Vesturland - 02.09.1933, Blaðsíða 3
VESTURLAND
63
I!
Vesturland.
| Útgef.: Sjálfstæðisfél. Vesturlands. 1
= Ritstjóri: Arngr. Fr. Bjarnason. =
§j Utkómud.: miðvikud. og laugard. j§
g Verð til áramóta 4 kr. i|
g Gjaldd. 15. sept. í Iausas. 15 aura. g
Augl.verð 1.50 cm. eind. 1J
= Stærri augl. eftir samkomulagi. §j
Ieggja hug sinn í bleyti um það,
hver sá höí. sé, er nefni hann
(H. V.) „alræmda hlupatík krat-
anna við ísafjarðardjúp". Það er
ekkert leyndarmál, hr. H. V., og
á ekki að vera, að það er Wilhelm
Jakobsson, tollvðrður, sem skrifar
undir nafninu Haki. Ef þér hafið
haldið, að það hafi átt að vera
leyndarmál, þá hefir þar óviljandi
verið samin getraun við yðar hæfi.
Með þvi að segja frá því, að eg
hafi slaðið við borðsendann í
stofunni á ísafirði, þegar þér vor-
uð að hvísla að Finni Jónssyni,
segi eg þeim mönnum, sem í stof-
unni voru, óbeint frá því, hver
skrifi undir nafninu Haki, hinu get
eg ekki gert við, að það litur út
fyrir að hafa orðið yður allerfið
gáta.
Hr H. V. tekur upp í gæsalöpp-
um nafnið „alræmd hlaupatik
kratanna við ísafjarðardjúp", lik-
lega þykir honum það vel til fund-
ið, annars hefði hann naumast
farið að endurtaka það. Eg veit,
að ýmsir af lesendum VI. hér i bæ,
hafa hiegið dátt að því og þótt
það mjög sniðugt.
Þá talar hr. H. V. um brjálæðis-
kent æði einhvers eða einhverra
yfir þvi, að hann sé eindreginn
andstæðingur ihaldsins og vinni
sinum flokki það litið, sem hann
megni. Er hr. H. V. svo skyni
skroppinn, að honum sé það ekki
ljóst, að hver og einn annar flokk-
ur en sá, sem hann telst til, myndi
finna til einhvers svipaðs, af ein-
skærum viðbjóði, ef hr. H. V.
ætlaði að nálgast hann? Það er,
meira að segja, altalaö hér í bæ,
að flokksmönnum hans flestöllum
þyki hann leiður drellir að drag-
ast með, enda þótt hann sé talinn
ólaunaður ritstjóri Skutuls, að þvi
er Finnur Jónsson segir. Þeir vilja
helzt verða lausir við hann samtl
))Mmm&öiL3EiNil
Fyrirliggjandi:
Hessian,
Bindigarn og
Saumgarn.
Hr. H. V. segir, að I grein minni
sé fjorum sinnum talað um sjónar-
vott að ræðuhöldum. Egfinnekki,
að orðið sjónarvottur komi oftar
en þrisvar fyrir, allstaðar í eðli-
legum samböndum. En það er
eðlilegt, að maður bæöi nefni og
hugsi um sjónarvotta, þegar hr. H.
V. talar, því að engan mann hefi
eg séð láta svo dólgslega á ræðu-
palli sem hann. Þarna stendur
maðurinn stundum og lemur sig
utan, sem óður væri, hristist, skelf-
ur og skekur sig allan, svo að
ógn er á að horfa; en orðbragð-
ið er svo ieiðinlega ofstækisfult,
að mann sárlangar að hafa eitt-
hvað til að troða upp í eyrun. Nei,
menn vilja helzt vera lausir við að
hlusta á hr. H. V., en hitt þykir
sjálfsagtmörgum æringjanumgam-
an, að horfa á fíflalæti hans.
Þá lætur hr. H. V. það í veðri
vaka, að eg vilji smyrja þeirri
smán á Bolvíkinga, að þá skorti
andlegt þrek til að hlýða á and-
stæðinga sina. Fjarri sé það mér.
En hitt getur máske komið fyrir,
að þeim þyki það svo ilt verk og
óþokkalegt að hlusta á þá, að þeir
taki heldur það ráðið að ilytja þá
i burtu. Finst mér það bera vott
um andiegt þrek og einlæga löng-
un til að atast ekki af aðfluttum
saur.
Eg efa það ekki, að Bolvikingar
muni hlýða kurteislega á hr. H. V.,
þegar þeir hafa á annað borð yfir-
unnið löngun sina til að flytja
hann i burtu. Bolvikingar standa
sjálfsagt ísfirzku boisunum miklu
framar að þvi leyti, að vilja heyra
málin rædd frá öllum hliðum og
munu sjálfsagtsýna þá prúðmensku
að leyfa manni, sem ráðist er á
á umræðufundi, að verja sig.
Þá talar hr. H. V. um, að eg
beri fyrir mig „um sannindi þess-
arar sögu einhvern „ólyginn"
áhorfanda að ræðuhöldunum". í
grein minni stendur: „En sjónar-
vottur segir svo frá". Hitt er alt
skáldskapur hr. H. V. Það er alveg
eins og hin nafnkunna frú á Leiti
hafi lesið yður fyrir.
Persónulegar hnútur hr. H. V.
til min og öll uppnefnin á mér
nenni eg ekki að ræða við hann
að sinni.
Umrædd grein hr. H. V. er með
svo augljósu handbragði hans, aft
nafninu undir henni virðist næst-
um ofaukið. Hún sýnir ennfremur
greinilega, að manninum er ekki
með ðllu sjálfrátt um aumingja-
skap sinn og geðbilun. Verður þvi
frekar að telja hana óráðshjal
sjúklings en venjulega blaðagrein,
væri því rétt að gefa eigendum
Skutuls þá bendingu, að Iáta hér
eftir mann, sem að minsta kosti
gæti talist með „hálfu viti" annast
ritstjórn blaðsins. Það er ekki til
mikils mælst.
Það er rétt að vekja athygli á
einu í umræddri grein hr. H. V.
Það er hræðslan, sem skin i gegn-
um hana. Hann hefir komið auga
á Hakakrossinn, merkið ginnhelga,
sem ekki fellur fyrir fúkyrðum ein-
um, merkið, sem hann hræðist,
merkið, sem hann veit, að á eftir
að sigra!
Hannibal skelfur! Nú er hlaupið
hland fyrir hjartað á bolsahetjunni
Hannibal Valdemarssyni!
Haki.
Sjálfsagt hefir þótt að veita hr.
V. J. rúm hér í blaðinu til and-
svara, vegna mjög fruntalegrar
árásar i „Skutli". Að öðru leyti eru
hinar persónulegur deilur þeirra
V. J. og H. V. blaðinu óviðkom-
andi. Ritstj.
Prentsmiðja Njarðar.