Vesturland

Árgangur

Vesturland - 29.07.1933, Síða 3

Vesturland - 29.07.1933, Síða 3
VESTURLAND 39 J!lllllllllllllllllllllilli:illlllllllllllll!ll!lllillllllllllllllllllll|||||||||||lN!ll Vesturland. M Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. g Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. S Útkomud.: miðvikud. og laugard. Fyrirliggjandi: Verð til áramóta 4 kr. te j§ Ojaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. g Augl.verð 1.50 cm. eind. gj Stærri augl. eftir samkomulagi. H ^ll!!í!llllllllllll!ll!llllll!lllllllllllllllllll!lllllllllllll|||l!l||||||||||||||||||||||ir H e s s i a n , Bindigarn og Saumgarn. Nokkur orð um sund. Nl. Sundið eitt hjálpar ekki manni, sem verður að synda langt í venju- legu vatni. Varnir þær, sem líkam- inn hefur æfst í að nota gegn kuldanum í vatninu, skitta þar engu minna máli, en styrkleiki þeirra fer cftir líkamsbyggingu mannsins. Qefist hann upp á sund- inu, er það hér utn bil alt af sök- um kulda. Ef einhver, undir þess- um kringumstæðum, væri aðeins vanur heitu vatni, bentu allardlkur til þess, að hann gæfist fljótt upp. íslendingar eiga erfiðara með að koma á almennri námskyldu f sundi en aðrar þjóðir. Veldur kuldi þar nokkru um. En þvi meiri sem kuldinn er, því meiri nauð- syn ber til þess að þola hann, og væii áhugi manna fyrir sund- kennsfu eins mikill og hann er fyrir ýmsutn bóklegum fræðum, myndu margar torfærur brúast, sem nú vaxa mönnum mjög í augum. Raunar viðurkenna flestir, að nytsemi bóklegra fræða séu litil, sé llkaminn jafnframt óhraust- ur og vanhirtur. Það játa lika allir, et maður dettur út af fiskiskipi i blíðalogni og bezta veðri, og er sokkinn áður en hægt er að ná til hans, að það hefði verið ákjós- anlegra að hann hefði kunnað að synda. Bn það gagnar litt að sjá, hvernig hægt hefði verið að fyrir- byggja slysin, eftir að þau hafa viljað til og kostað mörg manns- lif. Það er ekki nóg að viður- kenna gallana, það þarf að ráða bót á þeim, og I þeim tilfellum, sem hér um ræðir, fæst hún ein- ungis með hóflegum fþróttaiðkun- um og umfram alt — aukinni sundkcrtnslu. — Friðrik Jónasson. Grein þessi hefir beðið birting- ar hjá blaðinu nokkurn tíma. Ritstj. Smávegis úr ríki bolsanna. 1. ,,Við verðum að setja hana á svarta listann", hvisiaði Hanni- bal að Finni Jónssyni um daginn, þegar frú Karitas var að segja frá viðræðu sinni og Finns um ráðningu til Siglufjarðar I síldar- vinnu. Þetta var á útifundinum, þegar talað var af svölunum á húsi Jónasar Tómassonar. Eg stóð við borðsendann i stofunni inn af svölunum, Hannibal og Finnur sátu við hinn endann, en J. S. Edwald, ræðismaður, sem var fundarstjóri, sat fyrir miðju borðinu. Heyrði hann einnig þessa vingjarnlegu tillögu Hannibals Valdimarssonar. 2. Sannsögli Hannibals. — í 28. tbl. Skutuls, 12. júlí þ. á. stendur svohljóðandi klausa, und- ir fyrirsögninni: Gamansamur á- heyrandi: -------„Þá er það og sams- konar lýgi, að fundarmenn hafi æpt að Hannibal og heimtað, að honum yrði kastað út. Sannleik- urinn er sá, að einn hálfbrjálaður mannvesalingur barmaði sér yfir því að hafa ekki byssu til að skjóta þessi helvltis kvikindi, — en það mun á máli Halldórs- og Högnaliða vera nafn á okkur jafnaðarmönnum." En sjónarvottur segir svo frá: Á meðan Hannibal var að tala, með venjulegum bægslagangi, varð vaxandi ókyrrð meðal áheyr- enda, og cr hann lauk ræðu sinni, heyrðist kallað I salnum: „Látið Hannibal út!“ Og úr öðr- um stað: „Þvi er ekki Hannibal fluttur?" Um leið ruddist maður gegn- um mannþröngina og kallaði: „Það þarf að drepa Hannibal! Verst, að eg hafði ekki byssuna með, þvl að slfka menn þarf að skjóta niður, hvar sem maður hittir þá!“ Er honum var aftrað að halda áfram inn að ræðupallinum, kall- aði hann aftur, eitthvað á þá leið, að hann ætti sfn i að hefna við Hannibal, og bað aðra að blanda sér ekki I þeirra við- skifti. Er af þessu auðsætt, að æsing- unni var ekki beint gegn jaínað- armönnum, eins og Hannibal læt- ur i véðri vaka sfðar í nefndri grein, heldur gegn honum ein- um, enda fengu þeir aðrir gott hljóð, er töluðu af hendi jafnað- armanna. En lófaklapp, það er hljómaði í eyrum Hannibals, gat nefndur sjónarvottur ekki heyrt að ræðunni lokinni. Hvor segir nú sannara, sjón- arvotturinn eða hin alræmda hlaupatik kratanna við ísafjarðar- djúp, Hannibal, sem víðast hvar mun hafður að háði o* spotti, þar sem hann kemur oftar en einu sinni fram á sjónarsviðið. H a k i.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.