Vesturland - 19.08.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND
51
Kærar þakkir öllum hinum mörgu
vinum og vandamönnum er á 60
ára afmæli mínu 12. þ. m. sýndu
mér innilega vinsemd með heilla-
skeytum, heimsókn og stórmynd-
arlegri gjöf: málverki af Kirkjubóli.
Með alúðarkveðju og þökkum.
Kirkjubóli, 14. ág. 1933.
Tryggvi Á. Pálsson.
Flug Lindberghs.
Lindbergh, hinn heimsfrægi flug-
kappi, flaug frá Angmagsaiik í
Qrænlandi til Reykjavíkur 15. þ. m.
og flaug þá vegalengd i einum
áfanga á tæpum 6 klst. Kona Lind-
berghs var með honunt.
Þeim hjónum var tekið í Reykja-
vik með kostum og kynjum, eins
og nærri má geta.
Ráðgert er að Lindbergh fljúgi
frá Reykjavík á morgun, ef veður
leyfir.
Athugasemd.
Björn í Mörk þeirra Skytlinga
sendir mér kveðjú sina í síðasta
bl. Skutuls og hefir soðið saman
svo „hysteriska" deliu, að mann-
auminginn skilur ekki sjálfan sig.
En allur er samsetningur þessi
með hinni alkunnu hógværð og
prúðmensku „fræðarans". Bervíst
að skilja greinarlokin sem hólm-
gönguboð ti! min og er sjálfsagt
að taka þvi, þótt ekki sé að vænta
mikils drengskapar af hálfu Hanni-
bals. Verður skemtilegt að sjá á
hvern hátt hugrekki Hannibals
birtist.
í sambandi við deiluefnið má
geta þess, að Pétur T. J. Oddsson
stúdent sá um umrætt tbl. „VI." í
f jarveru mirini, en hann er heima-
maður Hannibals.
Arngr. Fr. Bjarnason.
Dómsmálaráðherra
hefir óskað eftir því, að þingflokk-
arnir tilnefndu sinn manninn hvor
til þess að undirbúa kosningalög.
Sjálfstæðisfl. hefir tilnefnt Magnús
Guðmundssonráðherra; Framsókn
arfl. Eystein Jónsson skattstjóra og
Alþýðufi. Vilm. Jónsson landlæknir.
Hallgrímur Rósinkranzson
andaðist hér í bænum i nótt. Hall-
grímur var 78 ára gamail og hefir
verið búsettur hór yfir 30 ár. Hans
verður nánar minst siðar.
Hessian,
Bindigarn
og Saumgarn
ávalt fyrirliggiandi. — Hringið í síma 26.
Tryggvi Jóakimsson.
Gærur.
Eins og undanfarin ár kaupi eg
nýjar og saltaðai* gærup.
Reynsla liðinna ára sannar ykkur, að hjá mér fáið
þið allt af hæsta verð og peningaborgun strax eftir
innvigtun.
ísafirði, 10. ágúst 1933".
Jóh. J. Eyfirðingur.
K o I a s k i p
væntanlegt í næstu viku.
Kaupið kol meðan á uppskipun stendur, það er ódýrast
Togarafélag Isfirðinga.
Karakúi sauðfé.
Samkv. heimild siðasta Alþingis
hefir ríkisstjórnin keypt og flutt
hingað til lands 20 karakúlsauð-
kindur, 15 hrúta og 5 ær. Varféð
keypt af fjárræktarstöðinni i Halle
í Þýzkalandi og kostaði, að sögn,
1000—1400 mörk hver kind af
hreinræktuðuðu kyni, en 375-500
mörk hver kind af blönduðu kyni.
Félög og einstakir menn, aðal-
lega sunnaniands, hafa keypt 13
hrúta, en rikisstjórnin ætlar að
koma upp fjárræktarstöð með 2
hrútum og ánum. — Bændum þyk-
ir féð dýrt og eru því tregari tii
kaupa, en gert var ráð fyrir.
Fé þetta verður fóðrað í Þerney
undir umsjón Búnaðarfél. íslands
þangað tii i haust.
Tryggvi A. Pálsson
óðaisbóndi á Kirkjubóli varð sex-
tugur 12. þ. m.
María Markan
söngkona söng hér í G.T. húsinu
15. og 16. þ. m. Þótti sör.gur henn-
ar með afbrigðum góður; aðsókn
mikið meiri en venja er til og söng-
konan hylt með lófaklappi og blóm-
vöndum. Kapelm. Otto M. Heitz-
mann aðstoðaði.
Húseignir og lóðir
á ágætum stöðum í bænum
eru til sðlu.
Væntanlegir kaupendur gefi sig
fram fyrir 1. seftember við ritstj.
blaðsins, sem gefur nánari upp-
lýsingar.
Járngeymir,
sem tekur 25 föt, til sölu ódýrt.
Verzl.Björns Guðmundssonar
Sterk og vö'nduð aktygi til sölu.
Ritstjóri visar á.