Vesturland

Árgangur

Vesturland - 14.07.1933, Blaðsíða 4

Vesturland - 14.07.1933, Blaðsíða 4
28 VESTURLAND Héraðsskólinn á Núpi í Dýrafirði starfar eins og undanfarið frá 1. til síðasta vetrardags. Auk bóknáms verður kent: Handavinna, söngur, dráttlist og fjöl- breyttar íþróttir; einkum lögð áherzla á sund. Umsóknir sendist undirrit. fyrir ágústlok. Dagfæði pilta s. 1. vetur varð kr. 1,31, en stúlkna x/4 mlnna. Ágætt bókasafn verður nú til afnota í skólanum. Tungumál eru kend eftir frjálsu vali nemendanna, danska, enska eða sænska. Núpi, 30. júnl 1933. Bj. Guðmundsson. föT Góð kol. Hðíum bæði ensk og pólsk kol af beztu tegund, hitagóð og sallalaus. Hringið í síma 29. Togarafélag Isfirðinga h. f. Vertu ísfirðingur og kauptu ísfirzka framleiðslu. Sólar- og stjörnu-smjöriíkið fáið þið ætíð nýtt og bætiefnaríkast. Vilmundar hefir ísafjarðarkaup- staður engan eyri fengið úr ríkis- sjðði til verklegra framkvæmda. Jón Auðunn hefir engan eyri þegið frá því opinbera og því get- að unnið óskiftur að áhugamálum sýslunnar, þó hann ekki hafi kom- ist þar eins langt og tillögur hans sýna að hann hefði óskað. Hinsvegar hafa þeir Haraldur og Vihnundur fáar eða engar til- lögur borið fram á Alþingi til hagsmuna fyrir ísafjörð, enda orð- ið þess fengsæfli fyrir sjálfa sig. Z. Leiksýningum reykvísku leikendanna hefir verið tekið með miklum fögnuði og ver- ið vel sóttar. Er leikur allur hinn prýðilegasti og á flokkurinn óskifta þökk fyrir leikför sína. En erþeir koma hingað næst, sem óskandi er að yrði sem fyrst, ætti hann að hafa hugfast, að bjóða má ísfirð- ingum veigameiri leikrit. í kvöld verður leikið i siðasta sinn fyrir lækkað verð; munu ef- laust margir nota það tækifæri til þess að fá góða og ódýra skemtun. H. f. Kveldúlfur hefir leigt síldarverksmiðjuna á Sólbakka í Önundarfirði af Út- vegsbanka íslands h. f. og starf- rækir hana I sumar. Ríkisstjórnin hefir keypt síldarverksm. dr. Paul á Siglufirði, samkv. samþykt síð- asta Alþingis. Er kaupverðið sagt 300 þús. kr., en borgunarskilmál- ar vægir. Verksmiðja þessi getur tekið við síld af um 20 skipum. Léiksýning. Afritið, sjónleikur í 1 þætti eftir Helge Krog. Síðari heimsóknin, sjón- leikur i 1 þætti eftir John Bourne. Bónorðið, sjónleikur i 1 þætti eftir Anton Tchehov verður leikið í I.O.G.T.-húsinu í kvöld kl. 8l/z Síðasta sinn. Lækkað verð. Gólfdiíkar ávalt í mestu og beztu úrvali hjá Eliasi J. Pálssyni. Prentsmiðja Njarðar. Allar tegundir af tj örum og málningu er bezt að kaupa hjá J. S. Edwald. Domo skiivindan er enn þá til. Elías J. Pálsson. Nokkrar grammofonplötur, dans- lög, fást með niðursettu verði í bókaverzl. Jónasar Tómassonar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.