Vesturland


Vesturland - 19.08.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 19.08.1933, Blaðsíða 2
50 VESTURLAN D aði nú skilyrðislaust að komast að jötunni. Hann hafði auk þcss með ráðsmennsku sinni sett Sam- vinnufélag ísfirðinga nær þvi á fiöfuðið, en hins vegar tryggt sér það, að eigendur bátanna, Bjarn- anna eða Rússanna, sem þeir ýmist eru nefndir, gæti ekki rifið sig lausa, með þvi að lokka eig- endurna til að selja félaginu bát- ana. Og meiri hluta bæjarstjórn- arinnar hefir hann ginnt til að ábyrgjast fyrii félagið og lána það, sem lánað varð úr hafnar- sjóði, svo að bæjarsjóður er svo galtómur, sem verða má. Báta- höfnin verður ekki bygð af því að allt sem hafnarsjóður hefir getað við sig losað, er fast í Samvinnufélaginu. Þessi sæmílega efnaði og tekju- mikli sjóður getur ekki lagt fram 50 þús. kr. árlega f næstu ár, hvað þá 50 þús. kr. til þess að geta látið byrja á verkinu, þvi að hvað á þá að halda uppi fjármála- stjórn bolsanna? Og sjúkrahúsið mjólkar ekki nema takmarkað, sem aðrar mjólkurkýr, þó góðar séu. Nei, nei, það er farið að rjúka úr jörðunni undir fótum Finns og hann veit, að eldurinn æðir undir. Það er eina ráðið að bjarga sér í burtu fyr en I ótfma er kom- ið og ísfirzku kjósendurnir hafa hjálpað honum drengilega. Einn góðan bita hjá rikinu og hann er sloppinn! Vilmundur! Sýndu nú dugnað þinn og stappaðu upp nýrri tó- bakseinkasölu handa F. J. eða nýrri síldareinkasölu handa honum til að setja á hausinn eða einhverj- um fjandanum öðrum, svo að hann sleppi héðan áður en allt hans hrófatildur hrynur ofan á hann og kannske mer hann til bana. Hvernig heldur þú að Finni liði hér, þegar augu kjósenda hans fara að opnast og þéir sjá, hvernig hann hefir allt í pottinn búið fyrir þá? Ertu ekkert hrædd- ur um að ísfirðingar, sem eru í blóðheitara lagi, kunni að vega hann f ógáti? Haki. f Jón Þorvaldsson héraðslæknir. Hann var fæddur hér á ísafirði 15. júní 1867 ogandaðist i Reykja- vik 3. júni þ. á., eftir uppskurð. Foreldrar hans voru hin nafn- kunnu hjón: Þorvaldur Jónsson héraðslæknir og Þórunn Jónsdóttir. Jón gekk í latinuskólann i Reykja- vik, varð stúdent 1888, en lauk lofsamiegu prófi i læknisfræði 1892 og varð þá aðstoðarlæknir föðurs síns hér á ísafirði. Þótti hann heppinn læknir og var vel latinn. 1901 var Jón skipaður hér- aðslæknir í Hesteyrarhéraði og þjónaði þvi alla tið þangað til á s. I. vori, að hann fékk lausn frá embætti. Var Jón vinsæll maður í héraði sínu og merkur eins og hann átti kyn til. Ekkja Jóns af síðara hjónabandi, er Maitha S. Bachmann, frá Patreksfirði. „Vesturl." flytur nú minningar- Ijóð um J. Þ., eftir síra Jónm. Halldórsson á Stað í Qrunnavík: Yzt og nyrst á norðurleiðum _ við náin kynni feikna og ísa, þar sem hæst úr hafi rísa heljaríjöll með jökulbreiðum, þar sem landsins - kröppumkjörum Kaldbaks arfur býr í hreysum, áttu spor mcð frægðarförum f fannaríki og vegaleysum. Býr við skort og brotasilfur og bakraun menning Hornstrand- anna, áþekk kjörum útlaganna, að þeim reiddar þingsins kylfur. Við samgöngur og simaleysi, sortahríð og vetrar-nauðir, ei landsstjórn veit.þóttlöngudauðir liggi menn í köldu hreysi. Vel er þegar verkin tala -*¦ vikin þó að skilji leiðic — yzt til nesja, innst til dala um þig stafa geislar heiðir, hvar sem menn á fundum finnast eða förnum vegum mætast — á læknirinn er ljúft að minnast, er lét svo margra vonir rætast. Óhamingju útnesjánna alla tima vopnin bita, að fá þig hér ei framar líta finnst mér ofraun þinna granna*. Seint og ekki sumir gáðu að sæmdarlífi ykkar hjóna, lifðuð til að lækna og þjónai- Iaunin smá að ending þáðuð. Nú Ijðmar yfir norðurvegi nóttlaus veröld yls og blðma,. svo liður fram með láni og sóma og Iýkur góðs manns æfidegi. Þar sem góðra manna getur, gifta þjóðar höfði lyftir, að brottför þeirra er sælusviftir sumri hallar, nálgast vetur.. Kærleiksstarf í kyrþey unnið kveikir ljós yfir dauðans ósum,. er sem minning ilmi af rósum, er æfiskeiðið fagra er runníð.. í júni-ljóma laufguð gröfin laugast bjartar sumarnætur hans, sem kunni á böli bætur bónleiðra við norðurhöfin. Þar var traust og tryggð með festu tállaust mál og gðfgi sálar,. siðar þegar sagan málar sinna lækna myndir beztu ofarlega ætla eg reynist útlaganna heilsuvörður — enn þá lifa Helga og Hörður i Hólmanum, þó að sumum leynist. Sveinn Árnason fiskimatsmaður kom hingað með Dettifossi 9. þ. m. hefir dvalið hér undanfarið til þess að ræða við útgerðarmenn um hina nýju fisk- verkun, er hann fékk cinkaleyfi á um næstu 5 ár á síðasta Alþingi. Hefir Sveinn kallað fisk þennan Magna, en það er sama verkun og þekt er frá New-Foundlandi undir nafninu Shore. Er fiskur þessi eftir- sótt vara sumstaðar í. fiskmarkaðs- löndum okkar og stórfvskurinn einkum i hærra verði, en fiskur verkaður á annan hátt. Sveinn hefir verkað Magnafisk um alllangt skeið og kveður verk- unina yfirleitt hafa tekist vel og gefa góðar vonir um að hún ryðji sér braut smámsaman. Sveinn er eindregið fylgjandi því að tekinn sé alment upp pækil- söltun á fiski og telur að á þann fáum við ístendingar miklu verð- meiri fisk en ella.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.