Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.08.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 30.08.1933, Blaðsíða 2
58 VESTURLAND Útgerðarmenn! Notið nú tækifarið! Ýmsir munir tilheyrandi motorskipinu Leví seljast mjög ódýrt næstn daga til 4. seft. n. k., svo sem: segl, möstur og reiði, lausir kaölar og blokkir. 30 hestafla Lysekilvél í góðu standi, með olíugeymum og öllu tilheyrandi; stýrisvél með leiðslum, logg, stýrishús, sjókort og útvarpstæki. Ennfr. legu- færi, áttavitar, ljósker, eldavél, mataráhöld og margt fleira. Munirnir eru allir í góðu standi og seljast að eins gegn staðgreiðslu. Kaupendur snúi sér til undirritaðs. Jóhann Skagfjörð, Gistihúsi Hjálpræðishersins, herbergi nr. 16. Aukaþing hefir forsætisráðherra boðað, að kvatt myndi saman 1. nóv. næstk., að því tilskildu að flokkarnir fall- ist á, að næsta reglulegt fjárlaga- þing komi saman síðar á næsta ári en lög mæla fyrir. Hafa Sjálf- stæðistlokkurinn og Alþýðuflokk- urinn lýst sig þvi samþykka. Kosningar til Alþingis er gert ráð fyrir, að fari fram í júni næstk. Bréf forsætisráðherra má skilja á þann veg, að rikisstjórnin hafi verið sammála í tregðu þeirri, sem hún hefir haft um aukaþinghald. En slik ályktun er röng. Magnús Guðmundsson dóinsmálaráðh. hef- ir frá upphafi fylgt fast kröfum Sjálfstæðisflokksins utn afgreiðslu stjórnarskrármálsins og aukaþing- hald. Er betra seint en aldrei um þetta aukaþinghald í haust, en sjálfsagð- ast, að kröfum Sjálfstæðisflokksins hefði fengist strax framgengt, og það hefði orðið, ef Alþýðuflokk- urinn hefði verið samhentur og skeleggur í málinu. Með þessari ráðstöfun hefir Fram- sóknarflokkurinn látið undan síga með firrur þær, er hann hélt á lofti gegn aukaþingi nú i ár. Enda hefir komið betur og belur í Ijós við umræður um málið, hve rangar þær voru og óviturlegar. Mun þjóðin og einkum hinir yngstu kjósendur muna Framsókn framkomuna í þessu máli við næstu kosningar og fella sinn dóm. íslenzkveiðarfæragerð- Eins og skýrt var frá í 1. bl. VI. þ. á. hefir Skúli Pálsson (Rós- inkranzsonar) frá Kirkjubóli i Ön- undarfirði stofnsett veiðarfæragerð á Laugaveg 42 í Reykjavik og er hún nú tekin til starfa. Skúli hefir ferðast um Vestur- og Norður-land undanfariðtil þess að kynna útgerðarmönnum fram- leiðslu sína og hefir hún líkað prýðisvel, enda er i engu hægt að sjá, að hún standi að baki erlendri framleiðslu. í íslenzku veiðarfærin er og notaður valinn ítalskurhamp- ur og verkinu stjórnað af vönum fagmanni, eins og áður hefir verið getið. Enn þá framleiðir verksmiðjan að eins fiskilínur frá 7*1bs.og alt að 12 lbs., en innan skamms verðnr byrjað að framleiða lóðatauma og siðan færðar út kvíarnar smám- saman með framieiðslu annara veiðarfæra. íslenzku Ifnurnar eru búnar til bæði venjulegar (óíbornar) og ibornar (inpregneraðar). Er sérstök ástæða til þess, að vekja eftirtekt á íbornu línunum, sem fullyrt er að endist betur en venjulega bark- aðar eða bikaðar línur og eru alt af jafn mjúkar. Eins og kunnugt er var veiðar- færagerð eilt af iðnaði þeim, sem hinn mikli umbótamaður Skúli Magnússon landfógeti færði inn I landið með „innréttingunum" sem störfuðu i Reykjavik fyrst 1752— 1759, reknar af hluthöfunum og síðan alt til 1786 undir umsjá konungs og einokunarverzl. Gaf veiðarfæragerðin sæmilegan arð meðan hún var rekin og hefir þó útbúnaður verið af skornum skamti, ef ráða má af þvf, að færasnún- ingshúsið var seit að lokum fyrir 23 rd. og 26 sk. Það er fróðlegt að mínnast þess og sýnir ljóslega hve gagnlegar nýjungar eiga oft erfitt uppdráttar, að það munu vera um 20 ár síðan því var fyrst hreyft hér vestra, að nauðsyn bæri til að fá innlenda veiðarfæragerð. Var málið fyrst fluttá fjórðungsþingi fiskideildanna og afgreitt þaðan í áskorunarformi til Fiskifélagsins og Fiskiþingsins, sem svo oftast var endurtekið alt til ársins 1928. En málefni þetta fann aldrei náð þeirra, er ráðin höfðu og barátta okkar Vestfirð- inga fyrir því jafnvel höfð að skopi af mönnum í stjórn Fiskifélagsins. Hefir Skúli fengið á sama kulda að kenna með framkvæmdirnarnú, þar sem bæði Fiskifélagið og Ai- þingi synjuðu honum um styrktii undirbúnings fyrirtæki sínu. Nú kemur til kasta sjómanna og útgerðarmanna, að kaupa frekar hið íslenzka, að öðru jöfnu. Gæti þeir skyldu sinnar um það mun hinn nýi Skúli, eða þeir, sem taka við af honum, fullkomna verk gamla Skúla, svo við getutn eign- ast fuilkomna innlenda veiðarfæra- gerð bráðlega. Því svo hefir is- ienzkur iðnaður nú lyft höfði, að sannað er að við íslendingar get- um unnið flest af því sjáifir, sem við látum útlendinga nú vinna fyr- ir okkur og sitjum oft auðum höndum í staðinn. Árlega flytjum við íslendingar veiðarfæri inn i landið fyrir urn 3 milj. króna og eru það að mestu fiskilínur og öngultaumar. Ætti það að vera metnaðarmál íslend- inga, að framleiða sem mest af eigin þörfum. Ekki sizt nú, er aðr- ar þjóðir hafa tekið þá stefnu og fylgja henni fram með kappi. miklu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.