Vesturland


Vesturland - 02.09.1933, Blaðsíða 2

Vesturland - 02.09.1933, Blaðsíða 2
62 VESTURLAND Vegamál Vestfjarða. Qreinin um vegamál Vestfjarða í 14. bl. hefir vakið mikla athygli og áhuga fyrir þvf, að fá bflvega- samband milli ísafjarðar og Vest- fjarðanna. Sumir hafa látið S Ijósi, að lítt myndi að marka áætlun þá, sem blaðið skýrlr frá, og að verk- ið verði miklu dýrara i framkvæmd. Hefir blaðið átt tal um þetta at- riðí að nýju við Lýð Jónsson og hann endurtekið það sem sagt var um þetta i 14. bl., að því viðbættu, að áætlun sina um kostnað við Heiðarveginn sjálfan telji hann varlega og full hátt áætlaða. Aðrir telja veginn koma lítt að notum, þótt lagður verði, vegna snjóa, nema stuttan tíma úr árinu. Er það satt, að snjóalög eru hér oft mikil, en þó má fyllilega áætla, að vegurinn yrði fær a. m. k. 4 mánuði snjóa vegna, eftirþvfsem tiðarfar hefir verið nú um mörg ár. Stundum lengur. Bændur í ðnundarfirði hafa bundist samtökum um það, að leggja fram vinnu til vegagerðar frá Vífilsmýrum að Mosvöllum nú í haust, sem greiðist aftur af fjár- hæð þeirri, sem lögð er til vegar- ins á næsta ári. Bresti ekki áhuga og kjark má brúa þessa vegatorfæru, Breiða- dalsheiðina, mjög bráðlega. Nú í haust verður framkvæmd vegaransókn af Lýð Jónssyni alla leið úr Dýrafjarðarbotni suður á Þorskafjarðarheiði eða Steingríms- fjarðarheiði. Verður athugað veg- arstæði á fjallgarðinum milli Vest- fjarða og ísafjarðardjúps, þar sem áöur var talinn Qlámujökull, en nú er Iöngu snjólaust með öllu, jafn vel snemma sumars. Hefir snjó- Ifnan hér vestra mikið hækkað síðustu 50 árin og væri ransókn á þvf vfsindalegt verkefni. Eignakaup. Binar Quðfinnsson kaupm. i Bol- ungavík hefir nýl. keypt mestan part af eignum db. P. Oddssonar. Kaupverðið er sagt 51 þús. kr. Vesturland kemur framvegis út tvisvar í viku. Auglýsendur skili augl. timanlega. Fréttir. Aðalf. Prestafélags Vestfjarða stendur yfir þessa dagana á Bíldu- dal í Arnarfirði. Vesturl. mun slð- ar skýra frá því helzta sem gerist á fundinum. Hollenzkir stúdentar, 11 að tölu, dvöldu á ýmsum heim- ilum hér við ísafjarðardjúp frá þvi í byrjun júlímán. og fóru með Qoðafossi 26. f. m. Vinna þeir að ýmsum heimilisstörfum, aðallega heyverkun, og taka ekki kaup fyrir, en leggja stund á að kynnastfólk- inu og héraðinu umhverfis. Alls komu nú hingað til lands 21 stú- dentar; voru nokkrir þeirra stúlk- ur. Vistuðust 10 þeirra sunnan- lands, flestir í Borgarfirði og Döl- um. Torfi Hjartarson sá um vistar- staði handa stúdentunum cg eins í fyrra, en þá komu þeir fyrst hingað. Stúdenlarnir láta mjög vel yfir dvöl sinni á íslandi og höfðu flestir þeirra lært nokkuð í islenzku þennan stutta dvalartima. Bændur, sem stúdentar þessir hafa verið hjá, bera þeim bezta orð. Búist cr við að hollenzkir stú- dentar komi hingað næsta ár, því nú komust ekki allir að, sem fara vildu. Grænlandsfarið Gertrud Rask kom hingað 1. þ. m. beina leið frá Scoresbysund í Grænlandi, til þess að taka hér vistir og kol. Skipið fer héðan til Angmagsalik f Grænlandi. Qertrud Rask hefir verið f sumar við Qrænland, til aðstoðar leiðangri Lauge Koh's Qrænlandskönnuðs. Norska ransóknarskipið Heim- land I kom hingað fyrri hl. vik- unnar, til þess að taka hér vistir og kol. Skip þetta hefir verið við fiskiransóknir f hafinn vestan og norðan við ísland og alt austur undir Qrænland. Vélsk. Harpan kom hingað af síldveiðum 31.f.m. Hefir aflaö um 5 þús. tn., en salt- að mest allan aflann og útkoman því sæmileg. Togarinn Hafsteinn kom af sildveiðum 1. þ. m. Hefir fengið mjög Htinn afla. Alls um 4 þús. tn. Hannibai skelfur! Vesalings Hannibal Valdemars- son hefir orðið allskelfdur yfir grein minni „Smávegis úr ríki bolsanna", í 10. tbl. Vesturl., 29. júll þ. á. — Var í þeirri grein, með látlausum og almennum orðum fyrst skýrt frá setningu, er tveir menn heyrðu hann hvisla að Finni Jónssytii, húsbðnda sinum; inni í stofu á Ísafirði. Þá ér í öðrum kafla greinarínn- ar, sem nefndur er „Sannsögli Hannibals", borinn saman frétta- burður hans í Skutli, 12. júlíþ. á, við það, er sjónar- og heyrnar- vottur á fundi, sem haldinn var i Bolungavfk í sumar, sagði mér af fundinum. Hr. H. V. byrjar á því að segj'a, að greinin sé að nokkru leyti böggulsleg klúryrði og svívirðing- ar um sig. Til þess að sýna hv. lesendum fram á sannleiksást H. V., skal eg benda á það, að f greininni er ekki netpa eitt veru- legt klúryrði, sem tekið er upp úr Skutli, þar sem einhverjir menn eru kallaðir „helvítis kvikindi". En að öllum Hkindum er frásögn Skutuls hér ónákvæm, það má telja nokkurn veginn víst, að þar hafi verið átt við hr. H. V. einan. Þá telur hr. H. V. það bert, að Vesturlandsmenu kalli nú Bolunga- vík „riki bolsanna", og er hreyk- inn yfir að hafa fundið það upp, en fer þar auðvitað á hundavaði, eins og eðli hans er. Mér þykir ólfklegt, að Vesturlandsmenn fari að gefa Bolungavik nokkurt það nafn, sem hún á ekki skilið, eða voru þeir kannske úr Bolungavík kommúnistarnir fj'órtán, sem sviku frambjóðanda sinn, svo að Vilm. landlæknir flaut inn með 11 atkv. mun? Og voru það ekki einmitt Bolvíkingar, sem í fyrra fluttu hr. H. V. frá sér, eins og eitthvert pestfangið kvikindi, sem þeir hvorki vildu hafa né Hða hjá sér? Og þó gín hann bráðsólginn yfir þeirri eigin flugu siríni, að Bol- ungavík sé nefnd „riki bolsanna!" Er maðurinn virkilega gersneydd- ur heilbrigðri hugsun og skyn- semi ? Þessu næst fer hr. H. V. að

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.