Vesturland

Volume

Vesturland - 09.09.1933, Page 2

Vesturland - 09.09.1933, Page 2
70 VESTURLAN D Frá öníirðingiim. Flateyri 1 Önundarfirði og Pat- reksfjörður eru þau kauptún hér á Vestfjörðum, sem örast hafa vaxið síðustu árin. Á Patreksfirði er það togaraútgerð Ól. Jóhann- essonar og þeirra feðga, sem niestan þátt á í vexti kauptúnsins. Á Flateyri veldur útgerðin líka vextinum, sem eðlilegt er. En þar eru nú margir vélbátar og llestir sameign 2ja eða fleiri manna. 1929 voru að eins 3 litlir vélbátar á Flateyri, en síðastíiðinn vetur gengu þaðan 14 véibátar frá 8—14 smál. að stærð. Má áætla verð- mæti hvers báts með útgerð um 16 þús. kr., að meðaltali. Kunnugur maður áætlaraðgerðir og nýbyggingar í landi á sama tíma, auk þess sem bygt er í ár, um 300 þús. kr. í ár eru bygð þar 6 íbúðarhús, sum stór og myndarleg, en önnur smærri. Auk þess er h/f. Önundur að láta reisa nýtt frystihús úr steinsteypu 18x20 m. að stærð. Á þar að nota ístii frystingar,-en félag þetta á annað vélfrystihús fyrir. Kaupfélag Ön- firðinga hefir í sumar látið byggja íiskgeymslu- og salt-hús úr járni ög timbri 18x30 m. að stærð. Á síðar að gera íiskplan framanvert við húsið. Er þetta mannvirki eitt hið myndarlegasta í sinni röð hér vestanlands. Á sama tima hafa Flateyringarræktað mikið umhverf- is kauptúnið og fá nú töðufeng sem samsvarar 15 kýrfóðrum af nýræktuðu landi. Verður ræktunin almennari með ári hverju. Kaup- túnsbúer höföu á fóðrum s. 1. vetur yíir 300 fjár. Kaupfél. Önfiröinga hefir nú for- göngu að stofnun mjólkurbús. Er hugmyndin að byrja það fyrst f srnáum stýl, en auka síðan eítir því sem ástæður leyfa. Á Sólbakka er starfrækt hin myndarlega síldarverksmiðja Út- vegsbankans. Hefir h/f Kveldútfur leigt hana 2 síðustu árin. Hafa í sumar 3 togarar Kveldúlfs lagt þar upp að staðaldri og hinir eftir ástæðurn. Vélfræöiiiárnsskeið verður lialdið á Flateyri nú 1 haust. Hafa þegar sótt um 20 nemendur. Qarðrækt er fremur lítil á Flat- eyri, þó hefir Ásbjörn Bjarnason lengi stundað þar garðrækt með dugnaði og góðum árangri. Ættu íleiri að fara að hans dæmi. En sökum tíðra vorkulda hér vestra er nauðsynlegt að h.afa vermihús, þar sem garðræktin á að vera at- vinnugrein. Qætu margir átt þau í félagi. Yrði það bæði ódýrara og hentugast að einn hefði þar umsjón alla. Samhliða þessum mikla vexti Flateyrar hafa sveitirnarumhverfis kauptúnið, báðu megin fjarðarins, tekið miklutn utnskiftum. Veldur þvi bæði stórbættur markaður í kauptúriinu fyrir allarafurðirbænda og að sveitamenn sækja mikla at- vinnu i kauptúnið á öllum tíma árs, en þó einkunt á vorin, og át vaxta það I sveitinnl. Sér þess ó- rækan vott, þvl bæði hafa húsa- kynni batnað mikið, ræktun auk- ist stórlega og girðingar meira en menn hcfðu látið sig dreyma um fyrir fáum árum. Hafa margir bændur sýnt mikinn dugnað um umbætur á jörðum sínum, en þó enginn framar en merkisbóndinn Jón Sveinsson á Innri-Veðrará. Er það reglulegt þrekvirki, sem þar hefir verið unnið. Jafnhliða auk- inni ræktun hefir notkun sláttuvéla útbreíðst mikið og eru nú 11 sláttu- vélar I Mosvallahreppi einum. bað er hressandi á slíkum tim- um og nú eru að ferðast um Ön- undarfjörð. Þar heyrist enginn kreppusónn eða svartsýni um fram- tíðina; þar sjást engar iðjulausar hendur og jarðyrkjan með dráttar- vél þeirra var litlu minni í vor, en áður heíir verið. Bændur hafa nú alment tekið upp þá nýbreytni, að sá garð- ávöxtum í flögin fyrsta árið. Hefir það borið ágætan árangur og er unaðslegt að sjá þessa nýju akra I túnunum. (Smámsaman munu birtast í bl. pistlar frá öðrum sveitum nærendis). ísfirzku skátarnir, sem sóttu alþjóðamót skáta I Qöd- öllö í Ungverjalandi komu heim með Brúaifossi, nema Ágúst Leós scm kom mcð Dettifossi. Fóru skátarnir af skipinu á F'lateyri og komu landveg hingað. Ti! sSlu eru ncðantaldar eignir í Hnífsdal: 2 hndr. í jörðinni Heimabær (sbr. fasteignamat Neöri-Hnífsdalur IV.), hálft íbúðarliús, hálft fjós, hlaða og áburðarhús, hálf verbúð, ennfremur fiskhús, skúr og timbur- hús, hálft fiskplan. Nánari upplýsingar gefa Valdemar Þorvarðssan kaupmaður f Hnifsdal og Páll Halldórsson, Qrettisgötu 81, Reykjavík. Bækur. Eg ýti úr vör heitir ljóðabók, sem Bjarni M. Qíslason hefir nýlega gefið út og er að koma á bókamarkaðinn. Höf. er ungur sjómaður, ættaður af Barðaströnd, og hefir átt við óblíð kjör að búa, en býr óslökkvandi Ijóðþrá i brjósti. Er bók hans hin rnyndarlegasta af byrjanda að vera og efni ljóðanna fjölbreytt og vel með farið. Lifsskoóun skáldsins er björt og hrein, sem trúir á sigur þess góða i mönnunum, þannig segir hanni kvæðinu: Eg er öreigi: Við leitum að hvíld frá löstum og harmi, en himnariki er I hvers manns barrni. Bókina endar höf. með kvæði, sem hann kallar: Á víð og dreif. Eru þar margarfallegar ferskeytlur, t. d. þessar, er bókin endar á: Heim á leið minn hugur fer, hlýjar kveðjur annast. — Þú inátt heilsa þar frá mér þeim sem við mig kannast. Þó að bylgjan brjóti knör, beri rnig að landi, eg mun aftur ýta úr vör, engu kvíða strandi. Bókin á skilið að vera keypt og lesin. Um hana leikur hressandi æskublær og viða skarpar lýsingar.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.