Vesturland


Vesturland - 13.09.1933, Blaðsíða 1

Vesturland - 13.09.1933, Blaðsíða 1
VESTURLAND X. árgangur. ísaprður, 13. sept. 1933. 19. íölublað. Stjórnmái. I!. Af öliuin flokkum stjórnmála eru fjármálin þýðingarmest. Sökum þess, að þau taka til allra þegnanna og athafna þeirra fremur en nokkur önnur mál og ekki siður hins, að með vaxandi lýðræði hefir sú skoðun þróast, að rikið eigi rétt til þess að seilast svo djúpt f pyngju hvers einstakl- ings, sem það sjálft ákveður. Eins og það er skiíyrði fyrir vel- sæld hvers einstaklings að hann sé fjárhagslega sjálfstæður, er það einnig skiiyrði fyrir þjóðfélögin. Bresti þetta notast ekki önnur gæði. Hvaða þjóð eða einstakl- ingur getur talist frjáls og óháð athafna sinna, sem ber sifeldan skuidaklafa um hálsinn eða fjötur um fót sinn. Þessara sanninda þarf fslenzka þjóðin sérstaklega að vera minnug, þvi undanfarin ár hefir verið ein sú mesta samfelda árgæzka, sem komið hefir hér á landi, en jafn- hliða hefir skuidasöfnun rikisins aukist svo gifurlega, að þess munu fá eða engin dæmi annarstaðar I heiminum, miðað við það hvelit- ið þjóðin i lieid sinni á af föstum fjárstofni. Br skuldasöfnun þessi þegar orðin svo mikil, að þeir sem ráðin höfðu og þar af leiðandi skilyrðin til þess að hafa hemil á henni, eru nú farnir að prédika réttilega þá hættu, sem sjálfstæði þjóðar- innar og allri velfarnan stafar af skuldunutn, einkum skuldunum við útlönd. En blessaður vertu, segja sumir. Það hefir verið svo mikið fram- kvæmt og landið bætt og prýtt, að skuldirnar eru eðlilegar. Um þetta má segja, að vfst er niikið framkvæmt I þessu landi af rikinu og einstaklingum. En fæstar af framkvæmdum þeim, sem rikið hefir notað þettaskuldaféeðalánsfé til eru arðberandi, og jafnhliða þvi sem svara þarf vðxtum af stofn- kostnaði þeirra festist í flestutn þeirra nýtt fé til viðhalds og rekst- urs þeirra. Og eins og það er ánægjulegt hvetjum einstaklingi, að eiga vist- lega og vel hýsta bústaði, kemur sú ánægja að iitlum notum, ef þeir ettir skamman tima eru teknir á einn eða annan hátt af þeim sem taldist eigandi upp i skuldirnar. Eins er því farið um sumar fram- kvæmdir sfðusfu ára, setn rikið hefir látið vinna. Og það má ekki loka augunum fyrir þeirri staöreynd, að þrátt fyrir það, að þjóðin hefir goldið i ríkis- sjóð um 14 milj. kr. árlega4sið- ustu árin og alt lánsféð hefir rfkis- sjóður verið í stöðugri fjárþröng. Hefir þetta rekið svo langt, að sfð- asta Alþingi varð að samþykkja stórfelda reksturslánsheimild fyrir rikissjóð, sem óhjákvæmilega varð að nota, svo áð rikissjóður gæti gert skil á umsötndum og ákveðn- um greiðslum. Og jafnskjótt og menn íhuga fjármál islenzku þjóðarinnar hlýtur sú spurning að vakna: Þolirþjóð- in þær þungu álögur, sem nú hvila á henni, til lengdar? Allir athugulir menn munu svara þeirri spúrningu neitandi. Enda munu engin dætni þekkjast til þess, að jafn fámennur hópur og ís- lendingar, 120 þúsundir að tölu, og liklega um helmingur verkfært fólk, lyfti slíkum þunga nokkurs- staðar i heiminum. Að þetta hefir flotið til þéssa kemur af því, aðvið höfummiklu stærri verzlunarveltu én nbkkur þjóð önnur, miðað við folksfjölda, eh í gegn um hana eru nær þvi allir skattarnir tekhir. En hin háa verzlunarvelta stafar af óVenju mikilli auðlegð hafsins umhverfis strendur landsins, sem þjóðin má ekki gleyma að er mis- gjðful, þótt lánið hafi leikið við okkur undanfarin ár með tniklum aflabrðgðum. Bn jafnvel þótt ekki sé hvatt til sérstakrar aðgæzlu út af afia- brðgðunum og gert ráð fyrtr aö góðfiskið haldiáfram ennumstund, er enn ein staðreynd, sem ekki verður fram hjá kotnist, þegar ræða er um fjárhagslega viðreisn rikis- ins. Hún er sú, að atvinnuhættir okkar islendinga eru fábreyttari en annara þjóða. Búskapur rikis- sjóðs og einstaklinga grundvallast svo að segja eingöngu á afkomu útgerðarinnar. Með hinum mikla afla, sem verið hefir undanfarin ár og tiltölulega sæmilegu fiskverði mætti því gera ráð fyrir, að út- gerðin á undanförnum góðærum hefði getað bætt hag sfnn og gefið sæmilegan arð. En þeir, sem kunnugir eru, vita að siiku er ekki að heiisa og vaida þvi meðal annars þau iniklu skatt- þyngsli sem á útgerðinni hvila og stöðugt hafa vaxið sfðustu árin. í stað þess að útgerðin hafi bætt hag sinn er það alkunnugt, að t. d. togaraútgerðin hefir síðustu árin tapað miklu fé og likt mun vera um smærri útgerðina, þótt { minni mæli sé. Það er því fulivíst, að þessi að- alatvinnuvegur okkar getur ekki bætt á sig nýjum skattabyrðum og þolir ekki þær skattabyrðar áfram, sem nú hvfla á honum. Og aðrir atvinnuvegir, sem þyldu auknar skattaálögur, eru ékki til í þessu landi. Augu síðasta Alþingis opnuðust svo fyrir þessu ástandi sjávarút- yegsins, að samþykt var að skipa miUiþinganefnd til að rannsaka ástánd hans og horfur. Er þessa mesta þörf. En enn er nefndin óskipuð. Hér hefir ástand útgerðarinnar vefið géft að umtalsefni sökum þéSs, að útgerðin er grundvöllur þjóðarbúskaparins hjá okkun Og

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.