Vesturland

Årgang

Vesturland - 19.08.1933, Side 1

Vesturland - 19.08.1933, Side 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 19. ágúst 1933. 13. tölublað. Vígoröin. Andstöðuflokkar Sjálfstæðis- flokksins hafa mjög i frammi þá bardagaaðferð, að búa til vissar kennisetningar eða vigorð, sem þeir ætla fóiki að gleypa ómeltar til áfellingar starfi og stefnu flokks- ins. Og þótt flest af þessu sé svo glamurkent og barnalegt, að naum- ast er trúandi, að það hafi neinar verkanir, rekur maður sig þó á, að á þennan hátt má veiða ein- staka sálir, sem fátt lesa og ekki fylgjast með stjórnmáladeilunum. Það vigorðið sem tamast er, er að utnsnúa nafni Sjálfst.fl. og kalla hann ihalds- eða afturhalds- fiokk. Er Ihaldsheitið af þessum mönnum notað seni mesta smán- aryrði, svo fáfróðir geta haldið, að bak við nafnið felist eitthvað afarilt eða fordæmanlegt, þannig eru flokksmenn Sjálfstæðisflokks- ins á máli Timans og Alþýðubl. og þeirra fylgifiska nefnt „bölvað ihaldspakk" eða „íhaldsdót", „Grimsbyiýður" og sitt hvað fleira. En er þá nokkuð hæft i þeim ásökunum, sem andstöðuflokkarnir vilja feia í ihaldsnafninu á Sjálf- stæðisflokknum? Því fer fjarri. Sjálfstæðisflokkurinn er aö engu íhaldssamari en hinir flokkarnir yfirleitt og tii þess að sanna þá staðreynd, má benda á, að hann hefir á vfxi unnið með báðum þessum andstöðuflokkum sinum að ýnvsum umbótamálum til frjáis- lyndis og umbóta. En Sjálfstæðisflokkinn skilurþað mikilsverða atriði við andstöðu- flokka sfna, að vilja vernda og efla einstaklingsframtak og freisi, sem hinir vilja leggja I viðjar ýmislegra hafta og einokunar. í fjármálum hefir Sjálfstæðis- flokkurinn ávalt viljað fara gæti- lega og með fullri vaiúð, enda hefir ekki veitt af að þar væri meira haldið i en gert hefir verið. Og vart hittir maður nú einn ein- asta kjósanda, sem ekki viður- kennir þá nauðsyn. Slikt er og einmitt það ihald, sem hver hygg- in og dugleg húsmóðir og góðir bændur telja sér nauðsynlegt og fleyta þeim fram til sjálfstæðis. Og sama gildir fyrir þjóðfélagið. Það ætti því enginn að láta flekast af þeim máttlausu vígorð- um, scm hér hefir vcrið gcrð grein fyrir. Smávegis úr ríki bolsanna. 3. Bolsarnir isfirzku höfðu um langt skeið barist fyrir þvi að ná hér ineiri liluta atkvæða við Alþingiskosningar. — Þetta tókst árið 1927, þegar Haraldur Guð- mundsson var kosinn á þing fyrir ísafjarðarkaupstað. En ísfirðingar sáu hann aldrei, nema við hátlð- leg, pólitisk tækifæri, har.n var allt af í Reykjavík, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, sem hann skrifaði nokk- uð i, þegar hann nenti. En þetta var ónæðissamt starf, sifeilt pólitiskt argaþras og erjur, en maðurinn makráður að eðlis- fari, — og enginn verulegur frið- ur til að stunda kaffihús né aðrar skemtanir. Reytingslaun tijá Al- þýðublaðinu, sem illa hélzt á, því að fátækir flokksmenn reyttu hann miskunarlaust, en H. G. var um það fremri flestuin eða öllum kratabroddum hérlendum, að hann mátti ekkert aumt sjá í þann tið, hvorki karl eða konu. Maðurinn fór nú að þreytast, staðfesti ráð sitt og heimtaði eitt- hvað fyrir snúð sinn, þ. e. a. s. fyrir fyigi sitt við þá stjórn, er með vöidin fór, fékk bankastjóra- embætti austur á Seyðisfirði, lét Alþbl. róa, fluttist austur og náði þar kosningu til Alþingis. — Hann hafði nú haft það gagn af ísfirð- ingum sem þurfti. 4. En nokkru áður var nýstjarna tekin að lýsa á ísafjarðar pólitiska hiinni. Finnur Jónsson hafði kló- fest nýjan mann, Vilmund Jóns- son, héraðslækni, gáfaðan mann, vel máli farinn og mátulega sam- vizkusaman tii þess að hægt væri að nota hann. En hér var við rainman reip að draga. Maðurir.n gat verið duglegur með sprettum, en nennti misjafnt, hann varblátt áfram latur. En Finnur lét ekki bugast, kvartaði og kveinaði, bað og grátbændi, þar til hann loks gat ekið Vilm. út á stjórnmála- brautina. Og nú skiptu þeir með sér verkum. Vilm. varð iandvarn- armaðurinn út á við, sem varði flokkinn fyrir öllum utanaðkom- andi árásum með mælsku sinni og Tökfimi, en inn á við sá, er hélt sauðunum saman á beitiiandi Finns, einskonar goð á stalli, sem trúgjörn og hrekklaus alþýða bæjarins tignaði og tilbað álengdar og þótti allt gott, sem hann lýsti velþóknun sinni á, ómetanlegur leppur hins lítt þokkaða Finns, sem nú gat haft sér meiri mann að vissri tegund skjóls. Þessir menn ná fyrst völdum við bæjarstjórnarkosningar hér og nú ræður Finnur þar einn öllu. Yrði það of langur kafli að lýsa ráðsmennsku hans hér, þar sem aðeins verður rætt um þingmenn Alþfl. hér í bæ. Vilm. Jónsson er kosinn á þing 1931 og reynist ágæt verzlunarvara í höndum hins mikla kaupmanns Jóns Baldvins- sonar, þvi að hann er keyptur inn í landlækuisembættið. Hann axlar sín skinn og flyzt suður. Hann hefir einnig haft fult gagn af isfirzkum kjósendum. 5. Svo var Finnur Jónsson kos- inn á þing nú í sumar. Hann hefir lengi langað til að fá að standa við stallinn, eins og hinir. Haraldur og Vilmundur höfðu fengið sitt, svo að Finnur heimt-

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.