Vesturland


Vesturland - 29.07.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 29.07.1933, Blaðsíða 2
38 VESTURLAND. sveilum og bæjum og hafua- og vegabætur. En fyrst og fremst mun flokkurinn, eftir þvi scm hann hefir aðstöðu til, snúa sér með öllu afli að fjárbagslegri við- reisn landsins og einstakra lands- hluta. Verður bún eflaust ekki framkvæmd nema með gagngerðri endurskoðun eða umsteypingu á ríkisrekstrinum, og dugir þar lítt að vera allt of mjúkhentur á hin- um gömlu meinum fjársukks og fjárbruðlunar. Er alls óvíst um, hve lengi atvinnuvegir þjóðarinn- ar — og þá aðallega sjávarút- végurinn, — þola að bera þá feikna skaltbyröi, sem nú er lögð þeim á herðar. Öll líkindi eru og til þess, að komi nokkurt misæri eða citthvað beri út af, verði stór- fellt atvinnuleysi hér á landi. Verður þá að vera við því búinn, að geta linað hörmungar hinna atvinnulausu manna. Sjálfstæðisflokkurinn mun sem fyr vinna að þessum og öllum sínum málum með hag allrar þjóðafinnar fyrir augum, en ekki einstakra" stétta, og þess vegna eru most líkindi til þess að starf hans beri heillavænlegri og bless- unarríkari ávexti en starf ann- ara flokka. Sjálfstæðisflokkurinn mun með enn meiri röggsemd en áður, og samhuga starfi fylkja sér um efl- ingu flokksins, svo að næstu kosningar færi honum fuilan sig- ur yfir öllum andstöðuflokkum sinum, og gefi Sjálfstæðisflokkn- um nægilega sterka aðstöðu til þess að sýna i verkinu starf sitt til uppbyggingar fjárhagslegrar viðreisnar og frelsis einstakling- anna. Norskt hafrannsóknaskip, „Heimland I." frá Tromsö, hef- ir legið hér undanfarna daga og tekið kol og aðrar nauðsynjar. „Golvströmmen" heitir lítill mótorbátur, sem kom hér inn s. 1. laugard. Á bátnum voru 3 karlmenn og ein stúlka, og komu þau frá Stokkhólmi. Leiðbeiningar um fiskverkun. Samdar á fundi yfirfiskimatsmanna 1933. Það má segja að verkunin á | fiskinum byrji þegar hann kemur upp úr sjónum. Erþví þýðingar- meira en margur- hugsar, að öll handtök við hann séu unnin með alúð og vandvirkni en ekki með kæruleysi og léttúð, þvi íingraför óvandvirkninnar verða aldrei af- máð þaðan sem þau hafa eiuu sinni að komist. Þegar goggur er borinn I fisk verður að gæta þess, að bera ávalt í höfuð hans, ef því mögu- lega verður við komið, og kasta fiskinum vægilega, svo hann merj- ist ekkt, þvi blóð safnast alltaf að mari sem myndast áður en fiskur- inn deyr. Því væri réttara, fyrir báta sem hafa djúpar Iestar, að nota rennur, en kasta fiskinum ekki i lestina athyglislaust, ef til vill ofan á brikina á mið-skifrúm- inu. Við hálsskurðinn ber að gæta þess, að skera ekki of nærri þunnildisbeinum, og alls ekki særa himtiuna á þeim, en svo djúpt verður að skera, að allar hálsæðarnar skerist sundur. Við höfum tekið eftir þvi, að annað þunnildíð er oft mjög dökkt, en hitt i bézta lagi, bjart og fallegt, og bendir það til þess, að háls- æðarnar hafi aðeins skorist sund- ur öðru megin. Stórir vélbátar, sem flytja afla sinn óaðgerðan til lands, þurfa að hafa lestarnar hólfaðar sundur, svo fiskur verði fyrir sem minnstri pressu og hhjaski á leiðinni i land, og varðveita hann frá skemmdum af þeim völdum. Ekki má heldur kasta fiskinum í stóraf kasir þegar á land kemur. Ennfremur er það álit vort, að harður dráttur orsaki að fiskurinn deyi á íeiðinni upp úr djúpu vatni, æðarnar í þunnildunum springa og þunnildin verða ljót, snögg umskifti á vatnsþrýstingi orsaka, að kviðurinn þenst út og blæs upp. Langar Iinur, og þar af leiðandi löng lega, hafasömu áhrif. Þegar stingir eru notaðir við uppskipun eða tilfærslu á. fiski, má aðeins stinga í höfuð hans, en alls ekki i bolinn. Þegar hausað er, verður að skera vætubeinin sundur, sem næst hausnum, þvi þau binda þunnildin við hnakkann. — Að hausun verður að vinna það vægilega, að ekki valdi skemmd- um, alveg eins þó um smáan fisk sé að ræða. Hann á að verða markaðsvara eins og hinn, og má því ekki sæta lakari meðferð. Sjálfsagt er að hausa ofan í vatn, ef því verður við kotnið, að öðrum kosti að skvetta vatni vel yfir fiskinn áður en hann er flatt- ur. Við hausaðan fisk má ekki nota stingi. Flatning fisks er afar þýðingar- mikil, þvi hún hefir áhrif bæði á þyngd og gæði hans, og verður því sérstaklega að vanda til hennar. Þegar flatningsmaður byrjar að rista fiskinn, verður liann að gæta þess, að rista aðeins hæfilega djúpt, til þess að ná hryggnum, og að fiskurinn fái eðlilega og fallega lögun og opnist aftur á aftasta lið. Þegar hann sker eftir mænunni, sem á að fylgja hryggnum, verð- ur hann að beita hnifnum ská- halt inn undir hrygginn, svo hann skemmi ekki hnakkann, og fiskur fylgi ekki hryggnum. Hrygginn sker hann sundur með skáhöllu hnifsbragði aftan frá, og taki það ávalt yfir tvo liði. Á þá sárið að myndi x eða 8 í tölu. — Hrygginn verður að taka það aftarlega, að ekki verði blóðdálkur. Þegar hryggurinn er losaður, verður að gera það með hnff, en ekki rifa hann lausan, þvi við það skemmist vinstri fiskhelm- ingurinn. Framh.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.