Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.08.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 26.08.1933, Blaðsíða 2
54 VESTURLAND Vegamál Vestfjarða. Lýður Jónsson vegaverkstjóri áætlar bíifær- an veg frá ísafirði til Rafnseyrar 120 þús. krónur. Teiur vel kleyft að ieggja veg yfir Breiðadalsheiði. Lýður Jónsson vegaverkstjóri hefir nýlokið við bílfæran veg frá Hvalskeri við Patreksfjörð og suð- ur að sjó á Rauðasandi, skamt frá Saurbæ. Vegurinn liggur frá Hvalskeri beint yfir fjallgarðinn og niður Bjarngötudal. Er aðeins ruddur vegur yfir fjallgarðinn, en vegarstæði þar gott. Erfitt var um vegalagningu í Bjarngötudai vegna bratta og stórgrýtis, en tókst þó vel. Vegagerð þessi kostar tæp 10 þús. kr. Er veginum ætlað að ná að Saurbæ, og hefir Lýður áætlað hann þangað alls 12 þús. kr. og mun sú áætiun standast. Áður hafði Hildimundur Björns son vegaverkstjóri í Stykkishólmi áætlað vegagerð um þetta svæði, en valdi aðra ieið, sem var um þriðjungi lengri, og var áætlun hans 22 þús. kr. Lýður vinnur nú að endurbót- um á þjóðveginum héðan og vest- ur. Er áætlað að vinna hér á Dagverðardal fyrir 5 þús. kr., en í vor var unnið að endurbótum vegarins í Önundarfirði fyrir 3 þús. kr. Við vegagerðina á Dag- verðardal vinna um 20 menn. „Vesturl." hefir átt tal við Lýð um bílfæran veg héðan vestur og teiur hann engin sérstök tormerki á því, að gera bílfæran veg héðan yfir Breiðadaisheiði. Hefir Lýður áætlað, að bíifært megi gera héð- an og að Vifilsmýrum í Önund- arfirði fyrir 64 þús. kr. En þaðan og að Lækjarósi i Dýrafirði, sem er heppilegri leið en að Qemlu- faili, má áætla vegarkostnað mest 25 þús. kr.; líklega yrði það í framkvæmd nokkru minna. Frá Þingeyri til Rafnseyrar hefir Lýð- ur áætlað vegarkostnað, að með- töldum brúm á Þverá og Rafns- eyrará 30 þús. kr. og er þar að mestu Ieyti um ruddan veg að ræða. Samkvæmt áætiun Lýðs myndi því bílfær vegur frá ísa- firði til Rafnseyrar kosta um 120 þús. kr. Til frekari skýringar um hvernig Lýður hygst að haga vegagerð yfir Breiðadalsheiði og umhverfis hana, skuiu hér teknir upp þeir liðir úr áætlun hans er snerta þennan hluta vegarins: Af Súgandafjarðarvegi upp á fjallið myndi vegur verða um 1100 1. m. Ef þessi kafli er rudd- ur þá er kostnaður kr. 3200,00. Væri um lagðan veg á þessum kafia að ræða, áætlar Lýður hann 7700,00 kr. Þetta yrði fyrst beinn kafli vestur að fjalli, svo er 1. snið norður á Hjalla, nokkur hlið- arhalli. Vegh. 1:8—9. 2. snið af Hjaila suður á háfjallið, hliðar- halli litiil. Vegh. 1:9—10. Af háfjalli verður að beygja suðvestur að simakapalstaur. Þetta snið yrði lagður vegur 200 I. m. Sumstaðar mikii fylling, hliðar- halii. Vegh. 1:9. Kostnaður áætl. kr. 1400,00. Frá kapalstaur i hvylft að vest- anverðu i fjallshiiðinni. Eitt snið norðvestur með hlíðinni, hliðar- halii 1:1. Vegh. 1:7—8. Þessi kafli liggur gegnum n. v. endann á Heiðarskaflinum, en þar var eng- inn skafl 12. júlí í sumar. Þarna þarf vegur að vera 4 m. breiður, hlaðinn utan í hlíðina, neðri kant- ur 4 m. hár, en að ofan þarf enga hækkun. Með því að taka þetta snið svona myndi iiggja litiii eða enginn snjór á þeim vegi, þegar leyst er af vegi annarstað- ar á fjailinu. Þessi kafii er300m. langur, og er áæliaður á kr. 9000,00. Annað snið suðaustur frá hvylft i hliðinni niöur í lautina, þar sem gamla gatau iiggur upp í skafiinn að austanverðu. Þarna cr minni hliðarhalli 1:2. Vegh. 1:9. Þetta stiið yrði að vera Iagður vegur 4 m. br., víða mikil upp- hleðsla. Þessi kafli er 400 m. langur. Kostnaður áætlaður kr, 14000,00. Þriðja snið úr hvyiftinni niður á veglinu J. ísleifssonar. Þetta yrði iagður vegur 4 m. br. Vegh. 1:9—10, hliðarhalli 1:2, dálftil upphieðsla. 400 m. langur kafli. Kostn. 10000,00 kr. Eftir vegiínu J. ísleifss. niður á efsta snið í Skógarbrekkum 1200 metrar. Kostn. 6000,00 kr. í Skógarbrekkum má vel fara gamla veginn, með aðgerð^og breikkun, kostnaður 3000,00 kr. Undir Skógarbrekkum að Veðr- ará er vegkafli sem þarf að breikka og laga, þ. e. frá Fremri- Breiðadal að vegamótum/ Kostn- aðaráætlun 1000,00 kr. í sambandi við þessa áætlun beindi blaðið þeirri spurningu til vegaverkstjórans, hvort áætlunin myndi standast. Svaraði hann því þannig, að þar sem hann hefði sjálfur unnið að, hefði framkvæmd eigi farið fram úr áætlun sinni. Eins og að framan getur, áæti- ar Lýður bilfæran veg alla leið til Rafnseyrar um 120 þús. kr. og er fjarri þvi að neinum þurfi að blöskra það. Ráðgert er að bilferja verði yfir Dýrafjörð og er sá kostn- aður ekki talinn með i áætiun um vegakostnaðinn. Vegur þessi myndi tengja sam- an þrjú aðalkauptúnin á Vestfjörð- um: Flateyri, Þingeyri og Bíldudal við ísafjörð. Og þegar vegur þessi væri fullgerður er vissa fyrir þvi, að bíivegasamband myndi bráð- lega opnast alla leið héðan til Reykjavíkur og eins aðrir nýir vegir, svo sem vegur milli Arnar- fjarðar og Patreksfjarðar, frá ísa- firði til Súgandafjarðar og vegur frá ísafirði um sveitirnar i Djúp- inu. 1931 ferðaðist hr. Jón ísleifsson verkfræðingur hér um Vestfirði til þess að athuga vegarstæði og gera áætlanir um vegakostnað. Taldi Jón illfært að gera veg yfir Breiðadalsheiði, cn lagði þó tii að gerður yröi bilvegur beggja megiu iieiðarinnar og iagði til að gerður yrði nýr vegur um Skóg- arbrekkur og heimeftir Breiðadal, sem áætlaður var um 20 þús. kr. Frá Vífilsmýrum og að Qemiufalli áætlaði Jón að vegarkostnaður

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.