Vesturland

Árgangur

Vesturland - 02.09.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 02.09.1933, Blaðsíða 1
VESTURLA X. árgangur. Innflutningshðftin. Það hefir verið sérstaklega ein- kennandi fyrir alla stjórnartið Framsóknar, að leggja sem fiest bönd og höft á alla frjálsa verzlun. Hefir þetta bæði verið gert með allskonar einkasölubraski og nú síðast með innflutningshöftunum. Þegar innflutningshöftunum var skelt á þóttu þau nauðsynleg til þess.að bæta greiðslujöfnuð lands- ins út á við. En þó viðurkentsé, að þetta hafi getað verið rétt, eins og þá stóð á, er það víst, að inn- flutningshöftin eiga engan tilveru- rétt Iengur, því það verður að draga i efa, meðan ekki eru færð- ar fram fullgildar sannanir fyrir hinu gagnstæða, að þau bæti greiðslujöfnuð rikisins nokkuð. Nú myndi ekki verða ftutt inn annað en það, sem nauðsynlegt má teljast. En yrði um ónauð- synlegan innflutning að ræða væri rikissjóði innanhandar að fá svo miklar tekjur af honum með háum tolli, að það myndi bæta greiðslu- getu hans meira en höftin. Hjá kaupmönnum víðsvegar um land er almenn óánægja yfir því, að innflutningsleyfi hafi komið mjög misjafnt niður og segjast þeir verða afskiftir fyrir reykvísk- um kaupsýslumönnum. Um þetta skal ekkert fullyrt hér, en það er fuilvist að innflutningshöftin hafa Iagt verzlun ýmsra kaupsýslu- manna sem verzla með nauðsynja- vörur, t. d. skófatnað, svo að segja i rústir, en lamað aðra stórlega. Kemur þetta þungt niður, ekki eingöngu á hlutaðeigandi mönn- um sjálfum heldur bæjuin og hér- uðum, sem einmitt hafa mestar sínar tekjur af verzlunarstéttinni. Hvert sem litið er sézt ekki annað en ófarnaður af höftunum. Það er þess vegna krafa frjáls- hugsandi manna, að þau verði af- numin sem allra fyrst. ísafjörður, 2. sept. 1933. Gunnars-slysið. Nú er að fullu útséð um það, að gufusk. Gunnar hafi farist með allri áhöfn. Hniga þar I valinn 5 vaskir drengir, allir á bezta aldri, og er að þeim mikilljmannskaðiog eftir- sjá fyrir bæjarfélagið. Hvernig slysið hafi borið að veit enginn, en fullvíst má telja að það hafi orðið einhversstaðar á Húna- flóa. Varðskipið Óðinn hefir samkv. beiðni sýslumannsins hér, leitað að skipinu viðsvegar um Húna- flóa undanfarna daga, en ekkert fundið. Slys þetta ætti að vera sterk hvöt fyrir alla góða menn til þess, að búa sem allra bezt um alt ör- yggi sjómanna; þessara vösku hetja islenzku þjóðatinnar, sem eiga í látlausu striði til þess að sækja sér og allri þjóð sinni auð og brauð í hafsins skaut. Nöfn skipverja voru birt i síð- asta blaði og munu vinir þeirra eða vandamenn minnast þeirra nánar við tækifæri. Vaxíalækkun. Landsbankinn hefir tilkynt lækk- un vaxta frá 1. þ. m. þannig: Innlánsvextir í sparisjóði 4°/0; á viðtökuskírteinum 41/2°/o. en allir útlánsvextir lækka um 1/st°/0. Vaxtalækkun mun og vera í undirbúningi hjá Útvegsbankanum. Var fulltrúaráðsfundur haldinn i gærkveldi til þess að ákveða um hana, en engin opinber tilkynn- ing komin um vaxtalækkun þar enn þá. 16. tölublað. Fæði fæst keypt hjá Unni Guðmundsdóttur, Fjarðarstræti 27. Stofuofn til sölu með tækifæris- verði. Sveinbjörn Kristjánsson. Fiskútflutningurinn hefir verið yfirleitt mjög hægfara það sem af ersumrinu. Valda því meðal annars óvenju tniklir hitar i markaðslöndunum i júlimánuði og framan af ágúst og þar af leið- andi dauf eftirspurn. Nú siðan leið á sumarið hefir eftirspurnin á fiski glæðst og hefir Sölusamlag ísl. fiskiframleiðenda nú 8 skip hér við land sem taka fisk og 1 er nýfarið. Söluverð fiskjar er nú svipað og verið hefir, stórfiskur 72—74 kr. skpd. og Labradör- fiskur 57 kr. skpd. Eru horfur sagðar á því, að þetta verð hald- ist; tnáske hækki heldur. Heyrst hefir að einstöku menn utan Sam- lagsins hafi selt fyrir hærra verð. En á fisk þann sem Samlagiðseldi f fyrra mun verða borguð nokkur uppbót, sem ekki er endanlega uppgerð enn þá og má búast við þvi, að svipað verði í ár. Hér vestra hefir heyrst óánægja hjá fiskieigendum út af þvi, hve tregt gengi um útflutning fiskjar- ins, sem fyrir nokkru er allur að mestu verkaður. Hafa sumir haldið, að við værum afskiftir mcð út- flutning, og þólt súrt i broti, sem vonlegt er. En þeim fiski sem út er fluttur hjá Samlaginu hefir ver- ið deilt á útfiytjendur eftir fiski- magni. Smokkveiði stunda enn allmargir bátar í Arn- arfirði og Tálknafirði. Komu tveir bátar hingað i morgun með dá- góðan afla.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.