Vesturland


Vesturland - 12.08.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 12.08.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 12. ágúst 1933. 12. tölublað. Blekkingar ^Skutuls'. Sagt er að Hannibal Valdemars- son kennari riti nú „Skutul" í fjar- veru þeirra Finns og Vilmundar. Bregður þar fjórðungi til fósturs og er hann auðsjáanlega, að reyna að setja ný met f stóryrðum og blekkingum. Qengur það eflaust ekki vel, þar sem svo mikið er fyrir af þeirri vöru áður, en sýni- lega vantar Hannibal ekki viljann og mega þeir virða það við hann, húsbændumir. í „Skutli'' 4. þ. m. Iiefir H. V. ritaðgrein, er hann nefnir: „Sigur- lygar Sjálfstæöismanna". (Foreldr- ar, sem eiga börn í höndum þessa „fræðara" og aðrir sem góðum siðum unna ættu að taka eftir hinu prúðmannlega orðbragði — eða hitt heldur —, sem þessi piltungitem- ur sér 1 raeðu og rití). f grein þessari er þeim íávfslegu blekkingum haldið fram, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi tapað fylgi við síðustu Alþingiskosningar og að tala um sigurvinningar hjá flokknum, eins og gert hafi verið hér I blaöinu, sé bara gort. Fæstir myndu trúa að aðrir en forheitustu glæþamenn ættu til slíka óskammfeilni, að ætla að telja fólki trú um slikar fjarstæður og haldið er fram í grein þessari. Tölurnar ijúga ekki, en það er hægt að Ijúga með tðlum, sagði sr. Quðm. Guðm. einu sinni, og það gerir greinarhöf. með því, að taka þær tölur einar, sem eru lægri hjá Sjálfstæðisfiokknum nú cn við næst siðustu Alþ.kosningar, en sleppa tölum í öllum þeim kjördæmum, þar sem atkvæðatalan hækkaði. Er þetta að eins sýnishorn af venjulegum blekkingaraðferðum þeirra rauðu bandamannanna. Önnur mjög fáránleg blekking er og i grein þessari. Er hún svo úr garði gerð, að sú spurning hlýtur að vakna hjá hverjum aivar- lega hugsandi manni, að menn sem búa slfkt'til I fullri alvöru séu ann- aðhvort andlegir sjúklingar, sem eigi geti gert greinarmun á réttu og röngu, eða svo forhertir, að þeir haldi hiklaust fram ósannindum i stað sannleika. Það er sú blekking, að Fram- sóknarmenn hafi setið heima þús- undum saman nu við Alþingis- kosningarnar — og því bætt við, að það hafi átt að vera hegning á Frainsókn fyrir samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það er nauðsynlegt að rekja hér stuttlega feril þessara ósanninda. Fyrst eru þau borin fram i Timan- um og á Jónas Jónsson auðsjá- anlega að huggast við þessa sjálfs- blekkingu — og hinn mikli ósigur Framsóknar »ð staia af þvi, að ekki hafi verið fylgt bardagaaðferð hans til hins itrasta, Siðan taka Alþýðuflokksblöðin upp þessa fá- ránlegu fjarstæðu með hjartanlegri gleði og sýnir það Ijósara en nokk- uð annað, hve sambandið er náið thilli þessara flokka og f raun og veru er um einn flokk að ræða, þótt gerfin séu mörg. Um þá mörgu kjósendur víðs- vcgar á landinu, sem nú sátu heima, eða ekki gátu greitt atkvæði, veit vitanlega enginn hvaða flokki þeir hafa sérstaklega tilheyrt. Ef gera ætti skynsamlega áætlun um skiftingu þeirra milli flokka yrði sú eðlilegust, að skifta þeim eftir sömu hlutföllum oghinum sem kusu. Nokkru mun það hafa valdið um hve margir sátu heitna nú, að tnargt af friðsömu og ærlegu fólki er orðið sárþreytt á blckkingum, rógi og skrílyrðum tauðu blað- anna og yill syo helzt hvergi nærri stjórnmálum koma. Að gefa Framsókn alla þessa kjósendur, eins og „Skutull" gcrir kemur að eins upp um strákinn Tuma. Alþýðuflokksmenn sverja fastlega fyrir alt samstarf við Framsókn fyrir kosningar og eru með látalæti um að skamma hana dálitið, en tekur svo sárara til ósigra hennar, en jafn vel sinna eigin hrakfara. Ef um hegningu væri að ræða frá þessum kjóser.dum fyrir sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn ætti hún engu siður að hitta sósíalist- ana en Framsókn, þvi sósialistar hafa að sumu ieyti átt engu þýð- ingarminna samstarf með Sjálf- stæðisflokknum en Framsókn, én vitanlega er alt slikt skraf út í hött og sjáanlega sprottið af gremju yfir þvi, að kosningar sýndu greini- lega að þjóðin ber meira traust til Sjálfstæðisflokksins en hinna flokkanna. Og er það að vonum. Fleiri blekkingar eru f ritsmíð þessari og er hér ekki rúm' til að rekja þær allar. En benda verður á þá regin-þlekkingu, að svo er látið heita, sem Alþýðuflokkurinn hafi bætt við sig atkyæðúm i þess- um kosningum og þannig unnið sigur. Er sú blekking þann veg tilbúin, að atkvæði þau sem Fram- sókn lánaði þessum pólitisku bræðrum sinum eru talin með sem hrein jafnaðarmannaatkvæði. Séu þau atkvæði dregin frá, miðaö við það fylgi sem Framsókn fékk í þessum kjördæmum 1931 ogkunn- ugt er að öðru leyti er um mikla afturför að ræða hjá Alþýðu- flokknum. Það hallast þvi ekki á með vit- ið og vöndunina hjá piltinum. Annars vegar er gort og fáfiæði, en hinsvegar sú forherta óskamm- feilni, að ganga á snið við allan sannleika. Eg triii ckki öðru cn að allir réttsýnir menn haii skömm á slikum málflutningi og láti þá setn slíkt aðhafast fá makleg málagjöld. En hversu kænlega sem þeir Skytlingar slá blekkingarvefinn stendur kosningasigur Sjálfstæðis- flokksins óhrakinn. Hann er staðreynd, sem ckki þýðir að mótmæla. X.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.