Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 29.07.1933, Qupperneq 1

Vesturland - 29.07.1933, Qupperneq 1
VESTURUND X. árgangur. ísafjörður, 29. júlí 1933. 10. tölublað. Stórfelldur kosningasigur. Við Alþingiskosningarnar 16. þ. m. hefir Sjálfstæðisflokkurinn rengið rúmlega 17 þúsund atkvæði af 35 þúsundum, eða nál. helm ing allra greiddra atkvæða^á land- inu. Hann hefir, stórlega unnið á að atkvæðamagni í flestum kjör- dæmum landsins. Hann hefir unn- ið 6 ný þingsæti, en tapað einu. Áður átti flokkurinnXlS þingsæti af 42, en á nú 20, eða rétt að helmingi allra þingsæta, og er þvi stærsti flokkur þingsins. Eins og Ijóst er af atkvæðatöl- um flokkanna, sem birtar voru í síðasta blaði, hefir samanlagt at- kvæðamagn rauðu flokkanna — Framsóknar og sósíalista — stór- lega gengið saman frá 1931, en Sjálfstæðisflokknum að sama skapi aukist fylgi. Það er að vonum, að Sjálf- stæðisflokkurinn eykur nú iið sitt um land allt. Hann einn allra flokka berst fyrir hagsmunum allrar þjóðarinn- ar, allra borgara landsins, hverjir og hvar sem þeir eru, og hverr- ar stéttar sem þeir eru. Hann er ekki flokkur einstakrar stéttar, eins og allir hinir flokkarnir. Hann einn er flokkur allra landsmanna. Hann einn allra flokka hefir marg- sinnis sýnt það, að hann er þvi starfi vaxinn að fara með fjármál þjóðarinnar og stýra þjóðarskút- unni farsællega I höfn, þó að syrti i bili og stórviðri skelli á. Þjóðin hefir, við þessar siðustu kosningar, sýnt það, að hún treyst- ir Sjálfstæðisflokknum betur en nokkrum öðrum flokki i landinu. Rauðu flokkarnir i landinu (Framsókn og sósíalistar) hafa undanfarin ár, i sameiningu og með fyrirhyggjuleysi og óvitaskap Kosningaúrslitin. Eins og spáð var I 6. tbl. VI. hefir það sýnt sig f þessum ný- afstöðnu Alþingiskosningum, að Sjálfstæðisflokknum hefir aukist stórlega fylgi hjá þjóðinni. Fer það að vonum, að augu manna sinum í fjármálum þjóðarinnar, hjálpast að í þvi, að steypa þjóð- inni í næstum botnlausar skuldir, því þrátt fyrir einmuna góðæri og háar tekjur ríkissjóðs, hefir hvert stórlánið verið tekið eftir annað erlendis, og öliu eytt og svallað. En nú hafa augu hinna gætn- ari og betri manna, er áður höfðu glapist til að fylgja þessum rauðu flokkum, opnast, og þeir snúið sér til Sjálfstæðisflokksins og fal- ið honum forsjá sinna mála og stjórnar landsins. Þvi ekki er að efa það, að enda þótt Sjálfstæðis- flokkurinn fengi ekki við þessar kosningar hreinan þingmeirihluta, þá heldur honum áfram að auk- ast fylgi svo ört, að við kosning- ar þær er væntanlega fara fiam síðar á árinu, fær hann algerðan meirihluta á þingi. Einn svartur blettur virðist þó vera á tungu þjóðarinnar eftir þessar nýafstöðnu kosningar, og það er kosningin í Norður-ísa- fjarðarsýslu, þar sem kjósendur láta þannig villa sér sýn, að þeir kasta burt góðum og þaulreynd- um þingmanni, en taka i hans stað mann, sem eftir fundafram- komu hans að dæma, miklu frek- ar virðist eiga heima á leiksvið- um fjölleikhúsa, en í sölum Al- þingis. Þennan blett verða kjósendur i Norður-ísafjarðarsýslu að þvo af kjördæminu sem fyrst, og fylkja sér einhuga undir merki Sjálf- stæðisflokksins eins og önnur kjördæmi landsins. X. opnast betur og betur fyrir hinni gegndarlausu fjársóun siðustu ára, og að þar verður að taka sterk- lega i taumana, en til þess er engum flokki trúandi nema Sjálf- stæðisflokknum, sem þegar hefir dregið aðallinurnar, sem fara verðnr í fjárhagsviðreisninni. — Flokkurinn hafði að þessu sinni frambjóðendur I ölium kjördæm- um, nema Strandasýslu, og hefir hann fengið freklega 48% af öll- um greiddum atkvæðum f land- inu, eða nálægt því helming þeirra, enda ”er hann nú nálega jafn- sterkur og allir hinir þrir flokkarn- ir til samans, sem telja má eitt spyrðuband i pólitískri starfsemi hér á landi, þótt höfuðféndur séu víðast erlendis, sem eðlilegast er samkvæiut stefnuskrátn þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hefir við þessar kosningar unnið 6 ný þingsæti, en tapaði 1. Telur flokk- urinn nú 20 þingtnenn, og verð- ur þannig langsterkasti flokkur þingsins. Tapið á þingsætinu f N.-ísafjarðarsýslu tnun koma öll- utn á óvart; ekki sízt er það fell- ur f skaut öðrum eins pólitiskum loddara og Viltn. Jónsson er. Hóf hann sína pólitisku starfsemi sem kommúnisti, og mun vera það enti, þótt nú teljist hann til kratadeildar Alþýðuflokksins, eins og allir burgeisar flokksins. Hins vegar hefir Jón Auðunn unnið við örðuga aðstöðu á þingi mjög ötullega að þjóðmálefnutn öllum og héraðsmálunum. Verkefni Sjálfstæðisflokksins á Alþingi því, sem eflaust verður bráðlega kallað saman, getur þar ekki komið skýrt i Ijós, þar scm því þingi er aðallega ætlað að geta lokasamþykt á hinni nýju stjórnarskrá. Þó mun flokkurinn þar að sjálfsögðu knýja á með sin fyrri áhugamál, svo setn stuðning við útgerð og iðju lands- manna; afnám hinna alræmdu innflutningshafta; rafvirkjun handa

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.