Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.07.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 12.07.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 23 Vertu lsfirðingur og kauptu ísíirzka framleiðslu. Sólar- og stjðrnu-smjörlíkið fáið þið ætíð uýtt og bætiefnarikast. Húsmæður kjósa „Opacol“ og „Opal“ til litunar á ullar-, silki- og bómullartauum. J||llllllll!lllllllllllllll!llllllllllill!lllll>lllilllllllll!llllllllll!llll!llllllllllll|^ Vesturland. 1 | Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. s P Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. = 1 Útkomud.: miðvikud. og laugard. s = Verð til áramóta 4 kr. if | Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. jf EE Augl.verð 1.50 cm. eind. | Stærri augl. eftir samkomulagi. M armanns á Akureyri og „aíhend- ingu“ Framsóknar tii jafnaöar- manna á kjósendum sinum í öll- um kaupstöðum landsins ogNorð- ur-ísafjarðarsýslu. Um Framsóknarflokkinn er það eitt að segja, að hann hefir þegar gengið af sinni upphaflegu stefnu- skrá dauðri og farið svo gálaus- lega í fjárstjórn landsins undan- farin ár, að flestir gætnir og at- hugulir menn liafa nú snúið við houum bakinu. Um smærri flokkana er hér óþarft aö ræða. Það cr vigorðið nú eins og oft- ar í kosningahitanum, að tala uin lhaldið í sambandi við Sjálfstæð- isflokkinn og bölva því á alian hátt, til þess á þann háttaðvekja ýmigust eða andúð á starfi flokks- ins hjá grunnfærnum mönnum. En þetta vígorð er nú orðið svo slitið og reynslan hefir gert það mátllaust. í starfi ísi. stjórnmáia- flokka undanfarið hefir Sjálfstæð- isfiokkurinn sýnt rnest frelsi allra þeirra og hann einn vill jafnt frelsi handa öllum, en ekki frelsi fyrir eina stétt og ófrelsi fyrir aðra. Hitt er rétt að Sjálfstæðisflokk- urir.n hefir talið og telur bráð- nauðsynlegt, að fordæma f alla gálauslega meðferð á fjármálum landsins; hann vill alhliða sparnað og lækkun þeirra þungu dráps- klyfja, sem eyðslan og skuldirnar hafa bundið á bak þjóðarinnar. En það er aftur undirstaða fram- fara i iandinu, því allir hijóta að sjá hvar það lendir, ef sífelt er tekið lán á lán ofan. Að vísu hefir sú fjármálaspeki heyrst til jafnaðarmanna og sumra framsóknarmanna, að óhætt sé að skulda, því ekki sé annað en láia skuldirnar falla, en vonandi glæp- ist á énginn þeirri firru. Þrátt fyrir það, að flokkurinn væri í minnihluta á siðasta Al- þingi kom hann fram ýmsum á- hugamálum sínum og máþarsér- stakléga nefna stjórnarskrármálið, sem nú er aðallega kosið um, svo og rannsókn þá á ástandi sjávar- útvegsins sem flokkurinn fékk samþykta. Hagsmunir sjómanna, verkamanna og allrar þjóðarinnar eru undir því komnir að þessi aðalatvinnuvegur okkar geti hald- ið áfram óhindraður. í trausti dómgreindar íslenzkrar alþýðu gengur Sjálfstæðisflokkur- inn til kosningannaá sunnudaginn; með þeirri fullvissu að alþýða sé of skynsöm til þess að láta and- stæðingana blekkja sig, heldur þekki þá af ávöxtum verka þeirra og að sunnudagurinn 16. júlí verði sigurdagur Sjálfstæðisflokksins. Árni Gíslason yfirfiskimatsmaður fór í eftirlitsferð um umdæmi sitt með Goðafossi síðast. Var Helgi P. Briein fiski- fulltrúi ásatnt honum að athuga fiskimatið á hinum ýmsu stöðum. Komu þeir hingað með Brúarfossi í gærkveldi og héldu fundi með undirmatsmönnum á öllum við- komustöðum skipsins. Að gefnu tiiefni skal það uppiýst, að Matthias Ásgeirsson er ekki höfundur grein- arinnar bátahöfn á Ísafirði. Biður svar frá M. Á. ti! F. J. næsta bl. Leiksýning. Leikflokkur úr Leikfélagi Reykjavíkur sýnir: Afritið, sjónieikur í 1 þætti eftir Helge Krog. Sídari heimsóknin, sjón- leikur í 1 þætti eftir John Bourne. Bónorðið, sjónieikur f 1 þætti eftir Anton Tchehov í I.O.G.T.-húsinu í kvöid ki. 8V2 og annað kvöld kl. 8Va- Tölusettir aðgöngumiðar á kr. 2.00 og 2.50 fást í Bókaverzlun Jónasar Tómassonar og við inn- ganginn. Tilkynning. Við undirritaðir eigendur e. s. „Gunnar", höfum falið hr. Bjarna Bjarnasyni ísafirði að sjá um allar ferðir og flutninga skipsins. Biðjum við okkar mörgu og góðu viðskiftamenn að snúa sér til hans. ísafirði, 10. júlí 1933. F. h. eigenda e. s. Gunnar: Sigurður Samúelsson. Ágætur dúnn til sölu. r. v. á.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.