Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.08.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 05.08.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 5. ágúst 1933. Krafa Sjálfstæðisfl. um aukaþing 15. þ. m, Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefir sent forsætisráðherra eftirfar- andi bréf: Reykjavík 26. júlí 1933. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins leyfir sér hérmeð, fyrir hönd þingflokks Sjáifstæðismanna, að^bera fram þá ósk og kröfu til yðar, hæstvirtur forsætis- ráðherra, að þér hlutist til um, að Alþingi verði kvatt saman til aukafundar hið allra bráð- asta og eigi síðar en 15. ágúst, til þess að samþykkja stjórn- arskrána og setja kosninga- lög. Litur Sjálfstæðisflokkur- inn svo á, að þetta séífullu samræmi við tiígang 8. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins. Jafnframt leyíir miðstjórnin sér að æskja þess, að nú þeg- ar verði skipuð þriggja manna nefnd til að undirbúa kosn- ingalögin og ráði miðstjórn Sjálfstæðisflokksins einum nefndarmanni, en hinir séu tilnefndir af Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokknum. Athygli skal vakin á því, að nauðsýn ber til þess að kalla þingið sem fyrst saman, til þess að trygt sé, að kosn- ingar verði ekki siðar en fyrsta vetrardag. Virðingarfylst, (sign.) Ólafur Thors, varaformaður. Þegar ijóst varð um kröfu þessa munu flestir hafa búist við því, að hún yrði framkvæmd, sem næst þeim tima, sem óskað var eflir. Svo eðlileg og sjálfsögð varkrafan. Flestir bjuggust og við þvi, að óreyndu, að þar sem Aiþýðuflokk- urinn hafði unnið samhliða Sjálf- stæðisflokknum aðframgangi þeirra breytinga á stjórnarskránni, sem mestu máli skifta, myndi Alþ.fi. einnig nú fylkja sér um kröfu Sjálfstæðisflokksins, m. a. svo að allir hinir nýju kjósendur gætu sem fyrst látið uppi sinn vilja um þjóðmálin og ný lýðræðisstjórn hefði getað sezt að stýri I byrjun regluiegs þings á venjulegum tíma (i febrúar næstk.) Til þess að sýna, að jafn vel trúnaðarmenn Alþýðufl. hafa talið þetta sjálfsagt skal tekin hér upp orðrétt frásögn, er Alþýðufl.blaðið „Alþýðumaðurinn“ á Akureyri flytur f 42. tbl. þ. á., 23. f. m.: „Alþýðuflokksstjórnin og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hafa fært ríkis- stjórninni kröfu um að þing verði kall- að saman nú þegar. Talið er að sam- steypustjórnin muni segja af sér þessa dagana.“ En það er eitthvað annað en þessi fregn og aðrar sviplíkar hafi reynst réltar. Alþýðuflokkurinn hefir nó iátið birta afstöðu sína um aukaþing- hald og er hún öll svo loðin og óákveðin, að sagt er að hún hafi vakið mestu andúð þeirra Alþýðu- flokksmanna f Reykjavfk, sem eru heils hugar f stjórnarskrármálinu. í hinu birta skjali haliast þing- fiokkur Alþýðuflokksins að auka- þinghaldi éftir áramót og gerir ráð fyrii alþingiskosningum f júní- mánuði næstk. og reglulegu þing- haldi því eigi íyr en síðla næsta sumars. Þingflokkur Frantsóknar hefir enn eigi birt neitt um heildaraf- slöðu sina, en af kunnugum er talið, að Framsókn og Alþýðufl. rói nú i þessu tnáii á sömu skeið, eins og oft áður. Hefir Tr. Þór- hallsson í bl. Framsókn talið öll tormerki á því, að aukaþing geti 11. tölublað. orðið haldið jafnfljótt og Sjálf- stæðismenn hafa óskað eftir og f þvi sambandi sett upp grýlu mikla um aukinn kostnað, sem af þvi rnyndi leiða. En þessi kostnaðargrýla er fals- spilaborg, sem hrynur þegar á hana er blásið, þvf aukaþing verð- ur að halda hvort sem er og kostnaður sízt meiri, sennilega mikið minni, ef þing hefði komið saman nú þegar, því þá hefðu færri mál verið tekin til meðferð- ar og aukaþingið átt styttri setu. Hin sanna ástæða, sem stjórnar aðgerðum Frámsóknár og Alþýðu- flökksins f þessu máli nú, er eng- in önnur en sú, að Framsókn geti á þennan hátt haldið stjórn- artaumunum lengur en ella. Sést hér einá og oftar, að ekki er takandi mark á hinum þólitfska skopparaleik Alþýðuflokksins eins og þegar hann á síðasta Alþingi flutti vantraustsyfirlýsingu á ráðu- neyti Ásg. Ásgeirssonar, sem vit- anlega var ekki sfzt beint að hon- um sjálfum, en tekur nú afstöðu með þvi að sama ráðuneyti geti sem lengst verið við völd. Kosningarnar nýafstöðnu sýna þeim Ijóslega, að þeir eru vegnir og léttvægir fundnir og vilja þvi bíða dómsins sem lengst. En áreiðanlega verður þeim ekki haldgóð kápa úr þvf klæð- inu. Þvf Sjálfstæðismenn munu efla og treysta liðsstyrk sinn við það, að fylgja réttu máli, sést nú enn skýrara en áður, að þeim einum er að fullu að treysta með að binda farsællegan euda á stjórn- arskrármálið og er þvf ekki ólfk- lega tilgetið, að þeim sem er það alvörumál sýni þökk sína með því að styðja Sjálfstæðisflokkinn f verki. Eftir kosningaúrstitin hefði það verið eðlilegast, að forsætisráð- herra hefði af sjálfsdáðum kvatt þingið saman til aukafundar og

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.