Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.07.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 08.07.1933, Blaðsíða 2
18 VESTURLAND Þingmálafundur fyrir ísafjarðarkaupstað var hald- inn í Q. T. húsinu s. 1. sunnudag og varð fjöldi kjósenda frá að hverfa og var þó margt manna burtu úr bænum, sem vissu ekki um fundinn, en ella hefðu sótt hann.— Vilmundur bað menn endi- lega að kjósa Finn sinn elskuleg- an því á þvi riði alt fyrir Alþýðu- flokkinn; tóku margir það sem spaug, en mun reyndar vera fylsta alvara, því Vilmundur vill bjarga Finni á þurt land ef hægt er. Eitt af því viturlega sem Finnur sagði á fundinum var það, að hann væri nauðsynlegur sem lóðið á vogarskálinni. En er alþýðan ekki búin að borga nógu dýrt innbyrð- is verzlun þingmanna sinna. Flestir kjósendur hér í bænum hafa talið sjálfsagt, að frambjóð- endurnir héldu útifund, þar sem öllum kjósendum gæfist færi á að hlýða á mál þeirra og að þvi hefir þinginannsefni sjálfstæðismanna unnið. En Finnur hefir tekið mjög dauft í öll fundahöld og kommún- istinn er floginn burtu, fór með Dr. Alexandrine. Er þvi lítil von um frekari fundahöld. Er svo að sjá, sem bitinn sé bakfiskurinn úr koinmúnistum. Segja sumir, að Vil- mundur hafi tekið þar til listar sinnar, en aðrir, að Finnur hafi borið smyrsl á sárin og séu þeir bræður nú sáttir og samrunnir. Sést þar bezt, sem vitanlegt er, að Finnur& Vilmundur og komm- únistarerueinn og samigrauturinn. Fundarmaður. Leikför íslenzkra leikara. Með Dettifossi n. k. miðvikud. koma hingað 7 ágætir leikarar frá leikfélagi Reykjavíkur og sýna hér sjónleiki á miðvikud. og fimtudag. Leikið verður: Afritið, Siðari heim- sóknir og Bónorðið. Leikendur eru: Martha Kalman, Arndis Björns dóttir, Elísabet Egilsson Waage, Alfred Andrésson, Brynjólfur Jó- hannesson, Indriði Waage og Val- ur Gislason. Flokkur þessi hefir fengið ágæta dóma fyrir leik sinn í Reykjavík og þárf ekki að efa að ísfirðingar fagni komu þeirra og fylli húsið. Sýnishorn af kjörseðli í N. isafj.sýsiu. Áður en kosið er lítur kjörseðillinn þannig út: Halldór Ólafsson Jón Auðunn Jónsson Vilmundur Jónsson Kjósandinn stimplar yfir hvíta depilinn, sem er beint framan við nafn þess frambjóðanda, sem hann kýs, og lítur þá atkvæða- seðill þess kjósanda sem kýs t. d. Jón Auðunn þannig út: w —- • • ! ' V Halldór Ólafsson , 1 • Jón Auðunn Jónsson • • Vilmundur jónsson Sjálfstæðismenn í Norður-ísafjarðarsýslu! Vinnið með samhuga starfi að kosningunum 16. júli.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.