Vesturland


Vesturland - 26.08.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 26.08.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísafjörður, 26. ágúst 1933. 14. tölublað. Heilindi Jafnaðarmanna. „Foringjar sósialista eiga alltaf illa aðstöðu í stjórnmálunum. Þeir verða allt af að blekkja kjósendur sina". Þetta sagði maður sem fylgir stefnu Jafnaðarmanna og hefír fylgt þeirri stefnu um mörg ár, en kaus ekki við siðustu kosningar til Alþingis. Er nú þetta rétt hjá þessum gamla jafnaðarmanni? Foringjar jafnaðarmanna hafa um mörg undanfarin ár þóttst berjast fyrir auknum kosningarétti almenningi til handa. Þeir hafa og á stundum borið fram á Alþingi tillögur í þá átt, en sá hefir orðið endir þeirra mála, að þeir hafa látið við það sitja að bera fram tillögurnar, ekkert gert til þess að koma þeim í framkvæmd. Meðan þeir réðu í þinginu, árin 1928—31, þá létu þeir ekkert á sér kræla um þessi „mál málanna" sem þeir hafa svo oft kallað, fyr og síðar. Þá var hugur þeirra bundinn öðr- um viðfangsefnum. Á þessum ár- um gátu þeir komið því fram á Alþingi, sem þeir vildu. Fram- sóknarstjórnin, Jónas og Tryggvi, vildu allt til vinna að lafa við völdin og bandamenn þeirra á Alþingi, Jafnaðarmennirnir, gátu sett þeim hvaða kosti sem.þeir vildu. Það sást líka árangurinn af því samstarfinu, þó í öðru væri, Jafnaðarmenn fengu tvo banka- stjóra, einn landlæknir þrjá for- stjóra fyrir ríkisfyriitækjum, sem stofnuð voru til atvinnubóta handa heldri mönnum Framsóknar og Jafnaðarmanna, auk ýmsra ann- ara persónuhlunninda og fríðinda. ísfirðingar mega lika muna hversu annt jafnaðarmannaforingj- unum var um kosningarrétt þeirra. Eins og allir vita höfðu borgar- arnir rétt til að kjósa sér bæjar- stjóra. Ekki var jafnaðarmaðurinn Haraldur Quðmundsson fyr kom- inn á þing, en hann bar fram frumvarp á Alþingi um að svipta ísfirzka kjósendur þessum rétti. Þetta tókst, Framsókn hjálpaði Haraldi til að fá þetta samþykkt. í fjármálunum koma fram sömu óheilindin. Jafnaðarmannaforingj- ingarnir þykjast vilja lækka laun þeirra starfsmanna ríkisins, sem hæst eru launaðir. En í fram- kvæmdinni er þetta á þann veg, að þeir heimtuðu af Framsóknar- stjórninni að forstjórar ríkisfyrir- tækjanna, sem foringjarnir fengu stofnsett 1928—31, hefðu hærri laun en æðstu embættismenn rík- isins, t. d. Sigurður Jónasson tó- baksverzlunarforstj. 12—14000,00 kr. árslaun, hann eyðir lika oftast 2 klst. á dag til þessa starfs, for- I stjóri ríkisprentsmiðjunnar 10000 ' þús. kr. og forstjóri landssmiðj- unnar 9000 þús. kr. auk uppbótar. Sambærileg laun fékk svo Fram- sókn fyrir sina forstjóra. Einn læknir hefir frá rikinu tvenn embættis'.aun 14000 þús. kr. á ári og auk þess 1500 kr. fyrir eftirlit með kennslu Ijósmæðraefna, en það starf fellur beint i hans verkahring. Tillaga kom fram um það að þessi embættismaður léti sér nægja þessi tvóföldu laun en slepti þessum 1500 kr. aukalaun- um. Jafn/íÓarmenn, og þó einkum Vilm. Jónsson, ætlaði alveg að rifna út af þeirri ósvinnu að bera fram slika tillögu um launalækkun þessa embættismanns. Um leið og jafnaðarmannafor- ingjarnir vinna þessi verk, bera þeir fram tillögur um launalækk- anir starfs- og embættismanna rik- isins. Tillögur, sem auk hugarfars- ins sem þeim fylgir eru svo fárán- lega vanhugsaðar, að enginn tekur þær alvarlega. Met I þessum leik á Vilmundur Jónsson með flutn- ingi frumvarps eins 1932 Þskj. 174, sem óskandi er að sem flestir lesi, einkum greinargerðina. í atvinnumálum er það helsta hjálpráð foringjanna að rægja og svivirða þá sem leggja fé í atvinnu- fyrirtækin og auka á erfiðleikana, einkum þegar illa gengur. — Þeim hefir ótrúlega oft tekist að fá litt hugsandi verkafólk til að trúa því, að þeir sem leggja fé sitt í atvinnu- rekstur séu óvinir verkalýðsins. Atvinnuleysi er nú með mesta móti í landinu og það stafar með- fram af þvi, að þeir sem enn eiga handbært fé hafa séð það á und- anförnum árnm að það ér ekki arðvænlegt að leggja fé sitt í at- vinnufyrirtæki, og þess utan fá þeir, sem það gera, stóra vanþökk þeirra sem atvinnunnar eiga að njóta. Þessvegna fæst ekki nauðsyn- leg aukning atvinnutækja sem sam- svari aukningar verfærra manna i larídinu. Sök á þessu eiga þessir foringj- ar, beint og óbeint. — Beint vegna þess að þeir, sem flestir eru stór- rikir menn, leggja aldrei fram nokkurt fé til atvinnureksturs, nema ef vera kynni einhverja smámuni til þess að skapa sér sjálfum bætta efnahagslega aðstöðu, t. d. i háum launum. — Óbeint með því að rægja atvinnurekendur og þar með spilla þvf, að menn stofni ný at- vinnufyrirtæki. Þeim fjölgar vonandi jafnaðar- mönnunum sem sjá í gegnum blekkingarvefinn, eins og gamli jafnaðarmaðurinn. Djúpkarl. Togarinn Gulltoppur rakst á sker á Húnaflóa, nálægt Vatnsnesi, 24. þ. m. Togarinn Skallagrímur var þar rærstaddur og dró Qulltopp af skerinu eftir nokkurn tíma. Fer fram athugun á Sólbakka um skemdir á skipinu, sem vonandi eru ekki miklar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.