Vesturland - 15.07.1933, Blaðsíða 2
30
VESTURLAND
Skuldahelsið.
Allir sem lent hafa í skuldabasli
þekkja glögglega hve það latnar
°g þreytir og verkar sem fjötur
um fætur og hendur.
En svo bölvað sem skuldabaslið
er fyrir einstaklinga er það enn
verra fyrir riki eða. bæjarfélög.
Skuldir einstaklinganna ná ekki
út yfir gröf og dauða. Þær falla
um leið og skuldunauturinn fellur.
Bn opinberu skuldirnar eru ó-
heillaarfur, sem hver kynslóðin
verður að taka við af annari.
Þrælsband á alda og ódorna.
Sumir lifa og láta eins og þeir
in'ii á skuldirnar.
Þeir segja sem svo, að ekki
þurfi að vorkenna komandi kyn-
slóðum að borga skuldirnar, því
hér sé búið að gera svo mikið.
Bn slikur hugsunarhíttur er
misskilnirigur.
Qetur nokkur vænst þess, að
hraustri úg starffúsri æsku sé það
ánægja að hefta störf sfn og fram-
kvæmdir, til þess að borga skuldir
liðinna kynslóða.
Ekkert er og líklegra, en að
næstu kynsióöir vilji hafa margt
það á annan veg, sem við höfum
framkvæmt. Bæði af þeirri eðlis-
hvðt að ráða sjálfir því sem gert
er og af knýjandi nauðsyn vegna
breyttra viðhorfa.
Við lifum á hinum mestu breyt-
ingatimum og það er hverjum
glöggskygnum manni auðsætt, að
nú eru mestu breytingatímarfram-
undan.
Sú eðlishvöt er og fylgja allra
frjáisborinna manna, að viija ráða
sjálfir um framkvæmdir sínar.
Æskunni i landinu er þvi áreið-
anlega ekkert ver gert, en að
skilja henni eftir alt skuldahlassið.
Þær framkvæmdir sem starfandi
kynslóð þjóðarinnar hef ir gert m á að
mestu þakka því, að kynslóðin sem
kvaddi skilaði sinu starfi skuldlausu.
Bn svo er gáleysið nú mikið
um þessa hluti, að það er ekki
eingöngu hvftvoðungurinn, sem
fæðist f dag, sem verður að bera
og borga skuldaarfinn, ef hann
lifir, heldur jafnvel bðrn hans eða
barnabörn.
Þetta er mesta alvörumálið á
hinni helgu kosningarstund. Br
það ekki ófyrirgefanlegt glapræði,
að hálda með opnum augum
lengra á þessari braut, sem flytur
eymd og volæði öldum og óborn-
um.
Br það ekki ófyrirgefaniegt
glapræði af nokkrum kjósenda að
ljá lið sitt til slíkra hluta.
Sé talað við kjósendur einn og
einn munu þeir flestir eða al!ir
játa, að þetta sé stærsta málið, en
flokksæsingin tryllir.
Bn hún á ekki að fylgja þér
inn f kjörherbergið.
Þar áttu að gera skyidu þina
fyrst og fremst sem íslendingur,
en ekki sem flokksmaður, og
velja það eitt, sem allri þjóðinni
er fyrir beztu.
Reynslan hefir sýnt og staðfest,
að Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn, sem með öruggleik og
festu berst gegn tjárhagsvoðan-
utn.
Viljir þú, kjðsandi góður rýmka
skuldahelsið og auka fjárhagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar hlýtur þú
að kjósa frambjóðanda Sjálfstæð-
isflokksins.
Andstöðuflokkarnir hafa eflt og
ýtt á fjársukkið og virðast and-
varalausir um þetta fjöregg þjóð-
arinnar.
Allir eiga þvi, á morgun, að
stuðla að maklegum dómi þeirra
með því að gefa Sjálfstæðisflokkn-
um sigur.
Alþýðuforinginn
og síldarstúlkurnar.
Finnur hefir látið boð út ganga,
svcna fyrir kosningarnar; um mikla
síldarsöltun á Siglufirði i sumar
af hendi Samvinnufélagsins. Br
slikt að vonum vel þegið i atvinnu-
leysinu og fleiri sótt um, en að
hafa komist.
I fyrradag auglýsti Finnur, að
konur þær, sem ráðnar eru, kæmu
til viðtals við sina háu persónu.
Br komið var á fund Finns var
það erindið að þessu sinni, að láta
okkur skrifa undir skuldbindingu
um að vinna fyrir sama taxta og
I fyrra, hve hár sem taxtinn verð-
ur á Siglufirði. Þær sem ekki vilja
undirskrifa verða af vinnunni;
liklega þó með þeim undantekn-
ingum að þær séu ekki kosninga-
bærar.
Qetur einn alþýðuforingi opin-
berað sig berara en þetta og hvaða
orð myndi Finnur velja sjálfstæð-
ismanni, ef hann færi svona að.
Hvernig getur Finnur, eftir þvi
sem hann hefir talað og skrifað,
en breytir alveg öfugt við það,
eins og glögglega kemur í ljós
hér; búist við því að nokkur
verkakona eða veikamaður gefi
honum atkvæði til þingsetu eða
annara trúnaðarstarfa.
Það væri að kjósa sinn eigin
böðul.
Þótt við séum að cins fátækar
sildarstúlkur ættum við að sýna
Finni að við skiljum framkomu
hans og gera okkar til, að hann
botnveltist nú i kosningunum eins
og áður.
Hann hefði gott af því; þá ætti
að rjúka úr honum mesti vindurinn.
Og Finnur myndi ekki leyfa sér
slikt framferfti f garð verkalýðsins
fyrst um sinn.
Síldarstúlka.
í öllu eins.
„Skutull" var um daginn, að
láta svo sem samband væri milli
Sjálfstæðismanna og kommúnista
hér. Rétt eftir að Jón Rafnsson
fór héðan hafði maður orð á
þessu við Vilmund og sagði
hann þá: „Blessaður vertu; held-
ufðu að Jón Rafnsson fari að
taka atkvæði frá Finni til þess að
hjálpa Jóh. Þorsteinssyni".
Þarna sjást heilindi þessara
manna þeit eru i öl)u eins;
Undirskriftasmalanir.
Sú saga gengur um bæinn, að
einn af starfsmönnum Finns hafi
nú rétt fyrir kosningarnar gengið
f mörg hús hér i bænum til þess
að láta fólk lofa skriflega að kjósa
Finn. Ætti fólk að taka slfkum
kompánum að verðugu og er sfð-
ur en svo, að nokkur sé bundinn
við slík Ioforð, þótt gefin hafi
verið, heldur eru slikar atkvæða-
veiðar brot á kostningalögunum
og andstygð allra góðra manna.