem kennir í ljósmæðradeildinni gerði það ókeypis, þótt sá maður hafi 14 þús. kr. laun fyrir önnur störf hjá rfkinu og starfið sé I hans verkahring. Skrípaleikurinn er auðsær. Síldveiðin. Flestir vélbátarnir héðan eru að fara norður þessa dagana til þess að stunda síldveiðar. „VI.“ óskar sjómönnunum fararheilla og að þeir færi sem mesta björg og blessun í búið. Nokkur norðlenzku skipanna byrjuðu síldveiðar um mánaða- mótin og sum þegar fengið nokk- urn afla út af Vatnsnesi á Húna- flóa. Vélb. Svalan fór héðan á veiðar rétt fyrir niánaðamótin og kom hingað i gær með góðan afla, en gat því miður lítið selt af honum. Kaupdeila hefir staðið yfir á Siglufirði undanfarið í sambandi vlð rekstur ríkisverksmiðjunnar. Hófu komrnúnistar og jafnaðar- menn hana að tilefnislausu og f óþökk mikils þorra verkamanna og urðu nú loks að brjóta odd af oflæti sinu. Var deilunni lokið á miðvikudaginn, að sögn.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.