Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.07.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 22.07.1933, Blaðsíða 2
34 VESTURLAND Eyíafjarðasýsla: Einar Árnórsson (F.)kosinn með 819 atkv. og Bernh. Stefánsson (F) með 829 atkv. Einar Jónsson (S.) fékk 503 atkv. Garðar Þor- steinsson (S.) fékk 483 atkv. Stein- grímur Aðalsteinsson (K.) fékk 256 atkv. Gunnar Jóhannsson (K.) fékk 253 atkv. Felix Guðmundsson (A.) fékk 105 atkv. Jóhann Guðmunds- son (A.) fékk 114 atkv. Norður-ísafjarðarsýsla: Vilmundur Jónsson (A.) kosinn með 553 atkv. Jón Auðunn Jóns- son (S.) fékk 542 atkv. Halldór Ólafsson (K.) fékk 3 atkv. Árnessýsla: Jörundur Brynjólfsson (F.) kos- inn með 756 atkv. og Eiríkur Einarsson (S.) með 752 atkv. Ludvig Norðdal (S.) fékk 650 atkv. Magnús Torfason (F.) fékk 616 atkv. Ingimar Jónsson (A.) fékk 180 atkv. Einar Magnússon (A.) fékk 141 atkv. Haukur Björnsson (K.) fékk 46 atkv. Magnús Magn- ússon (K.) fékk 37 atkv. Dalasýsla: Þorsteinn Þorsteinsson (S.)kos- inn með 382 atkv. Þorst. Briem (F.) fékk 306 atkv. Eftir því, sem næst verður kom- ist (þvi að óvíst er um atkvæða- skiftin í Strandasýslu) hefur at- kvæða fjöldi flokkanna orðið þessi: Sjálfstæðisfl. 17138Va atkv. eða rúml. 48%. Framsóknarfl. 8887V2 atkv. eða tæpl. 25%. Alþýðuflokkurinn 6864V2 atkv. eða rúml. 19%. Kommúnistar 2701 atkv. eða tæpl. 8%. Sjálfstæðisfl. hefir þvi bætt við sig 5 þingsætum og Alþýðufl. einu. Verum samtaka! Eftir beiðni yðar, herra ritstjóri, vil eg I stuttu máli gera grein fyrir hugmynd minni um fjársöfn- un til Hallgrímskirkju I Saurbæ. Þessir tímar, sem vér lifum á, hafa sannarlega fært oss margt gott og nytsamlegt. Þvi neitar enginn sanngjarn maður. Og það væri ekki ónýtt, — það væri ó- umræðilega mikils virði, — ef þessi háttlofaða menning og menntun öll, hefði fært oss nær því, að geta með öruggleik og festu tek- ið í okkar þjónustu, til framfara og blessunar, ait það af sannar- legum verðmætum, sem nýji tim- inn færir oss, og þá ekki siður, kennt oss að hafna því, sem verð- minna er og vafasamara. En það er nú liklega okkar tima mesta mein, að vér erum lélegir mats- menn í þessu falli. Á verðmætin iniklu annarsvegar, og hið mikla verðleysi hinsvegar. En sú þjóð, sem einskis metur dýran arf og miklar minjar er ekki á beinnri braut til menningar og andlegs þroska. Þjóð vor hefir oft verið í öldu- dal hinnar megnustu niðurlæging- ar. En henni hafa þá oft fæðst miklir menn að andans atgerfi, — bjartar stjörnur, sem þjóðin öll hefir getað stýrt eftir, og þannig skapað henni hugrekki og and- legt þor, sein aftur hefir orkað því, að Jiún hefir komið nýrri og betri úr hverri raun. Á einu sliku timabili fæddist þjóðinni Hall- grímur Pétursson. Nú er alt vegið og mælt. En það hefir engin rannsókn verið gerð um það, hvaða áhrif kveð- skapur Hallgríms muni hafa haft á þjóðina fyr og siðat'. — Enda gæti niðurstaða slíkra rannsókna aldrei verið tæmandi. — En þeg- ar fjöldi af einstaklingum þjóðar- innar metur enn verðmæti Hall- gríms, þó orðin séu 250 ára gömul, til verðgiidis meir en hið skirasta gull, þá finnst oss, að þeir, sem það finna og viðurkenna, verði að ganga fram fyrir skjöldu, og freista þess, að þjóðin sjái sóma sinn i þvi að minning sliks manns sé í heiðri höfð sem verðugt sé. Þvi sú þjóð, sem er gleymin á gömul verðmæti, finnur ekki ný I hverju spori. Um aðaltiliöguna skal eg þá taka hér upp kafla úr erindi þvf, er eg flutti um þetta mál i út- varpið: .Eg er að eðlisfari bjart- sýnn á það bezta í fari mann- anna. Og eg vil vera það i kvöld. Ef eg gengi fyrir hvers manns dyr og segði: „Viit þú á dánar<- dægri Hallgríms Péturssonar 27. okt. á þessu ári, leggja blómsveig á leiði hans?“ Þá held eg að fáir myndu segja nei. En ef eg segði um leið, að það væri prýðilegur blómsveigur, sem þú gætir fengið fyrir 30 aura. Þá hygg eg marg- ur myndi segja: „Heldurþú, að eg leggji 30 aura blómsveig á leiði Hallgríms Péturssonar. Hann get- ur ekki kostað minna en 1 krónu“. „Eða: Það er enginn blómsveigur sem kostar minna en 10 krónur". Á þessu má, eins og oftar, sjá mátt samtakanna. Einir 30 aurar geta þannig lyft Grettistaki, ef þú aðeins sjálfur skilur og vilt. Þeir geta reist himinhátt fjall af minn- ingutp. Minningum, sem opna þér innsýn þangað sem þú þráir að dvelja, af því þær hafa gert þér lífið meira virði en annars. Og er það ekki einrnitt svo oft i lif- inu þannig, að það hefir ekki alt af verið þér mest virði, það sem þú lést mest fé fyrir. Jú það er satt. Þér vitið áheyrendur góðir, að það er oft hægara að tala um hlutina en að framkvæma þá. En nú veit eg, að þér viljið heiðra minningu þessa mikla manns. En það er þá aðeins hitt, hvernig eigi að náigast þennan blómsveig þinn. Um þá leið hefi eg nokkuð hugsað, og ætla nú að bera það undir þig hér. Það er mitt ráð, að 5 menn og konur í hverri sókn á iandinu vilji með presti sínum ganga í nefnd, sem alis- staðar heiti „Hallgrímsnefnd“ (helst viidi eg að ekki væru færri en 2—3 konur í hverri). Verkefni þessarar nefndar á að vera, að veita blótnsveig þinutn viðtöku, þegar þú vilt afhenda hann, (ef þú kemur honum ekki á annan hátt), ög að öðru leyti, að afla þessu máli fylgis til skjótar úr- lausnar, á hvern þann hátt, sem hverri nefnd finnst bezt við eiga á hverjum stað, með skemmtun- um eða á annan hátt“. Vér gætum þessum sjaldan, hve auðvelt það er, að gera ýms

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.