Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.08.1933, Blaðsíða 3

Vesturland - 26.08.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND 55 J|IIIIIHIIIIIIII>lllllllll!llllllllll!!lll||||!ll!ll||||||||||||!!lllll!llll!l||||l||||||||k | Vesturland. jj Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. § = Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. s = Útkomud.: miövikud. og laugard. s Verð til árainóta 4 kr. !J = Gjaldd. 15. sept. í lausas. 15 aura. f| Augl.verð 1.50 cm. eind. g Stærri augl. eftir samkomulagi. = ^I|||||||||||IIII!III!IIIIIIIII!IIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!II!III!III!III!IIIIIII!III!IIIIIF yrði 25 þús. kr. En frá Þingeyri til Rafnseyrar áætlaði hann veg- arkostnaðinn frekl. 46 þús. kr., að meðtöldum brúm á Þverá og Rafnseyrará. Samkvæmt áætlun Jóns ísleifs- sonar myndi bílfær vegur héðan til Rafnseyrar kosta alls 101 þús. kr., en eins og fyr er sagt telur Jón vegagerð yfir Breiðadalsheiði lítt framkvæmanlega og gerði því enga áætlun um veg þar. 1931 athugaði Jón ísleifsson einnig vegarstæði frá Hnífsdal til Bolungavíkur og áætlar vegar- kostnað þar 45 þús. kr. Var veg- ur þessi tekinn I Þjóðvegatölu á síðasta þingi. Þrátt fyrir greiða sjóleið um Vestfirði njótum við Vestfirðingar ekki þæginda nútfmasamgangna nema til hálfs fyr en við fáum bílfært samband inilli fjarðanna. Eru augu manna hér að opnast meira og meira fyrir þýðingu góðra vega, og af öllum vegum hér vestanlands liggur engum jafn mikið á vegna héraðsins og Þjóð- veginum vestur. Vestfirðingar hafa einnig setið svo lengi hjá um samgöngubætur, aðrar en styrkinn til Djúpbátsins, að þeir eiga fulla kröfu á þvl, að hér sé alvarlega hafist handa. ' Þau fjárframlög sem lögð hafa verið fram til Vestfjarðavegarins af hálfu ríkisins síðan hann var tekinn I þjóðvegatölu eru næsta þýðingarlaus. Hafa það verið si- feldar smáupphæðir sem rétt nægja fyrir árlegu viðhaldi á nokkrum kafla eða köflum vegar- ins, en um nýja vegarlagningu hefir ekki verið að ræða. Er það mjög óheppilegt fyrir ríkissjóð, að láta vinna fyrir tiltölulega smáar fjárhæðir á fjarlægum stöð- um, sökum þess, að þá fer hlut- fallslega mikið meira fé I ferðir og flutninga milli staðanna. Sú krafa sem allir Vestfirðingar ættu að sameinast um í þessu vegarmáii er það, að ríkissjóður leggi fram á næsta ári eða næstu tveimur árum 50 þús. kr. Mætti með því fé fá bilfært samband við Önundarfjörð, eftir áætlan Lýðs og íleiri vegfróðra manna. Sveitir þær sem Iiggja að vegin- um eða hafa hans mest not ættu svo með almennum samtökum að taka að sér framkvæmd þessa vegamáls um bygðirnar með því að lána ríkissjóði andvirði vinn- unnar uin ákveðinn tima og fara þar að dæmi Rangæinga og ann- ara áhugamanna. Þetta vegamál ætti að ræðast á fundum í sveitunum í sambandi við hausthreppaskilin eða á öðr- um hentugum tíma. Því það verð- ur að vera hverjum og einum ljóst, að það er undir okkur sjálfum komið, að sigra bráðlega tneð þessa þráðu og þörfu vegafram- kvæmd. Við höfum dottað of lengi í vegamálunum. Nú verðuin við að vakna og verða ekki lengur eftir- bátar allra annara um þær fram- kvæmdir. Breytingin á Pósthúsinu. Undanfarið hefir verið unnið að því hér I bænum, að breyta póst- stofunni, sem var hér áður, svo hægt væri að kúlda pósti og sítna á sömu hæð hússins. Allir munu kunna breytingum þessum iila, þvi þær eru argasta afturför frá því sem áður var og hljóta að kosta mikið fé, en geta þó aldrei orðið til frambúðar. Eftir að ríkissjóður keypti af Sameinuðu og lét breyta neðstu hæðinni í póststofu var hér hin vúmbezta og aðgengilegasta póststofa á landinu, miðað við stærð bæjar- ins. Eftir þessa breytingu er allt öðru máli að gegna og auk þess er húsrúm það, sem pósti er ætl- að mikils til of lltið þegar pakka- póstur verður jafn inikill og oft var áður og sem búast má við að verði strax og hinum leiðu Beztu kartöflurnar fást í 1 s a f o 1 d. Gott piano til sölu. Lágt verð. Ritstjóri vísar á. Fjármark undirritaðs er: Biti aft. hægra; biti framan vinstra. Brennim. Q. Þ. Þ. í. Guðm. Þórðarson, Þingeyri, Dýrafitði. innflutningshöftum léttir og við- skifti geta orðið frjáls og óhindruð. Þess er vert að geta, að póst- málastjóri og póstmeistari hér lögðu eindregið móti þessum breytingum, en Quðm. Hlíðdal landssímastjóri réði um breytingar þessar. Hafa þær vakið óánægju og undrun margra bæjarbúa og mun það fara vaxandi er fram líða stundir. Er ekki ólfklega tilgetið, að ekki muni líða á mjög löngu þangað til öllu verði umturnað þarna aftur. Vélbátur sekkur. Vélb. Smyríll frá' Flateyri I Ön- undarfirði sökk 19. þ. m. Bátur- inn var á leið til Súgandafjarðar og kom leki að honum, er hann var að fara fyrir Sauðanes. Sáu bátverjar sitin kost vænstan, að hleypa bátnum til lands norðanvert við Sauðanestána. Báturinn var eign Jóns Þorbjörnssonar form. á Flateyri og fleiri þar. Hafði verið vátrygður. Smokkafli hefir venð allmikill hér vestra, einkum I Arnarfirði, undanfarið og hafa margir vélbátar úr nágrenn- inu stundað þá veiði. Smokkreki var nokkur á ýrnsum stöðum fyrst eftir að smokkfiskur kom,en síðan því nær enginn. Frystihúsin hér og nærendis hafa keypt smokkfiskinn á 10 aura kílóið. Botnv. Hávarður ísfírðingur fer á isfiskveiðar í dag. Sólskin og blíðviðri hefir verið þessa viku. í gærkv. og nótt rigndi þó nokkuð.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.