Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.07.1933, Síða 1

Vesturland - 12.07.1933, Síða 1
VESTURLAND X. árgangur. Ástandið í landinu. Það er einkum og sér í lagi þrent sem hverjtim hugsandi manni er áhyggjuefni nú.viðvíkjandi ástand- inu eða réttara sagt óstandinu i landi voru. í fyrsta lagi: fjárhagur ríkissjóðs, í öðru lagi: erfiðleikar þeir sem atvinnuvegirnir eiga við að stríða; í þriðja lagi: atvinnuleysið. Hvað fjárhaginn snertir er sorg- I legt til þess að vita, hve fram- sóknarstjórnin á undanförnum ár- um, mcð ósvikinni aðstoð jafn- aðarmanna, hefir farið gálauslega með fjárstjórn landsins. Á fjórum árum tókst framsóknarstjórninni að liækka skuldir þær, sem ríkis- sjóður verður sjálfur að standa straum af, bæði með afborganir og vexti, úr rúmum 11 miljónum kr. upp í rúmar 23 miljónir króna. Þar að auki hefir ábyrgð ríkissjóðs á sama tíma aukist mjög mikið og útlit. fyrir að meira eða minna af þeim lendiá ríkissjóði. Eftir út- reikningi fróðra fjármálamanna, þarf alt sð einum þriðja af öllum þeim tekjum, sem hægt er að pína út úr landslýðnum í ríkissjóðinn á ári hvcrju, til afborgana og vaxta- greiðslu, eða 3—4 milj. kr. árlega. En hvað verður Iengi hægt að leggja 11 —12 miljóna kr. árlegan skatt á þegna þjóðfélagsins og fá hann greiddan í ríkigsjóð? Margir gjörðu sér góðar vonir um að sam- steypustjórninni myndi takast að stcmma stigu fyrir auknum út- gjölduin og jafnvel treystu henni til að koma fjármálunum inn á þá eðlilegu og sjálfsögðu braut, að stöðva allar nýjar lántökur, lækka rcksturskostnað ríkisins og lækka skatta. Þessar vcnir hafa gersam- lega brugðist, sem sýnir að jafnvel ! þótt stjórnin heföi haft vilja 1 þessa i átt, standa önnur öf! bak við, scm [ hún ekki liefir haft þrek til að standa á móti. Það er því auðsætt ísafjörður, 12. júlí 1933. að þessari stjórn er ekki trúandi til að bæta úr fjárhagsörðugleik- um þjóðarinnar. Það er því nauðsynlegt að kjós- endur gjöri sér Ijóst, þegar þeir ganga til kosninga 16. þ. m., hve mikil ábyrgð á þeim hvílir, að velja að eins þá fulltrúa á þing, sem treysta má að vel og viturlega fari með fjármál landsins. Þá eru það örðugleikar atvinnu- veganna bæði til lands og sjávar, sem verður að hafa opin augun fyrir. Hvað landbúnaðinn snertir hefir verið rætt og ritað svo mikið um hann, að þar er Iitlu við að bæta, enda eyddi stðasta Alþingi miklum tíma i að reyna að ráða bót á þeim fjárhagsörðugleikum, sem bændur hafa við að stríða, sem endaði með stofnun hins svo kallaða kreppulánasjóðs, sem mjög leikur á tveim tungum um, að hve miktu gagni komi til viðreisnar landbúnaðinum. Það verður þó að benda á, að fjárhagsörðugleikar bænda stafa ekki einvórðungu af lækkuðu af- urðaverði, heldur einnig af þvi, að framsóknarstjórnin eða Framsókn- arflokkurinn opnaði nýjar peninga- lindir fyrir bændur til bygginga og annara viðauka og endurbóta á jörðum sínum og eggjuðu þá mjög til lántöku í þessu augnamiði, án þess að rannsaka fyrst hvort um- bótum þessutn var stilt svo í hóf, að búsafurðir þessara bænda væru það miklir, að þeir hrykkju til þess að standa straum af þessutji lán- um, auk heimilisþarfa. Því tniður hafa margir bændur glæpst á þessu og um seinan rekið sig á, að umbætur þessar hafa verið óarðberandi, enda hafa margir hverjir ekki gctað staðið í skilum og sér maður nú daglega jarðir auglýstar til sölu á nauð- ttngaruppboðum vegna vanskila. Annar aðalatvinnuvegur lands- manna, sjávarútvegurinn, hefir oft 6. tölublað. staðið og stendur enn mjög höll- um fæti, en það er ekki hægt að segja, að þing eða stjórn hafi léð þeim atvinnuvegi liðsinni, heldur þvert á móti. Hefir honum verið iþyngt ár frá ári með álögum og sköttum og er undrunarvert, að hann ekki skuli vera kominn al- gerlega í rústir. Það er ekki nóg með það, að atvinnuvegur þessi nýtur einksis stuðnings frá þvi opinbera. hvað fjárhagsafkomu snertir, heldur hafa jafnaðarmenn og kommúnistar tekið höndum saman um að gera honum sem erfiðast fýrir með ósanngjörnum kröfum. Er þetta því undarlegra sem afkoma alls verkalýðs er svo mikið komin undir þvi, að atvinnu- vegur þessi sé sem 'tryggastur og standi á traustum fótutn. Fram- koma jafnaðarmanna verður þvi ekki skilin á annan hált, en það sé þeirra takmark að eyðileggja allan einkarekstur og byggja svo upp annan á samvinnugrundvelli eða jafnvel ríkisrekstur. Við höfum nú fyrir okkur reynslu í báðum þessum tilfellum. Þegar jafnaðarmannaforingjunum hér á ísafirði hafði tékist að leggja flest einkafyrirtæki hér í rústir, gátu þeir ekki, vegna fjöldans, annað en bætt þetta á einhvern hátt upp og var því stofnað „Sam- vinnufélag ísfirðinga", sem með bæjar- og ríkis-ábyrgð gat keypt sjö ný motorskip til fiskiveiða. Hver er svo munurinn á rekstri þessa fyrirtækis og eldri og núver- andi einkafyrirtækja? Hefir ekki þetta félag orðið að fá greiðslufrest á skuldum sínum á límabili? Hefir ekki þetta Sam- vinnufélag orðið að neyðast til að fá ríkissjóð til að greiða fyrir sig sjóvátryggingargjöld og afborg- anir af skipum sínum? Skuldar ekki þetta félag hafnarsjóði ísa- fjarðar mikið á annað hundrað þúsund krónur, sem verður þess

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.