Vesturland

Volume

Vesturland - 09.09.1933, Page 1

Vesturland - 09.09.1933, Page 1
X. árgangur. ísafiörður, 9. sept. 1933. 18. tölublað. Innflutnmgshöítm. Þér hafið, hr. ritstj., vikið rétt og maklega að innflutningshöftunum i „VI.“ 2. þ. m. og er eg yður þakklátur fyrir. En betur má, ef duga skal. Þvi tnargir menn, einkum innan Fram- sóknarfiokksins, virðast haldnir af þeirri blindu, að innflutningshöftin séu bót þeirra meina sem þjá verzl- un landsmanna og búskap ríkis- sjóðs. En sannleikurinn um innflutn- ingsböftin er sá, að þau virðast sett með það eitt fyrir augum, að iama verzlun allra kaupsýslu- rnanna, en til bjargar kaupfélög- unum, sem þrátt fyrir skattfrelsi og mörg önnur sijórnarfríðindi eiga eríitt uppdráttar í samkcpni við kaupmer.n og eru sum að veslast alveg upp. Að minsta kosti er framkvæmd haftanna hagað á þennan veg, því sagt er að kaupfélögin fái ótak- markaðan innflutning, þótt öðrum sé harðlega neitað. Höftin koma því ekkert við verzlunarrekstur þeirra, en lama og hindra rekstur annara kaupsýsiumanna. Til dæmis um hve ‘ nærri inn- flutningshöftin ganga rekstri ein- stakra kauprnanna skal eg nefna, að einn starfsbróðir minn hér í bæ fékk innflutningsleyfi fyrir einar 450 d. kr. siðastl. ár; umaltann- að var synjað. í ár hefir honum engu betur gengið að fá leyfi. Maður þessi hafði áður ágæta verzlun, en úr henni hefir nú dreg- ið svo, að hún má heita alveg þorrin. En samt mun hlutaðeigandi ekki gefast upp að sinni, þrátt fyr- ír háit útsvar til bæjarins, sem ekki hefir tekið lillit til hvernig ástatt er um verzlun hans. Svipaða eða litlu betri sögu hafa margir aðrir kaupmenn að segja. En þótt sýnast megi, að slík ráð ættu að bíta til framdráttar kaup- féiögunum, mun það sannast, að þau fitni ekki mikið á þessu, en komi jafn mögur og þau voru áð- ur frá stjórnarmatborðinu. A. m. k. hefir sú orðið reyndin hingað til, að öll fríðindin hafa ekki megnað að fleyta þefm lengra áfram en kaupcýslumönnum aiment. Skal því slept hér að rekja ástæðurnar til þessa. Sjáifstæðisflokkurinn hefir verið ákveðið fylgjandi frjálsri verzlun, en engu fengið umþokað um af- nám innflutningshaftanna til þessa. En hann má ekki láta baráttu sina niður falla, heldur berjast ótrauð- ui þangað til innflutningshöftin eru með öllu afnumin. Kaupmaður. Stórflóð og skemdir í Norðurárdal í Borgarfirði. í rigningunum undanfarið hefir vöxtur mikill hlaupið t ár allar og urðu að þvi svo mikil brögð í Norðurárdal i Borgarfirði, að þar brauzt fram vatnsflóð mikið 7. þ. m., sem olii miklu tjóni. Skolaði flóðið burtu tveimur steypubrúm af Bjarnardalsá, skamt fyrir neðan Dalsmynni, og hinni þriðju af Litluá, skamt frá Hvammi. Flóðið náði yfir mikinn hluta af Borgarneshreppiogsópaði burtu heyi, er úti var, af mörgum bæj- um. Er gizkað á, að það hafi numið samtals á 4. þús. hestburða. Flóðið hefir og tekið allmargt fé, því þegar í gærdag höfðu margar kindur fundist dauðar og flóðsvæðið þó ekki alt kannað. Nokkur vöxtur hafði og hlaupið í Hvifá og áin valdið skemdum á þjóðveginum hjá Hvitárvöllum og Ferjukoti. Skriða hafði hlaupið á túnið á Qullberastöðutn i Lundareykja- dal og skemt það rnikið. Flóð þetta er sagt hið mesta, sem komið hefir síðustu 60 árin. Jóhannes Jóhannesson áður bóndi á Ytra-Lóni á Langa- nesi (faðir sr. Þorsteinsí Vatnsfirði) lézt hér á sjúkrahúsinu í gær- morgun. Jóhannes var fæddur 27. april 1863 og var mesti myndar- bóndi á sinni tlð oggegndi mjög opinberum störfum í sveit sinni. Gáfaður maður og vel hagorður. Ekkja hans er Þuríður Þorsteins- dóttir. Fluttu þau hjón hingað vestur nú í sumar. Auk sr. Þorsteins áttu þau hjón annan son á lífi, Ara, sem bú- settur er á Þórshöfn. Halldóra Sumarliðason Lewis, dóttir þjóðhagans Sumarliða gull- smiðs i Æðey, kom hingað með Dettifossi til þess að heimsækja ættstöðvar og venzl.afólk föður sins. Halldóra hefir undanfarið gengt ábyrgðarmikilli stöðu í mentamál- um Washington-ríkis og getið sér mikið lof fyrir. Línuveiðarinn Geysir frá Bfldudal strandaði nýlega ná- lægt Ásmundarstöðum á Melrakka- sléttu. Náði varðskipið Óðinn skip- inu út aftur og fór með það til Raufarhafnar. Reyndist skipið lltið skemt við bráðabirgðarskoðun, er þar fór fram. Messað verður hér í kirkjunni kl. 2 á morgun. Knattspyrnumót 2. og 3. flokks fer fram hér á íþróttavellinum á morgun. Mótin hefjast: 3. fl. kl. 2 og 2. fl. kl. 5 e. h. Niðnrsnðudósir. Ingvar Vigfússon selur heima- unnar dósir. Einnig dósir með þéttu loki. Innlend vinna. Lágt verð. Skemtileg stofa, fyrir einhleypa, til leigu. Guðm. Pétursson.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.