Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.07.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 22.07.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 35 Vesturland. I g Útgeí.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. M = Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. g g Útkomud.: miðvikud. og laugard. g Verð til áramóta 4 kr. M = Ojaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. g Augl.verð 1.50 cm. eind. g Stærri augl. eftir samkomulagi. E| stórvirki, ef rétt er að farið, og engu skeikar frá hinni hagkvæmu réttu leið. Okkur ægir við, ef það vantar til þessa eða hins, t. d. 30 þús. krónur. Okkur finnst það vera fjall, sem aldrei verði kom- ist yfir. Vér minnumst þess of- sjaldan, að þetta stóra, samstend- ur af hinu marga smáa. Má þann- ig segja, að hið mögulegasta, sé oft nálægt, því fjarstæðasta. Eða með öðrum orðum. Að hið lítt mögulega, sé leikur einn, ef rétt er áhaldið, og vér fáum að vera í friði fyrir þeim, sem aldrei sjá nema „ljón á veginum“. Alt af telja úr, eða sofa á þeitn óheilla kodda: „Ekki kemur það mér við“ eða „Hinir gera það“. Mér heyrist, að þessari hug- mynd sé vel tekið. Og ef fyrir- hugaðar nefndir í hverri sókn, taka „mannlega á móti“ þessu litla, sem til er ætlast af hverri. Þá verður þessi varðinn ekki lengi hlaðinn upp. „Það er ekki lengi gengið af mörgum“. Og eg vona fastlega að þetta marga fólk, Uk- lega um 15—1600 manns, eigi sameiginlega eftir að vinna kirkju vorri og kristni mikið gagn, og beri þannig með rentu nafnið „Hallgrimsnefnd". „Þvi hvað má höndin ein og ein, allir, leggji saman. Akranesi, 8. júll 1933. Ól. B. Björnsson. Nokkur orð um sund. Þeir, sem oft baða sig, þekkja þá vellíðan, er þvi fylgir. Það er engu líkara en að þeir sæki ein- hverja hamingju I vatnið. Enn meiri verður þó ánægjan hjá synda manninum, svali vatns- ins og nýtt, hressandi loft flung- un, — alt hjálpast að, til þess að gera hann lifsglaðari og djarfari. Hreyfingarnar f sundinu, sem eiga að vera mjúkar, léttar og samræmdar, skapa hraustan og fagran likama. Auk þess mótar sundið skapgerð manna til hins betra, gerir þá áræðnari og þol- meiri. Við alt þetta bætist svo það atriði, sem hefur sundið hátt yfir aðrar íþróttir. Syndur maður getur bjargað lífi sínu og annara. Hver fullhraustur maður vill selja lff sitt eins dýrt og auðið er, ef um það er að tefla, en i óstæðu vatni eru ósyndum manni allar bjargir bannaðar, hversu mikið karlmenni sem hann er að öðru leyti. En hversu margir íslendingar eru dauðadæmdir, ef þeir detta út í óstætt vatn? Meiri hluti lands- manna, býst eg við. En það er of dýrt fyrir okkur að hafa meiri hluta þjóðarinnar ósyndan, dýrara en að verja fé til þess að gera alla íslendinga synda. Mér liður seint úr minni dagur einn. Sólin skein á spegilsléttan fjörðinn, þar sem eg átti heima, og alt virtist leika í lyndi. En þá kom þessi fregn: Sex börn og einn maður fullorðinn létu lífið, fáa faðma frá landi. Öll hefðu þau bjargast, ef þau hefðu kunn- að að fleyta sér. Eg þarf ekki að nefna fleiri dæmi um hin sorglegu afdrif margra, bæði fyr og síðar. Þau þekkja allir íslendingar alt of vel. Ýmislegt hefur verið gert, nú á seinni árum, til þess að sundkunn- átta yrði almennari. Má þar nefna hinar mörgu og góðu sundlaugar, sem reistar hafa verið við heitar uppsprettur. Varla er hægt að fá betri skilyrði fyrir sundkennslu en heitt vatn í góðri laug. Eg skal manna sizt draga úr kosturn hins heita vatns til sund- náms. Þeir eru bæði margir og góðir, en eiga þó sín takmörk, eins og alt annað. Skal eg nú drepa lauslega á það atriði. | Þegar nemendurnir eru orðnir Sundlaug Súgfirðinga verður vígð sunnudaginn 30. júlí. Til skemmtunar: Ræðuhöld, Dans o. fl. — Veitingar verða á staðnum. Sundlaugsnefndin. svo syndir, að þeir geta óhræddir synt um heita laug, eiga þeir að segja skilið við hana að mestu, en byrja þá á þeim þagtti sund- iðkunarinnar, sem eg og margir fleiri álita nauðsynlegastan, en það er æfing i köldú vatni. Þetta getur verið erfitt, því oft eru nemendur hræddir við kalt vatn, þótt þeir séu með öllu ósmeykir f heitu, en með varfærni og skynsamlegum leiðbeitiingum lagast þetta smátt og smátt. Sé um börn að ræða, eru notaðar ýinsar æfingar og margskonar leikir til þess að venja þau við vatnið. Fer þá svo að Iokum, að óttinn hverfur, en skemmtun og áhugi koma i stað- inn. Frh. Skátamótið. Með Dettifossi síðast fóru héð- an á alþjóðamót skáta í Qodollo f Ungverjalandi: Gunnar Andrew sveitaforingji, Sigurður Jónsson Vilhelm Jónsson, Erling Hestnes og Halldór Magnússon. Ágúst Leósson sækir einnig mót þetta, fór héðan til Rvíkur 12. þ. m. „Vesturland“ hefir lagt drög fyrir pistla frá þeim félögutn. Listiskipið „Nordkap* frá Tromsö kom hingað 15. þ.m. Lagði það út frá Essex (skamt frá New-York) í lokaprílmán. og hélt norður með Ameríkuströnd til hinna nyrstu bygða Eskimóa. Sfð- an hélt skipið fyrir suðurodda Græulands og var alllengi í Græn- landshafi. Skipið dvelur hér til 23. júlí og tekur þá 3 ameríska vís- indamenn úr þýzka skernmíiferða- skipinu „Resolnt", sem kemur hingað í Djúpið þann dag, og heldur „Nordkap“ svo áleiðis til Austur-Grænlands og er gert ráð fyrir að dvelja þar til ágústloka, til rannsókna. Með skipinu eru hér 6 amerískir rannsóknarmenh og kosta þeir leiðangurinn.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.