Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.08.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 05.08.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 43 Vesturland. gj Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. g = Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. s H Útkomud.: miðvikud. og laugard. g Verð til áramóta 4 kr. i| ’ =§ Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. g H Augl.verð 1.50 cm. eind. j§ Stærri augl. eftir samkomulagi. g ^íllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllF Fréttip. Norska bakaríið hefir nú sett upp einn ai nýtízku- skápum fyrir kökubúðir. Eru allar fínni kökur geymdar inniiokaðar undir gleri, svo flugur eða ryk komist ekki að þeim. Knattspyrnu þreytti kn.f. Hörður við skjpverja af danska varðsk. Fylla s. 1. sunnu- dag. Sigraði Hörður með 5:1. Skipstrand. Finskt vélskip, „Suomen Lakki“ (o: finska kiían), 170 rúmlestirað stærð, skipstj. Sjastrand, strar.daði utanvert við Krossavík á Fjalla- skaga í Dýrafirði 27. f. m. kl. 11,47. Hafði farið úr Rvík nákvæmlega sólarhring áður. Niðaþoka var er skipið strandaði, en birti örfáum mínútum eftir að það varð land- fast. Finska skipið „Kalapoika" kom á strandstaðinn daginn eftir til þess að freista að ná skipinu út, en þá var koininn í það svo mikill sjór, að þýðingarlaust þótti að freista sliks og var alt lauslegt ílutt úr skipinu yfir I Kalapoika. Á skipinu voru 12 manns og björguðust allir. Skip þetta ætlaði að stunda sildveiðar hér við land í sumar og var eign finska útgerðarmanns- ins, H. A. E. Yring kammerráðs, sem hefir haft nokkur skip til síld- veiða hér við land þrjú síðustu sumur. Svo er að sjú sem skip þetta hafi verið sérstakur hrakfallabúlk- ur, því á leiðinni hingað tillands misti það 15 smál. vélbát, er það hafði í eftirdragi og er það var á leið til síldveiða norður kendi það grunns á Reykjarfirði nyrðra, en komst þó á flot aftur og var svo lekt, að nauðsynlegt þótti að Fyrirliggjandi: H e s s i a n , Bindigarn og Saumgarn. aðgerð á skipinu færi fram. Hélt það til Rvfkur til aðgerðar, en er þangað kom settist það skakt f skipabrautina og braut hana nokk- uð og var þvi sett fram aftur, en fékk bráðabirgðaraðgerð, er duga skyldi í sumar. Kom skipið beint úr aðgerð er það strandaði. Skemtisamkoma var haldin að tilhl. U. M. F. Mýra- hrepps að Núpi í Dýraf. 23. f. m. Hófst hún með guðsþjónustu, er sr. Sigtryggur Guðlaugsson flutti. Ræður héldu skólastjórarnir Björn Guðmundsson og Sveinn Gunn- laugsson, en Hcigi Valtýsson kennari flutti kvæði. Sundnáms- skeið hefir verið að Núpifrá2.—23. júlí og sóttu það 12stúlkurog 18 piltar; höfðu nemendur sundsýn- ingu þennan dag. Umsóknarfrestur um héraðsskólann að Núpi I Dýra- firði er útrunninn 15. þ. m. Ættu þeir, sem hugsa til að stunda nám í skólanuni á komandi vetri, að senda umsóknir sínar sem íyrst. Sundlaug Súgfirðinga var vigð s. 1. sunnud. (30. f. m.) að viðstöddu miklu fjölmenni. — Ræður héldu: sr. Halldór Kolbeins; Sturla Jónsson, form. íþróttafél. Stefnis, sem hefir haft forgöngu um byggingu sundlaugarinnar; Ólafur J. Ólafsson (frá Botni) og Sigurður Runólfsson sundkennari. Gunnar M. Magnús kennari flutti snjalt kvæði, tileinkað íþróttafél. Stefni. Siðan var sundsýning hjá nemendum og frjálst sund. Laugin er hin snyrtilegasta að öllum frágangi og mikil menning- arbót fyrir Súgfirðinga og nðra nærsveitamenn, sem notað geta þau ágætu skilyrði sem þarna eru fyrir hendi. 1. þ. m. hófst nýtt sundnáms- H/úsnæði. Tvær fbúðir, hentugar fyrir litl- ar fjölskyldur til leigu frá næstu mánaðamótum. Guðm. Pétursson. skeið við laugina og eru nemend- ur aðallega úr Önundarfirði. Blóma- og trjáræktarfél. ísfirð- inga ællar að halda skemtun í Tunguskógi á morgun, ef veður leyfir. Til skemtunar verður svona sitt af hvoru, eins og gengur: Ræðuhöld, upplestur og leikir og dans á stórum nýjum palli — og svo ágætar veitingar. Félag þetta er eitt mesta nyt- semdariélagið, sem hér starfar, og vinnur ótrauðlega að þvi að fegra og prýða skrúðgarð bæjarins. — Tekjurnar af þessari skemtun ganga allar til þess að auka, fegra og prýða garðinn og þarf því ekki að efa, að bæjarbúar stuðli að tekjudrjúgri skemtun S þetta sinn, eins og undanfarið. Félagsstjórnin þakkar fyrirfram stuðninginn og það sem ýmsir bæjarbúa hafa lagt fram til veitinganna. Smokkveiði. Útlit er fyrir, að smokkfiskur ali- mikill sé nú kominn hér við Vest- firði. Hefir hann þegar gengið nokkuð inn í Djúpið og fóru nokkr- ir vélbátar úr Hnifsdal og Bol- ungavík til smokkveiða í fyrri nótt og öfluðu sæmilega. 1 smokkfisk rak hér á Poliinum í fyrrakvöld. Tíðarfar. Enn er sama gæzku- og gróðrar- tíðin. Er grasvöxtur hér vestra meiri en elztu menn muna. Messað verður hér í kirkjunni kl. 2 á morgun.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.